Nauðsynlegt að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir bandarískra stjórnvalda

Ungliðahreyfingar skora á stjórnvöld að þrýsta á utanríkisráðherra Bandaríkjanna að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á landamærum þarlendis verði stöðvuð. Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór munu hitta ráðherrann næstkomandi föstudag.

Mike Pompeo
Mike Pompeo
Auglýsing

Fimm ung­liða­hreyf­ingar skora á íslensk stjórn­völd að þrýsta á Mike Pompeo utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna að beita sér fyrir því að mann­rétt­inda­brot gegn börnum á landa­mærum þar­lendis verði stöðv­uð. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá hreyf­ing­unum sem send var til fjöl­miðla í morg­un. 

Utan­­­rík­is­­ráð­herra Banda­­ríkj­anna kemur til Ís­lands þann 15. febr­úar næst­kom­andi og mun hann hitta Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra og Guð­laug Þór Þórð­ar­­­son utan­­­rík­is­­ráð­herra. Pompeo mun dvelja í Evr­ópu dag­ana 11. til 15. febr­ú­ar. ­Fyr­ir­­hugað er að Pompeo muni ræða mál­efni norð­ur­­slóða við full­­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, for­ystu Ís­lands í norð­ur­­­skauts­ráð­inu og vax­andi efna­hags­­sam­­skipti ríkj­anna.

Nauð­syn­legt að rík­is­stjórnin sé ekki aðgerð­ar­laus áhorf­andi

Ung­liða­hreyf­ing­arnar telja nauð­syn­legt að rík­is­stjórn Íslands for­dæmi aðgerðir banda­rískra stjórn­valda en sé ekki aðgerð­ar­laus áhorf­andi í slíkum alvar­legum brot­um.

Auglýsing

„Ekk­ert barn á að þurfa að alast upp í varð­haldi og engu barni, né fjöl­skyldu þess, skal refsað fyrir að leita örygg­is. Það er ekk­ert póli­tískt við það að bjarga lífi barna og það er mik­il­vægt að hafa í huga að fólk sem er á flótta, til að halda lífi, hefur rétt á rétt­látri yfir­heyrslu, rétt­ar­haldi og mann­úð­legri máls­með­ferð,“ segir í áskor­un­inni.

Enn fremur kemur fram að sam­kvæmt barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna beri ríkjum að gera það sem barni er fyrir bestu þegar kemur að ákvörð­unum er snerta börn. Stefna Banda­ríkj­anna brjóti á ákvæðum sátt­mál­ans og vinni gegn til­gangi hans. Banda­ríkin séu ekki að aðskilja for­eldra og börn með þeirra hags­muni að leið­ar­ljósi heldur sem fyr­ir­byggj­andi refs­ingu gegn óskráðri komu for­eldra þeirra inn í land­ið. Stefnan muni hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir börnin og for­eldra þeirra.

Fimm ung­liða­hreyf­ingar skrifa undir áskor­un­ina: Ung vinstri græn, Ungir jafn­að­ar­menn, Ungir pírat­ar, ungir með­limir Sós­í­alista­flokks­ins og Upp­reisn.

Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Sistkynin Sansa, Arya og Bran Stark úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones.
Game of Thrones vinsælasti þátturinn til niðurhals
Fyrsta þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem sýndir eru á Stöð 2, hafði verið hlaðið niður tæplega sjö þúsund sinnum á deildu.net í gær. Íslendingar eru þannig enn að notfæra sér slíkan máta til að sækja sér efni til afþreyingar.
Kjarninn 20. apríl 2019
Lán lífeyrissjóða jukust um fjórðung að raunvirði milli ára
Heildareignir lífeyrissjóða nema yfir 4.400 milljörðum króna.
Kjarninn 19. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent