Reykjavíkurborg braut persónuverndarlög með kosningaskilaboðum

Ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri voru send bréf og smáskilaboð fyrir sveitastjórnarkosningar í fyrra til að auka kjörsókn þessara hópa. Persónuvernd segir hins vegar að skilaboðin hafi verið gildishlaðin og í einu tilviki röng.

img_4755_raw_0710130572_10191392394_o.jpg
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Ís­lands­ not­uðu per­sónu­upp­lýs­ingar frá Þjóð­skrá Íslands­ um unga kjós­end­ur, erlenda rík­is­borg­ara og konur 80 ára og eldri til að senda þeim skila­boð og bréf fyrir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í maí 2018, með að það fyrir augum að auka kjör­sókn þess­ara hópa. Í ákvörðun Per­sónu­verndar sem birt var í gær kemur fram að notkun og vinnsla Reykja­vík­ur­borgar og ­rann­sak­anda við Háskóla Ísalnds hafi ekki í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd. Að mati Per­sónu­verndar voru skila­boð í þessum send­ingum gild­is­hlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þess­ara kjós­enda í kosn­ing­un­um.  

Gild­is­hlaðin skila­boð

Reykja­vík­ur­borg óskaði eft­ir heim­ild Per­sónu­verndar til að senda ungum kjós­endum smá­skila­boð og bréf fyrir kosn­ing­arnar í því skyni að auka kjör­sókn. Fram kom í erind­inu þetta væri liður í aðgerðum til að auka ­kosn­inga­þátt­töku til­tek­inna hópa sem hefðu í und­an­förnum kosn­ingum átt undir högg að sækja með til­liti til kjör­sókn­ar. Skila­boðin áttu einnig að vera hluti af rann­sókn Háskóla Íslands á því hvaða þættir hefðu áhrif á kjör­sókn. Texti smá­skila­boð­anna yrði ákveð­inn af Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endum sam­eig­in­lega og þess gætt að ekki mætti túlka inni­haldið sem hvatn­ingu til að kjósa á til­tek­inn hátt. Borg­in ­fékk svar frá Per­sónu­vernd um miðjan maí, í svar­inu kom fram fram að það væri undir þeim komið sem sendi skila­boðin að sjá til þess að það væri gert í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög.

Auglýsing

Bréf voru síðan send til ungra kjós­enda, til kvenna 80 ára og eldri og erlendra rík­is­borg­ur­um. Helm­ing­ur ungra kjós­enda fékk jafn­framt smá­skila­boð, meðal ann­ars með upp­lýs­ingum um kjör­staði. Í ákvörðun Per­sónu­vernd segir að sms-skila­boð­in og bréfin sem send voru ungu fólki hafi ver­ið ­gild­is­hlað­in. Gagn­rýnt er að í bréf­un­um var rætt um skyldu til að kjósa en hvergi sé minnst á kosn­inga­skyldu í íslenskum lög­um. Þá ­segir Per­sónu­vernd að bæði smá­skila­boðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólks­ins í kosn­ing­un­um. Öll bréfin og skila­boðin hafi ein­göngu verið merkt Reykja­vík­ur­borg og því ekki gefið til kynna að ein­hverjir aðr­ir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við send­ing­una. Upp­runi þeirra og til­gangur hafi því ekki verið skýr. 

Per­sónu­vernd segir jafn­framt að bréfin sem voru send til kvenna 80 ára og eldri og erlendra rík­is­borg­ara hafi ekki ein­ungis verið til upp­lýs­inga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatn­ing til að kjós­a.  Per­sónu­vernd telur engin rök standa til þess að upp­lýsa þurfi konur á þessum aldri um kosn­inga­rétt þeirra. Þá geti það ekki sam­rýmst kröf­um  að opin­berir aðilar sendi til­teknum hópum kjós­enda hvatn­ingu um að nýta kosn­inga­rétt sinn í aðdrag­anda kosn­inga. 

Ámæl­is­vert að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki veitt ­full­nægj­andi upp­lýs­ingar

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar var að við fram­an­greinda vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga hefðu Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Íslands ekki gætt að ákvæðum þágild­andi per­sónu­vernd­ar­laga, meðal ann­ars um að við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga beri að gæta að gagn­sæi og fyr­ir­sjá­an­leika, og hafi því brostið heim­ild til vinnsl­unnar

Per­sónu­vernd komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að Þjóð­skrá Íslands hefði ekki gætt að meg­in­reglu þágild­andi per­sónu­vernd­ar­laga, um að þess skuli gætt við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga að þær séu nægi­leg­ar, við­eig­andi og ekki umfram það sem nauð­syn­legt er miðað við til­gang vinnsl­unn­ar, þegar stofn­unin afhenti Reykja­vík­ur­borg upp­lýs­ingar um kyn og rík­is­fang erlendra rík­is­borg­ara. 

Auk þess kom fram í ákvörðun Per­sónu­verndar að Reykja­vík­ur­borg hafi verið veittar átölur fyrir að hafa veitt Per­sónu­vernd ó­full­nægj­and­i ­upp­lýs­ingar um alla þætti máls­ins eftir að hafa óskað eftir því sér­stak­lega. Það sé alvar­legt að ábyrgð­ar­að­ili, sem vinni með per­sónu­upp­lýs­ingar og sé auk þess stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, skuli láta undir höfuð leggj­ast að svara fyr­ir­spurnum eft­ir­lits­valds. Í nið­ur­stöð­unum segir að slíkt sé ámæl­is­vert.  

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent