Reykjavíkurborg braut persónuverndarlög með kosningaskilaboðum

Ungum kjósendum, konum 80 ára og eldri voru send bréf og smáskilaboð fyrir sveitastjórnarkosningar í fyrra til að auka kjörsókn þessara hópa. Persónuvernd segir hins vegar að skilaboðin hafi verið gildishlaðin og í einu tilviki röng.

img_4755_raw_0710130572_10191392394_o.jpg
Auglýsing

Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Ís­lands­ not­uðu per­sónu­upp­lýs­ingar frá Þjóð­skrá Íslands­ um unga kjós­end­ur, erlenda rík­is­borg­ara og konur 80 ára og eldri til að senda þeim skila­boð og bréf fyrir sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í maí 2018, með að það fyrir augum að auka kjör­sókn þess­ara hópa. Í ákvörðun Per­sónu­verndar sem birt var í gær kemur fram að notkun og vinnsla Reykja­vík­ur­borgar og ­rann­sak­anda við Háskóla Ísalnds hafi ekki í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd. Að mati Per­sónu­verndar voru skila­boð í þessum send­ingum gild­is­hlaðin og til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þess­ara kjós­enda í kosn­ing­un­um.  

Gild­is­hlaðin skila­boð

Reykja­vík­ur­borg óskaði eft­ir heim­ild Per­sónu­verndar til að senda ungum kjós­endum smá­skila­boð og bréf fyrir kosn­ing­arnar í því skyni að auka kjör­sókn. Fram kom í erind­inu þetta væri liður í aðgerðum til að auka ­kosn­inga­þátt­töku til­tek­inna hópa sem hefðu í und­an­förnum kosn­ingum átt undir högg að sækja með til­liti til kjör­sókn­ar. Skila­boðin áttu einnig að vera hluti af rann­sókn Háskóla Íslands á því hvaða þættir hefðu áhrif á kjör­sókn. Texti smá­skila­boð­anna yrði ákveð­inn af Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endum sam­eig­in­lega og þess gætt að ekki mætti túlka inni­haldið sem hvatn­ingu til að kjósa á til­tek­inn hátt. Borg­in ­fékk svar frá Per­sónu­vernd um miðjan maí, í svar­inu kom fram fram að það væri undir þeim komið sem sendi skila­boðin að sjá til þess að það væri gert í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög.

Auglýsing

Bréf voru síðan send til ungra kjós­enda, til kvenna 80 ára og eldri og erlendra rík­is­borg­ur­um. Helm­ing­ur ungra kjós­enda fékk jafn­framt smá­skila­boð, meðal ann­ars með upp­lýs­ingum um kjör­staði. Í ákvörðun Per­sónu­vernd segir að sms-skila­boð­in og bréfin sem send voru ungu fólki hafi ver­ið ­gild­is­hlað­in. Gagn­rýnt er að í bréf­un­um var rætt um skyldu til að kjósa en hvergi sé minnst á kosn­inga­skyldu í íslenskum lög­um. Þá ­segir Per­sónu­vernd að bæði smá­skila­boðin og bréfin hafi verið til þess fallin að hafa áhrif á hegðun unga fólks­ins í kosn­ing­un­um. Öll bréfin og skila­boðin hafi ein­göngu verið merkt Reykja­vík­ur­borg og því ekki gefið til kynna að ein­hverjir aðr­ir, eins og Háskóli Íslands, stæðu á bak við send­ing­una. Upp­runi þeirra og til­gangur hafi því ekki verið skýr. 

Per­sónu­vernd segir jafn­framt að bréfin sem voru send til kvenna 80 ára og eldri og erlendra rík­is­borg­ara hafi ekki ein­ungis verið til upp­lýs­inga og fræðslu heldur hafi þau einnig verið hvatn­ing til að kjós­a.  Per­sónu­vernd telur engin rök standa til þess að upp­lýsa þurfi konur á þessum aldri um kosn­inga­rétt þeirra. Þá geti það ekki sam­rýmst kröf­um  að opin­berir aðilar sendi til­teknum hópum kjós­enda hvatn­ingu um að nýta kosn­inga­rétt sinn í aðdrag­anda kosn­inga. 

Ámæl­is­vert að Reykja­vík­ur­borg hafi ekki veitt ­full­nægj­andi upp­lýs­ingar

Nið­ur­staða Per­sónu­verndar var að við fram­an­greinda vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga hefðu Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Íslands ekki gætt að ákvæðum þágild­andi per­sónu­vernd­ar­laga, meðal ann­ars um að við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga beri að gæta að gagn­sæi og fyr­ir­sjá­an­leika, og hafi því brostið heim­ild til vinnsl­unnar

Per­sónu­vernd komst einnig að þeirri nið­ur­stöðu að Þjóð­skrá Íslands hefði ekki gætt að meg­in­reglu þágild­andi per­sónu­vernd­ar­laga, um að þess skuli gætt við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga að þær séu nægi­leg­ar, við­eig­andi og ekki umfram það sem nauð­syn­legt er miðað við til­gang vinnsl­unn­ar, þegar stofn­unin afhenti Reykja­vík­ur­borg upp­lýs­ingar um kyn og rík­is­fang erlendra rík­is­borg­ara. 

Auk þess kom fram í ákvörðun Per­sónu­verndar að Reykja­vík­ur­borg hafi verið veittar átölur fyrir að hafa veitt Per­sónu­vernd ó­full­nægj­and­i ­upp­lýs­ingar um alla þætti máls­ins eftir að hafa óskað eftir því sér­stak­lega. Það sé alvar­legt að ábyrgð­ar­að­ili, sem vinni með per­sónu­upp­lýs­ingar og sé auk þess stærsta sveit­ar­fé­lag lands­ins, skuli láta undir höfuð leggj­ast að svara fyr­ir­spurnum eft­ir­lits­valds. Í nið­ur­stöð­unum segir að slíkt sé ámæl­is­vert.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent