Nauðsynlegt að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir bandarískra stjórnvalda

Ungliðahreyfingar skora á stjórnvöld að þrýsta á utanríkisráðherra Bandaríkjanna að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á landamærum þarlendis verði stöðvuð. Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór munu hitta ráðherrann næstkomandi föstudag.

Mike Pompeo
Mike Pompeo
Auglýsing

Fimm ung­liða­hreyf­ingar skora á íslensk stjórn­völd að þrýsta á Mike Pompeo utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna að beita sér fyrir því að mann­rétt­inda­brot gegn börnum á landa­mærum þar­lendis verði stöðv­uð. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá hreyf­ing­unum sem send var til fjöl­miðla í morg­un. 

Utan­­­rík­is­­ráð­herra Banda­­ríkj­anna kemur til Ís­lands þann 15. febr­úar næst­kom­andi og mun hann hitta Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra og Guð­laug Þór Þórð­ar­­­son utan­­­rík­is­­ráð­herra. Pompeo mun dvelja í Evr­ópu dag­ana 11. til 15. febr­ú­ar. ­Fyr­ir­­hugað er að Pompeo muni ræða mál­efni norð­ur­­slóða við full­­trúa rík­is­stjórn­ar­inn­ar, for­ystu Ís­lands í norð­ur­­­skauts­ráð­inu og vax­andi efna­hags­­sam­­skipti ríkj­anna.

Nauð­syn­legt að rík­is­stjórnin sé ekki aðgerð­ar­laus áhorf­andi

Ung­liða­hreyf­ing­arnar telja nauð­syn­legt að rík­is­stjórn Íslands for­dæmi aðgerðir banda­rískra stjórn­valda en sé ekki aðgerð­ar­laus áhorf­andi í slíkum alvar­legum brot­um.

Auglýsing

„Ekk­ert barn á að þurfa að alast upp í varð­haldi og engu barni, né fjöl­skyldu þess, skal refsað fyrir að leita örygg­is. Það er ekk­ert póli­tískt við það að bjarga lífi barna og það er mik­il­vægt að hafa í huga að fólk sem er á flótta, til að halda lífi, hefur rétt á rétt­látri yfir­heyrslu, rétt­ar­haldi og mann­úð­legri máls­með­ferð,“ segir í áskor­un­inni.

Enn fremur kemur fram að sam­kvæmt barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna beri ríkjum að gera það sem barni er fyrir bestu þegar kemur að ákvörð­unum er snerta börn. Stefna Banda­ríkj­anna brjóti á ákvæðum sátt­mál­ans og vinni gegn til­gangi hans. Banda­ríkin séu ekki að aðskilja for­eldra og börn með þeirra hags­muni að leið­ar­ljósi heldur sem fyr­ir­byggj­andi refs­ingu gegn óskráðri komu for­eldra þeirra inn í land­ið. Stefnan muni hafa skelfi­legar afleið­ingar fyrir börnin og for­eldra þeirra.

Fimm ung­liða­hreyf­ingar skrifa undir áskor­un­ina: Ung vinstri græn, Ungir jafn­að­ar­menn, Ungir pírat­ar, ungir með­limir Sós­í­alista­flokks­ins og Upp­reisn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent