Fótbolti.net telur að fjölmiðlafrumvarp geti gert út um starfsemi sína

Framkvæmdastjóri Fótbolta.net segir að samkeppnisstaða miðilsins verði verulega skekkt ef drögum að frumvarpi um endurgreiðslur til fjölmiðla verði ekki breytt. Allir helstu samkeppnisaðilar miðilsins fái endurgreiðslur en hann ekki.

Screen Shot 2019-02-14 at 11.33.54.png
Auglýsing

Fjöl­mið­ill­inn Fót­bolt­i.­net telur að nýtt frum­varp um end­ur­greiðslur til fjöl­miðla vegna rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra geti gert út um starf­semi sína. Mið­ill­inn mun að óbreyttu ekki fá 25 pró­sent rit­stjórn­ar­kostn­aðar end­ur­greidd­an, líkt og frum­varpið gerir ráð fyrir að greiða þeim miðlum sem það nær til, þar sem hann sinnir ein­ungis umfjöllun um íþrótt­ir. 

Skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu úr rík­is­sjóði er að við­tak­endur upp­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ingi.

Hafliði Breið­fjörð Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Fót­bolt­i.­net, skil­aði í dag umsögn um frum­varpið inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Þar gerir hann, fyrir hönd síns fjöl­mið­ils, alvar­legar athuga­semdir við að sam­keppn­is­staða fjöl­miðla verði gríð­ar­lega skert verði lögin sett sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi drög­um.

Auglýsing
Í umsögn Haf­liða seg­ir:„­Fót­bolt­i.­net er í sam­keppni við íþrótta­síður mbl.is, Vís­is.is, DV/433.is og Frétta­blaðs­ins. Ef ég skil drögin rétt fá allir þessir miðlar end­ur­greiðsl­una. Fót­bolt­i.­net mun hins­vegar ekki fá end­ur­greiðsl­una ver­andi ein­ungis íþrótta­mið­ill. Sam­keppn­is­staða okkar verður veru­lega skekkt. Það þýðir að sam­keppni um starfs­fólk verður nán­ast von­laus enda þurfum við að leggja fram 33% meiri pen­ing til að greiða starfs­manni sömu laun og sam­keppn­is­að­il­arnir sem fá 25% end­ur­greiðslu.“

Þetta gæti gert út um starf­semi Fót­bolta.­net sem rek­inn hefur verið í 17 ár og alltaf greitt reikn­inga og gjöld á réttum tíma, sam­kvæmt Haf­liða. „Hvetjum ykkur því til að gæta að því að vernda alla fjöl­miðla með setn­ingu lag­anna en ekki gera rekstur ákveð­inna fjöl­miðla erf­ið­ar­i.“

Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varpið rennur út á morg­un, föstu­dag­inn 15. febr­ú­ar.

Börn eiga alltaf rétt á stuðningi og heildstæðu mati
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingar á útlendingalögum.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Orð Ragnars Þórs „ómakleg árás“ á leigufélag sem rutt hefur brautina
Almenna leigufélagið hafnar því alfarið að félagið hafi hagað sér með óábyrgum hætti á markaði.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ragnar gefur Kviku frest til að „rifta“ kaupunum
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir stjórn félagsins standa þétt saman og hún sætti sig ekki við það hvernig Almenna leigufélagið starfar.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Guðlaugur ræddi við Guaidó og lýsti yfir formlegum stuðningi ríkisstjórnarinnar
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að auka við fjárstuðning við flóttamenn frá Venesúela.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ármann: Höfum ekkert með stjórn GAMMA að gera
Kvika er ekki orðinn eigandi Gamma. Forstjóri Kviku segir að misskilningur birtist í opnu bréfi VR.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Ólafur Kristófersson
Er árið 2007 komið á ný?
Kjarninn 18. febrúar 2019
Segja hækkun á leigu vera grimmd, taumlausa græðgi og mannvonsku
VR gefur Kviku banka 4 daga frest til þess að láta Almenna leigufélagið hætta því sem VR kallar grimmdarverk. VR mun taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá þeim ef leiga félagsins hækkar umfram verðlag og ef leigjendum verður ekki tryggt húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Leifsstöð
Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent
Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.
Kjarninn 18. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent