Helmingi fleiri fasteignir auglýstar til sölu árið 2018

Fasteignum á söluskrá fjölgaði um 47 prósent í fyrra. Mest var aukningin í framboði á fasteignum í fjölbýli en einnig í sérbýli. Árið 2018 var meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu rúmar 44 milljónir og meðalverð sérbýlis 78 milljónir.

24643687230_3df3f30372_o.jpg
Auglýsing

Árið 2018 voru rúm­lega 24 þús­und fast­eignir aug­lýstar til sölu á land­inu öllu en það er 47 pró­sent aukn­ing á milli ára en árið 2017 vor­u ­rúm­lega 16 þús­und fast­eignir birtar nýjar inn á fast­eigna­sölu­vefi. Það er því ljóst að fram­boð fast­eigna til sölu jókst mikið á nýliðnu ári, á sama tíma og sölu­tími hélst nokkurn veg­inn óbreytt­ur. ­Mikil aukn­ing hefur orðið á fram­boði íbúða í fjöl­býl­is­húsum en tæp­lega 60 pró­sent aukn­ing var á nýjum aug­lýs­ingum fast­eigna í fjöl­býli í fyrra. Fram­boð ann­arra teg­unda hús­næðis fór einnig vax­andi á fast­eigna­mark­aðnum í fyrra en 30 pró­sent aukn­ing var í fjölda aug­lýstra sér­býla á milli ára. Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Vax­andi áhugi á fast­eigna­kaupum

Mynd: ÍbúðalánasjóðurEf bor­inn er sam­an með­al­­­fjöldi net­flett­inga á hverja nýja fast­­eigna­aug­lýs­ingu yfir tíma­bilið 2014 til 2018 kem­ur í ljós að hann fór stig­­vax­andi á ár­un­um 2014 til 2017. Hver fast­­eign var skoðuð að með­al­tali 550 sinn­um árið 2014 en flett­ing­um á hverri fast­­eign sem til sölu var fjölg­aði þar til árið  2017 þegar smellt var að með­al­tali rúm­­lega 1.000 sinn­um á hverja fast­­eigna­aug­lýs­ingu sem kom ný inn það árið. 

Með­al­sölu­tími fast­eigna var um 120 dagar árið 2014, hann jókst svo upp í 150 daga að með­al­tali árið 2015 en lækk­aði svo niður í tæp­lega 100 daga árið 2017. Það má því gera ráð fyrir því að vax­andi áhugi hafi orðið á fast­eigna­kaupum hafi auk­ist síðan 2015, þar sem flett­ingum fjölg­aði á sama tíma og sölu­tími styttist.

Auglýsing

Á nýliðnu ári dróst fjöldi flett­inga á hverja fast­eign þó ögn saman en hver fast­eign var skoðuð 870 sinn­um. Aftur á móti ef horft er til heild­ar­fjölda flett­inga fast­eigna­aug­lýs­inga á net­inu voru þær alls um 21 milljón tals­ins á árinu 2018 sam­an­borið við tæp­lega 17 millj­ónir flett­inga fast­eigna­aug­lýs­inga árið 2017 og 14 millj­ónir árið 2016. ­Sölu­tími á höf­uð­borg­ar­svæð­inu breytt­ist lítið árið 2018 frá fyrra ári. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins fór með­al­sölu­tími fast­eigna hins­vegar lækk­andi á nýliðnu ári líkt og þró­unin hefur verið allt frá árinu 2015. Til að mynda var tím­inn sem það tók að selja íbúð í fjöl­býli utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um 100 dagar árið 2018 sam­an­borið við um 270 daga árið 2015. 

Oft­ast smellt á aug­lýs­ingar í 108 og 104 

Á árinu 2018 voru flestar aug­lýstar fast­eignir í miðbæ Reykja­vík­ur, þar á eftir í Hlíð­un­um, og síðan Kór­a­hverf­inu í Kópa­vogi og Garða­bæ. Ef horft er til­ hverfa­skipt­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u eftir póst­núm­erum kemur fram að oft­ast er smellt á hverja aug­lýs­ingu vegna fast­eigna í hverf­unum 108 Reykja­vík og 104 Reykja­vík ef tekið er mið af með­al­fjölda flett­inga. Að með­al­tali voru virkar fast­eigna­aug­lýs­ingar skoð­aðar um 1.200 sinnum í þeim hverfum í fyrra. 

Ef horft er til lands­ins alls kemur í ljós að á nokkrum svæðum eru fast­eigna­aug­lýs­ing­ar að með­al­tali skoð­aðar oftar en í nokkru hverf­i höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Að með­al­tali var hver aug­lýst fast­eign í dreif­býli í kringum Akur­eyri skoðuð tæp­lega 1.600 sinnum á árinu 2018 en líkt en þó var fram­boð aug­lýstra fast­eigna þar heldur tak­markað eða inn­an­ við 100 eign­ir. Einnig var hver aug­lýst fast­eign ­skoðuð að með­al­tali oftar á Akra­nesi og Ak­ur­eyri utan Glerár en í nokkru af hverf­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. 

Leigu­verð hækk­aði um 8,3 pró­sent en íbúða­verð um 6,2 pró­sent

Mynd: ÍbúðalánasjóðurÁrið 2018 var í fyrsta skipti síðan 2013 þar sem leigu­verð hækk­aði meira en íbúða­verð milli ára. ­Leigu­verð hækk­aði um 8,3 pró­sent milli ára á sama tíma og íbúða­verð hækk­aði um 6,2 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Íbúða­verð hafði hækkað um 19 pró­sent milli ára á sama tíma árið 2017 og leigu­verð hækk­aði um 12 pró­sent. 

Í skýrsl­unni kemur fram að leigj­endur búa að jafn­aði í minni íbúðum en hús­næð­is­eig­endur og þeir eru færri á hverju heim­il­i að með­al­tali. Núver­andi hús­næði leigj­enda er að með­al­tali 78 fer­metrar að stærð sam­an­borið við 142 fer­metra ­meðal hús­næð­is­eig­enda. Að með­al­tali búa 2,4 ein­stak­lingar á hverju heim­ili leigj­enda sam­an­borið við 2,9 á hverju heim­ili hús­næð­is­eig­enda. ­Sam­kvæmt könn­un ­sem Íbúða­lán­sjóður stóð fyrir á dög­unum telja 38 pró­sent leigj­enda hús­næðið sem þeir búa í vera of lítið sam­an­borið við 16 pró­sent hús­næð­is­eig­enda. 

Með­al­verð sér­býlis rúm­lega 78 millj­ónir króna

Mynd: Íbúðalánasjóður

Sé litið til síð­ustu tveggja ára hefur vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem gefin er út af Þjóð­skrá Íslands hækkað um ríf­lega 20 pró­sennt. Með­al­verð fjöl­býlis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á árinu 2018 sam­kvæmt verð­sjá Þjóð­skrár Íslands var rúmar 44 millj­ónir króna og með­al­verð sér­býlis rúm­lega 78 millj­ónir króna. 

Tekjur fólks hafa ekki haldið í við þessar hækk­an­ir á fast­eigna­mark­aði en launa­vísi­tala sem reiknuð er á lands­vísu og gefin út af Hag­stofu Íslands hækk­að­i að­eins um 13,3 pró­sent milli des­em­ber 2016 og des­em­ber 2018. Lán­tak­endur þurfa hafa meira eigið fé á milli hand­anna

Þró­unin und­an­farna mán­uði og ár hefur verið sú að þrír stærstu líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, LSR, Gildi og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, hafa allir lækkað hámarks­veð­hlut­fall sitt úr 75 pró­sentum niður í 70 pró­sent.Lægstu vextir á verð­tryggðum lánum hafa lækkað und­an­farið en vextir óverð­tryggðra lána höfðu hækkað eilítið síð­ast­liðið haust og því eykst mun­ur­inn á greiðslu­byrði verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána enn meira. Þessi breyttu skil­yrði leiða því til þess að lán­tak­endur þurfa að hafa meira eigið fé á milli hand­anna til þess að kaupa sér íbúð eða taka við­bót­ar­lán á hærri vaxta­kjör­u­m. 

Í skýrsl­unni segir að aðili sem tók 75 pró­sent lán hjá einum af stærstu líf­eyr­is­sjóð­unum til þess að kaupa sér íbúð á með­al­verði fjöl­býlis árið 2018, sem var eins og áður sagði 44 millj­ón­ir, þurfti fyrir þessa veð­hlut­falls­lækkun að eiga um 11,1 milljón en hann þarf nú að eiga 13,3 millj­ónir eða fjár­magna kaupin með dýr­ara láni. Taki hann við­bót­ar­lán er mán­að­ar­leg greiðslu­byrði af óverð­tryggðu láni og láni með jöfnum afborg­unum hærra en af verð­tryggðu jafn­greiðslu­láni auk þess sem láns­tím­inn er styttri. Það leiðir til þess að erf­ið­ara er fyrir lán­tak­endur að stand­ast greiðslu­mat þar sem hærri mán­að­ar­legar greiðslur þýða að við­kom­andi þarf að hafa hærri tekj­ur.

7.000 íbúðir í bygg­ingu

Um 7.000 íbúðir eru þessa dag­ana í bygg­ingu hér á landi sam­­kvæmt skýrsl­unni. Af þess­um 7.000 íbúðum eru ríf­­lega 5.000 íbúðir í bygg­ingu á höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu. Næst á eft­ir höf­uð­borg­­ar­­svæð­inu eru flest­ar íbúðir í bygg­ingu á Suð­ur­­­nesj­um eða um 634 tals­ins. 

Í skýrsl­unni kemur einnig fram að alls var 1,5 millj­örðum króna úthlutað úr rík­is­sjóði til fjár­mögn­unar á 267 leigu­í­búðum fyrir tekju- og eigna­minni leigj­endur eða aðra félags­hópa í síð­ari úthlutun árs­ins 2018. Alls hefur stofn­fram­lögum verið úthlutað sex sinnum frá 2016 til 2018, sam­tals um 9 millj­örðum króna, til upp­bygg­ingar eða kaupa á tæp­lega 1.700 íbúð­um. Mark­mið með veit­ingu stofn­fram­laga er að bæta hús­næð­is­ör­yggi efna­minni fjöl­skyldna og ein­stak­linga með því að auka aðgengi að öruggu og við­eig­andi íbúð­ar­hús­næði til leigu, að því er segir í skýrslu íbúða­lána­sjóðs.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent