Fyrrverandi borgarstjóri skipuð skrifstofustjóri jafnréttismála í forsætisráðuneytinu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur verið skipuð yfir nýrri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Hún var einn sex umsækjenda sem metnir voru vel hæfir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Auglýsing

Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­víkur og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á árunum 2007-2010, hefur verið skipuð í stöðu skrif­stofu­stjóra yfir nýrri skrif­stofu jafn­rétt­is­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skipar Stein­unni Val­dísi í starf­ið.

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur fram að umsækj­endur um emb­ættið hafi verið 30 tals­ins. Ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd mat sex umsækj­endur vel hæfa og var Stein­unn Val­dís ein þeirra.

Þar  segir enn fremur að Stein­unn Val­dís hafi víð­tæka þekk­ingu á jafn­rétt­is­mál­um. „Hún starf­aði m.a. fyrir Kven­fé­laga­sam­band Íslands árin 1992-1998 og sem fram­kvæmda­stjóri kvenna­heim­il­is­ins Hall­veig­ar­staða 1996-1998. Hún var borg­ar­full­trúi fyrir Kvenna­list­ann og síðar Reykja­vík­ur­list­ann og sat á þeim tíma í jafn­rétt­is­ráði. Hún var for­maður jafn­réttis­nefndar Reykja­vík­ur­borgar og for­maður Svanna, lána­trygg­ing­ar­sjóðs kvenna um ára­bil.“

Auglýsing


Stein­unn Val­dís lauk BA-­prófi í sagn­fræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og við­bót­ar­diplóma í opin­berri stjórn­sýslu frá sama skóla árið 2018. Árin 1986-1987 var Stein­unn Val­dís stjórn­ar­ráðs­full­trúi á launa­skrif­stofu fjár­mála­ráðu­neyt­is, borg­ar­full­trúi árin 1994-2007 og borg­ar­stjóri í Reykja­vík 2004-2006. Stein­unn Val­dís átti sæti á Alþingi 2007-2010. Frá 2011-2017 var hún sér­fræð­ingur og stað­geng­ill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu inn­viða í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Frá febr­úar 2017 hefur hún starfað sem sér­fræð­ingur og stað­geng­ill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu ferða­mála í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent