Birna með 4,2 milljónir á mánuði eftir 14,1 prósent lækkun

Birna hafði sjálft frumkvæði að því að laun hennar yrðu lækkuð, en þau eru þó enn hærri hjá Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans.

Birna Einarsdóttir
Auglýsing

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, er með 4,2 millj­ónir króna í mán­að­ar­laun, en laun hennar voru lækkuð um 14,1 pró­sent í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um, eftir að hún fór fram á það við stjórn bank­ans, sem varð við því. Launin fóru úr um 4,8 millj­ónum á mán­uði, niður í 4,2 millj­ón­ir. 

Laun Birnu eru því um 400 þús­und krónum hærri en hjá Lilju Björk Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans, en laun hennar eru um 3,8 millj­ónir á mán­uði.

Íslenska ríkið er eig­andi Íslands­banka, en það á einnig 98,2 pró­sent hlut í Lands­bank­anum (bank­inn sjálfur á svo 1,5 pró­sent af eigin hlut­u­m). 

Auglýsing

Eins og fram kom í dag þá gagn­rýndi Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, mikla launa­hækk­anir banka­stjóra Lands­bank­ans harð­lega, og sagði þær ekki í sam­ræmi við til­mæli frá fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra frá árinu 2017. 

Banka­ráð Lands­bank­ans svar­aði því með til­kynn­ingu og sagði að laun banka­stjór­ans væru í sam­ræmi við starfs­kjara­stefnu bank­ans

Laun banka­stjór­ans hafa hækkað um 82 pró­sent frá því ákvörðun um laun var færð undan kjara­ráði.

Birna Ein­­ar­s­dótt­ir, banka­­stjóri Íslands­­­banka, hafði frum­­kvæði að því að laun henn­ar yrðu lækkuð um 14,1% í nóv­­em­ber síð­ast­liðn­um, niður í 4,2 millj­­ón­ir króna.

Í til­kynn­ingu frá Íslands­banka segir að heild­ar­laun banka­stjóra Íslands­banka hafi hækkað um 4,6 pró­sent síð­ast­liðin tvö ár, en launa­vísi­tala hefur á sama tíma hækkað um rúm­lega 13 pró­sent. Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent