Örlög flokka skapast af fólkinu sem er í þeim

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, segir að mikilvægt sé á þessum umbrotatímum, þar sem flokkar komi og fari hratt, að fólk sé meðvitað um að stjórnmálaflokkar hangi á fólkinu sem eru í þeim.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Stjórn­mála­flokk­ur­inn Vinstri­hreyf­ing- grænt fram­boð fagnar tutt­ugu ára afmæli sínu í ár en flokk­ur­inn var ­stofn­aður 6. febr­úar 1999. Katrín Jak­obs­dótt­ir, ­for­sæt­is­ráð­herra og for­maður flokks­ins, ræddi þessi tíma­mót í Morg­un­vakt­inni á Rás 1 í morg­un. Katrín gekk til liðs við flokk­inn árið 2002 en hún segir sögu flokks­ins sam­ofna miklum umbrota­tímum í íslensku flokka­kerfi. Hún segir flokk­inn hafa dregið lær­dóm bæði af því að vera í rík­is­stjórn og í stjórn­ar­and­stöð­u. Hún segir það jafn­framt mik­il­vægt að á þessum umbrota­tím­um, þar sem flokkar komi og fari jafn­vel hratt, að fólk sé með­vitað um að flokkar hangi á fólk­inu sem eru í þeim. 

„Síðan er það líka mik­il­vægt af því við erum á svo miklum umbrota­tím­um, höfum síðan nýja flokka koma og jafn­vel fara aftur til­tölu­lega hratt. Að við séum með­vituð um það að ­stjórn­mála­flokk­ar eru org­anísk­ir. Þeir hanga á fólk­inu sem er í þeim. Örlög þeirra skap­ast af fólk­inu en ekki öfugt.“ segir Katrín.

Gjör­breytt sam­fé­lags­um­ræða á síð­ustu 20 árum

Katrín segir að þó að tutt­ugu ár virð­ist kannski ekki hár aldur fyrir stjórn­mála­flokk, þá sé þetta þó ágæt­lega hár aldur flokks í flokka­kerf­inu í dag. Hún segir að í raun hafi flokk­ur­inn aldrei siglt lygnan sjó og muni senni­lega aldrei gera það, enda hafi flokk­ur­inn verið til á miklum umbrota­tímum í íslensku flokka­kerfi. Þvert á spár fékk flokk­ur­inn ­sex þing­menn kjörna í sínum fyrstu þing­kosn­ingum árið 1999. Flokk­ur­inn var í stjórn­ar­and­stöðu í tíu ár en flokk­ur­inn fór í fyrsta sinn í rík­is­stjórn árið 2009. Katrín segir að þá hafi ákveð­in eðl­is­breyt­ing orðið á flokkn­um, þannig hafi flokk­ur­inn þurft að gera erf­iðar mála­miðl­anir og sú breyt­ing hafi að hennar mati haft var­an­leg áhrif á flokk­inn. 

Aðspurð segir hún að inn­an­flokksá­tök hafi verið erf­ið. „En það góða við þau er að þau hafa verið mjög fyrir opnum tjöldum og á yfir­borð­inu. Að sumu leyti held ég að það sé hollt. Ég er ekki endi­lega að mæla með inn­an­flokksá­tökum og alls ekki átak­anna vegna en það er betra að þau séu uppi á borðum og ekki bak við tjöldin.“ 

Auglýsing

Enn­fremur bendir Katrín á að flokk­ur­inn hafi lært mikið af því að hafa verið bæði í stjórn­ar­and­stöðu og í rík­is­stjórn, en þannig hafi flokk­ur­inn í raun kynnst öllum fletum Alþing­is. „Nú þegar við stöndum á 20 ára afmæli þá er ég nokkuð viss um líka að næstu tíu ár verði ekki eins og þau síðust­u,“ segir Katrín 

Rík­is­stjórnin er póli­tísk nýsköpun

Nú er flokk­ur­inn í rík­is­stjórn með­ ­Sjálf­stæð­is­flokknum og Fram­sókn­ar­flokkum og situr for­maður flokks­ins í for­sæt­is­ráð­herra­stól í fyrsta skipti. Katrín segir í við­tal­inu að það hafi verið fyr­ir­séð að rík­is­stjórnin yrði flók­in. „Að ein­hverju leyti er þetta það sem ég kalla póli­tísk nýsköpun sem sprettur upp úr mjög óvenju­legum aðstæðum og hefði kannski ekki orðið til undir öðrum kring­um­stæð­um. En heilt yfir þá hefur þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf gengið vel og ég held að það séu allir mjög metn­að­ar­fullir í því að það tak­ist vel einmitt vegna þess hve óvenju­leg rík­is­stjórnin er“

Katrín segir jafn­framt að hún hafi lært mikið af því að vera í rík­is­stjórn eftir hrun og að þeir tímar hafi í raun verið mun erf­ið­ari til að sitja í rík­is­stjórn. „En síðan er það bara þannig að þau örlög hlotn­uð­ust mér að fá að taka þátt í rík­is­stjórn­inni 2009 til 2013 og þegar ég lít yfir sviðið frá því ég steig inn á þetta póli­tíska svið þá voru það auð­vit­að ­miklu erf­ið­ari tímar til að sitja í rík­is­stjórn. Ég held hins veg­ar að bara að ein­hverju leyti líka alveg gjör­breytt sam­fé­lags­um­ræða á þessum 20 árum sem VG hefur verið til hefur líka gert það að verkum að það er aldrei auð­velt verk­efni að sitja í rík­is­stjórn. Og kannski á það ekki að vera það.“

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent