Fótbolti.net telur að fjölmiðlafrumvarp geti gert út um starfsemi sína

Framkvæmdastjóri Fótbolta.net segir að samkeppnisstaða miðilsins verði verulega skekkt ef drögum að frumvarpi um endurgreiðslur til fjölmiðla verði ekki breytt. Allir helstu samkeppnisaðilar miðilsins fái endurgreiðslur en hann ekki.

Screen Shot 2019-02-14 at 11.33.54.png
Auglýsing

Fjöl­mið­ill­inn Fót­bolt­i.­net telur að nýtt frum­varp um end­ur­greiðslur til fjöl­miðla vegna rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra geti gert út um starf­semi sína. Mið­ill­inn mun að óbreyttu ekki fá 25 pró­sent rit­stjórn­ar­kostn­aðar end­ur­greidd­an, líkt og frum­varpið gerir ráð fyrir að greiða þeim miðlum sem það nær til, þar sem hann sinnir ein­ungis umfjöllun um íþrótt­ir. 

Skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu úr rík­is­sjóði er að við­tak­endur upp­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ingi.

Hafliði Breið­fjörð Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Fót­bolt­i.­net, skil­aði í dag umsögn um frum­varpið inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Þar gerir hann, fyrir hönd síns fjöl­mið­ils, alvar­legar athuga­semdir við að sam­keppn­is­staða fjöl­miðla verði gríð­ar­lega skert verði lögin sett sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi drög­um.

Auglýsing
Í umsögn Haf­liða seg­ir:„­Fót­bolt­i.­net er í sam­keppni við íþrótta­síður mbl.is, Vís­is.is, DV/433.is og Frétta­blaðs­ins. Ef ég skil drögin rétt fá allir þessir miðlar end­ur­greiðsl­una. Fót­bolt­i.­net mun hins­vegar ekki fá end­ur­greiðsl­una ver­andi ein­ungis íþrótta­mið­ill. Sam­keppn­is­staða okkar verður veru­lega skekkt. Það þýðir að sam­keppni um starfs­fólk verður nán­ast von­laus enda þurfum við að leggja fram 33% meiri pen­ing til að greiða starfs­manni sömu laun og sam­keppn­is­að­il­arnir sem fá 25% end­ur­greiðslu.“

Þetta gæti gert út um starf­semi Fót­bolta.­net sem rek­inn hefur verið í 17 ár og alltaf greitt reikn­inga og gjöld á réttum tíma, sam­kvæmt Haf­liða. „Hvetjum ykkur því til að gæta að því að vernda alla fjöl­miðla með setn­ingu lag­anna en ekki gera rekstur ákveð­inna fjöl­miðla erf­ið­ar­i.“

Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varpið rennur út á morg­un, föstu­dag­inn 15. febr­ú­ar.

Ísland með langminnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum
Ísland fellur enn á árlegum lista yfir vísitölu fjölmiðlafrelsis. Súrnun í samskiptum stjórnmálamanna og fjölmiðla nefnd sem ástæða. Hin Norðurlöndin eru öll á meðal þeirra fimm landa sem njóta mest fjölmiðlafrelsis.
Kjarninn 18. apríl 2019
Haukur Arnþórsson
Umferðin eykst með sjálfkeyrandi bílum
Kjarninn 18. apríl 2019
Rannsókn Mueller snérist að uppistöðu um hvort að Rússar hefðu beitt sér í forsetakosningunum 2016, sem Donald Trump vann.
Mueller fann tíu dæmi um mögulega hindrun á framgang réttvísinnar
Skýrsla Roberts Mueller verður afhend þingmönnum í Bandaríkjunum í dag. Á blaðamannafundi sagði dómsmálaráðherrann að Trump hefði tengst tíu atvikum sem mögulega hindruðu framgang réttvísinnar, en hann teldi sjálfur að fælu ekki í sér glæpi.
Kjarninn 18. apríl 2019
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lífskjarasamningarnir: Rykið sest
Kjarninn 18. apríl 2019
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar
Allir þessir heimar – Galdrahöfundur tveggja tungumála
Kjarninn 18. apríl 2019
Sigríður Á. Andersen þegar hún yfirgaf sinn síðasta ríkisráðsfund. Að minnsta kosti í bili.
Það helsta hingað til: Afsögn Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Eitt mál sem stendur þar upp úr er afsögn dómsmálaráðherra og dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
Kjarninn 18. apríl 2019
WOW skuldaði Isavia tvo milljarða í lok febrúar
Isavia gerði samkomulag við WOW air í september í fyrra um hvernig flugfélagið gæti greitt himinháa skuld sína við ríkisfyrirtækið. Á grundvelli þess samkomulags gat Isavia haldið vél frá WOW air á Keflavíkurflugvelli sem veði fyrir greiðslu.
Kjarninn 18. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent