Tæp 80 prósent félagsmanna Eflingar hlynntir verkfalli

Mikill meirihluti félagsmanna Eflingar styðja við kröfugerð félagsins í kjarasamningum en tæplega 80 prósent félagsmanna telja hana sanngjarna. Sama hlutfall félagsmanna segist hlynnt því að fara í verkfall til að knýja á launakröfur verkalýðsfélaganna.

Efling og VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Tæp­lega 80 pró­sent ­fé­lags­manna stétt­ar­fé­lags­ins Efl­ingar telja kröfu­gerð félags­ins í kjara­samn­ingum sann­gjarna, ­sam­kvæmt nýrri könnun Gallup. Sama hlut­fall seg­ist hlynnt því að fara í verk­fall til að knýja fram launa­kröfur verka­lýðs­fé­lag­anna. Í til­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að það sé ekki síst erlendur hluti vinnu­aflsins sem að fylkir sér bak við launa­kröf­urnar en sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar hefur stuðn­ingur við kröfur og verk­falls­að­gerðir auk vænt­inga um launa­hækk­anir í kjöl­far kjara­samn­inga til­hneig­ingu til að vera meiri meðal félaga af erlendum upp­runa.

Mikil aukn­ing á fjár­hags­á­hyggjum

Könnun leiðir einnig í ljós mikla aukn­ingu á fjár­hags­á­hyggjum meðal félags­manna eða um 16 pró­sent aukn­ingu frá  launa­könnun sem fram­kvæmd var í ágúst síð­ast­liðn­um. Meðal svar­enda voru 47 pró­sent sem sögð­ust hafa miklar eða mjög miklar fjár­hags­á­hyggjur í kjara­könnun í ágúst 2018. Aftur á móti segj­ast tals­vert fleiri eða 63 pró­sent hafa miklar eða mjög miklar áhyggjur í könn­un­inni sem fram­kvæmt var í jan­úar 2019. Það eru mestu fjár­hags­á­hyggjur sem hafa mælst í könn­unum Efl­ingar frá hruni, sam­kvæmt félaginu. 
Auglýsing

Spurn­ing­arnar voru lagðar fyrir full­vinn­andi félags­menn Efl­ingar með­ ­net­könn­un á tíma­bil­inu 19. til 26. jan­úar 2019. Haft var sam­band við 4758 félags­menn og þar af svör­uðu 1350. Nið­ur­stöður voru vigtaðar út frá atvinnu­grein og upp­runa.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent