Þingflokkur Pírata harmar framkomu Snæbjörns Brynjarssonar um síðastliðna helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata í dag. Þingflokkurinn styður ákvörðun Snæbjarnar að segja af sér varaþingmennsku og virðir þá ábyrgð sem í henni felst.
Snæbjörn, varaþingmaður Pírata, ákvað í morgun að segja af sér varaþingmennsku eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu á skemmtistað í Reykjavík um helgina og sagt óviðeigandi hluti við blaðakonuna, Ernu Ýr Öldudóttur.
Í tilkynningunni frá þingflokknum kemur enn fremur fram að kjörnir fulltrúar eigi að sýna gott fordæmi. Snæbjörn hafi axlað ábyrgð á gjörðum sínum og tilkynnt þingflokki Pírata að hann segi af sér varaþingmennsku.
Auglýsing