Reykjavíkurborg braut persónuverndarlög með kosningaskilaboðum

Ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri voru send bréf og smáskilaboð fyrir sveitastjórnarkosningar í fyrra til að auka kjörsókn þessara hópa. Persónuvernd segir hins vegar að skilaboðin hafi verið gildishlaðin og í einu tilviki röng.

img_4755_raw_0710130572_10191392394_o.jpg
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Ís­lands­ not­uðu per­sónu­upp­lýs­ingar frá Þjóð­skrá Íslands­ um unga kjós­end­ur, erlenda rík­is­borg­ara og konur 80 ára og eldri til að senda þeim skila­boð og bréf fyrir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í maí 2018, með að það fyrir augum að auka kjör­sókn þess­ara hópa. Í ákvörðun Per­sónu­verndar sem birt var í gær kemur fram að notkun og vinnsla Reykja­vík­ur­borgar og ­rann­sak­anda við Háskóla Ísalnds hafi ekki í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd. Að mati Per­sónu­verndar voru skila­boð í þessum send­ingum gild­is­hlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þess­ara kjós­enda í kosn­ing­un­um.  

Gild­is­hlaðin skila­boð

Reykja­vík­ur­borg óskaði eft­ir heim­ild Per­sónu­verndar til að senda ungum kjós­endum smá­skila­boð og bréf fyrir kosn­ing­arnar í því skyni að auka kjör­sókn. Fram kom í erind­inu þetta væri liður í aðgerðum til að auka ­kosn­inga­þátt­töku til­tek­inna hópa sem hefðu í und­an­förnum kosn­ingum átt undir högg að sækja með til­liti til kjör­sókn­ar. Skila­boðin áttu einnig að vera hluti af rann­sókn Háskóla Íslands á því hvaða þættir hefðu áhrif á kjör­sókn. Texti smá­skila­boð­anna yrði ákveð­inn af Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endum sam­eig­in­lega og þess gætt að ekki mætti túlka inni­haldið sem hvatn­ingu til að kjósa á til­tek­inn hátt. Borg­in ­fékk svar frá Per­sónu­vernd um miðjan maí, í svar­inu kom fram fram að það væri undir þeim komið sem sendi skila­boðin að sjá til þess að það væri gert í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög.

Auglýsing

Bréf voru síðan send til ungra kjós­enda, til kvenna 80 ára og eldri og erlendra rík­is­borg­ur­um. Helm­ing­ur ungra kjós­enda fékk jafn­framt smá­skila­boð, meðal ann­ars með upp­lýs­ingum um kjör­staði. Í ákvörðun Per­sónu­vernd segir að sms-skila­boð­in og bréfin sem send voru ungu fólki hafi ver­ið ­gild­is­hlað­in. Gagn­rýnt er að í bréf­un­um var rætt um skyldu til að kjósa en hvergi sé minnst á kosn­inga­skyldu í íslenskum lög­um. Þá ­segir Per­sónu­vernd að bæði smá­skila­boðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólks­ins í kosn­ing­un­um. Öll bréfin og skila­boðin hafi ein­göngu verið merkt Reykja­vík­ur­borg og því ekki gefið til kynna að ein­hverjir aðr­ir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við send­ing­una. Upp­runi þeirra og til­gangur hafi því ekki verið skýr. 

Per­sónu­vernd segir jafn­framt að bréfin sem voru send til kvenna 80 ára og eldri og erlendra rík­is­borg­ara hafi ekki ein­ungis verið til upp­lýs­inga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatn­ing til að kjós­a.  Per­sónu­vernd telur engin rök standa til þess að upp­lýsa þurfi konur á þessum aldri um kosn­inga­rétt þeirra. Þá geti það ekki sam­rýmst kröf­um  að opin­berir aðilar sendi til­teknum hópum kjós­enda hvatn­ingu um að nýta kosn­inga­rétt sinn í aðdrag­anda kosn­inga. 

Ámæl­is­vert að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki veitt ­full­nægj­andi upp­lýs­ingar

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar var að við fram­an­greinda vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga hefðu Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Íslands ekki gætt að ákvæðum þágild­andi per­sónu­vernd­ar­laga, meðal ann­ars um að við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga beri að gæta að gagn­sæi og fyr­ir­sjá­an­leika, og hafi því brostið heim­ild til vinnsl­unnar

Per­sónu­vernd komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að Þjóð­skrá Íslands hefði ekki gætt að meg­in­reglu þágild­andi per­sónu­vernd­ar­laga, um að þess skuli gætt við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga að þær séu nægi­leg­ar, við­eig­andi og ekki umfram það sem nauð­syn­legt er miðað við til­gang vinnsl­unn­ar, þegar stofn­unin afhenti Reykja­vík­ur­borg upp­lýs­ingar um kyn og rík­is­fang erlendra rík­is­borg­ara. 

Auk þess kom fram í ákvörðun Per­sónu­verndar að Reykja­vík­ur­borg hafi verið veittar átölur fyrir að hafa veitt Per­sónu­vernd ó­full­nægj­and­i ­upp­lýs­ingar um alla þætti máls­ins eftir að hafa óskað eftir því sér­stak­lega. Það sé alvar­legt að ábyrgð­ar­að­ili, sem vinni með per­sónu­upp­lýs­ingar og sé auk þess stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, skuli láta undir höfuð leggj­ast að svara fyr­ir­spurnum eft­ir­lits­valds. Í nið­ur­stöð­unum segir að slíkt sé ámæl­is­vert.  

Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera hafa mögulega valdið félaginu tjóni
Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa bakað félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.
Kjarninn 20. febrúar 2019
FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent