Heildareignir Microsoft námu 258,8 milljörðum Bandaríkjadala árið 2018, eða sem nemur um 31 þúsund milljörðum króna, og nemur vöxtur heildareigna 65,8 milljörðum Bandaríkjadala frá árinu 2015, eða rétt um 8 þúsund milljörðum króna.
Í nýjasta uppgjöri félagsins, sem birt var fyrr í vikunni, segir forstjórinn Satya Nadella að vöxturinn sé áfram verulegur í skýjaþjónustu fyrirtækisins, og að Microsoft hafi stórt og mikið tækifæri fyrir framan sig til að veiti meiri skýjaþjónustu og efla ýmsa þjónustu fyrirtækisins með hjálp gervigreindar.
We have an enormous opportunity to apply advances in cloud & AI to provide more personal, affordable and accessible care. https://t.co/FliGJJ57Ly
— Satya Nadella (@satyanadella) February 7, 2019
Ástæðan er ekki síst sú, að fyrirtækið er með rótgróna viðskiptavini, fyrirtæki, sveitarfélög og ríki um allan heim, sem kaupa þjónustu og hugbúnað af fyrirtækinu, og hafa gert áratugum saman, sum hver.
Með því að efla þjónustuna og gera hana meira í takt við nútímaþarfir, getur Microsoft nýtt tækifæri til vaxtar, með skýjaþjónustuna sem helsta vaxtarbroddinn og traustar tengingar við sterkt net viðskiptavina. Ípistli Jay Greene, pistlahöfundi Wall Street Journal á sviði tæknimála, frá því í október, segir að stefnubreyting fyrirtækisins á undanförnum árum, með því að leggja meiri áherslu á skýjaþjónustu en það hafði gert, sé nú að borga sig.
Microsoft er nú næst verðmætasta skráða félag í veröldinni á eftir Apple, með verðmiða upp á 810 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 100 þúsund milljörðum króna.
Apple, Microsoft og Amazon hafa skipst á að vera verðmætustu félögin á undanförnum mánuðum.
Our partner ecosystem propels cloud growth & customer innovation worldwide https://t.co/D3yGGRXoAu #MSPartner
— Microsoft Stories and News (@MSFTnews) February 5, 2019
Óhætt er að segja að hin tvö fyrrnefndu, Apple og Microsoft, séu með fulla vasa fjár. Laust fé frá rekstri (Cash on hand) hjá Apple nam um 237 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem nemur 52 þúsund milljörðum króna, í desember síðastliðnum og hjá Microsoft var það 133 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 16 þúsund milljörðum. Samanlagt er laust fé fyrirtækjanna 370 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 44 þúsund og fjögur hundruð milljörðum króna.
Það er upphæð sem dugar til að kaupa allar fasteignir á Íslandi 6 sinnum, miðað vð fasteignamat ársins 2018, en virði fasteigna á Íslandi var þá 7.300 milljarðar króna.