Nauðsynlegt að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir bandarískra stjórnvalda

Ungliðahreyfingar skora á stjórnvöld að þrýsta á utanríkisráðherra Bandaríkjanna að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á landamærum þarlendis verði stöðvuð. Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór munu hitta ráðherrann næstkomandi föstudag.

Mike Pompeo
Mike Pompeo
Auglýsing

Fimm ung­liða­hreyf­ingar skora á íslensk stjórn­völd að þrýsta á Mike Pompeo utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna að beita sér fyrir því að mann­rétt­inda­brot gegn börnum á landa­mærum þar­lendis verði stöðv­uð. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá hreyf­ing­unum sem send var til fjöl­miðla í morg­un. 

Utan­­­rík­is­­ráð­herra Banda­­ríkj­anna kemur til Ís­lands þann 15. febr­úar næst­kom­andi og mun hann hitta Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra og Guð­laug Þór Þórð­ar­­­son utan­­­rík­is­­ráð­herra. Pompeo mun dvelja í Evr­ópu dag­ana 11. til 15. febr­ú­ar. ­Fyr­ir­­hugað er að Pompeo muni ræða mál­efni norð­ur­­slóða við full­­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, for­ystu Ís­lands í norð­ur­­­skauts­ráð­inu og vax­andi efna­hags­­sam­­skipti ríkj­anna.

Nauð­syn­legt að rík­is­stjórnin sé ekki aðgerð­ar­laus áhorf­andi

Ung­liða­hreyf­ing­arnar telja nauð­syn­legt að rík­is­stjórn Íslands for­dæmi aðgerðir banda­rískra stjórn­valda en sé ekki aðgerð­ar­laus áhorf­andi í slíkum alvar­legum brot­um.

Auglýsing

„Ekk­ert barn á að þurfa að alast upp í varð­haldi og engu barni, né fjöl­skyldu þess, skal refsað fyrir að leita örygg­is. Það er ekk­ert póli­tískt við það að bjarga lífi barna og það er mik­il­vægt að hafa í huga að fólk sem er á flótta, til að halda lífi, hefur rétt á rétt­látri yfir­heyrslu, rétt­ar­haldi og mann­úð­legri máls­með­ferð,“ segir í áskor­un­inni.

Enn fremur kemur fram að sam­kvæmt barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna beri ríkjum að gera það sem barni er fyrir bestu þegar kemur að ákvörð­unum er snerta börn. Stefna Banda­ríkj­anna brjóti á ákvæðum sátt­mál­ans og vinni gegn til­gangi hans. Banda­ríkin séu ekki að aðskilja for­eldra og börn með þeirra hags­muni að leið­ar­ljósi heldur sem fyr­ir­byggj­andi refs­ingu gegn óskráðri komu for­eldra þeirra inn í land­ið. Stefnan muni hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir börnin og for­eldra þeirra.

Fimm ung­liða­hreyf­ingar skrifa undir áskor­un­ina: Ung vinstri græn, Ungir jafn­að­ar­menn, Ungir pírat­ar, ungir með­limir Sós­í­alista­flokks­ins og Upp­reisn.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent