Fyrrverandi borgarstjóri skipuð skrifstofustjóri jafnréttismála í forsætisráðuneytinu

Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur verið skipuð yfir nýrri skrifstofu jafnréttismála í forsætisráðuneytinu. Hún var einn sex umsækjenda sem metnir voru vel hæfir.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Auglýsing

Stein­unn Val­dís Ósk­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Reykja­víkur og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á árunum 2007-2010, hefur verið skipuð í stöðu skrif­stofu­stjóra yfir nýrri skrif­stofu jafn­rétt­is­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu. Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skipar Stein­unni Val­dísi í starf­ið.

Í frétta­til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu kemur fram að umsækj­endur um emb­ættið hafi verið 30 tals­ins. Ráð­gef­andi hæfn­is­nefnd mat sex umsækj­endur vel hæfa og var Stein­unn Val­dís ein þeirra.

Þar  segir enn fremur að Stein­unn Val­dís hafi víð­tæka þekk­ingu á jafn­rétt­is­mál­um. „Hún starf­aði m.a. fyrir Kven­fé­laga­sam­band Íslands árin 1992-1998 og sem fram­kvæmda­stjóri kvenna­heim­il­is­ins Hall­veig­ar­staða 1996-1998. Hún var borg­ar­full­trúi fyrir Kvenna­list­ann og síðar Reykja­vík­ur­list­ann og sat á þeim tíma í jafn­rétt­is­ráði. Hún var for­maður jafn­réttis­nefndar Reykja­vík­ur­borgar og for­maður Svanna, lána­trygg­ing­ar­sjóðs kvenna um ára­bil.“

Auglýsing


Stein­unn Val­dís lauk BA-­prófi í sagn­fræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og við­bót­ar­diplóma í opin­berri stjórn­sýslu frá sama skóla árið 2018. Árin 1986-1987 var Stein­unn Val­dís stjórn­ar­ráðs­full­trúi á launa­skrif­stofu fjár­mála­ráðu­neyt­is, borg­ar­full­trúi árin 1994-2007 og borg­ar­stjóri í Reykja­vík 2004-2006. Stein­unn Val­dís átti sæti á Alþingi 2007-2010. Frá 2011-2017 var hún sér­fræð­ingur og stað­geng­ill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu inn­viða í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Frá febr­úar 2017 hefur hún starfað sem sér­fræð­ingur og stað­geng­ill skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu ferða­mála í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent