Fótbolti.net telur að fjölmiðlafrumvarp geti gert út um starfsemi sína

Framkvæmdastjóri Fótbolta.net segir að samkeppnisstaða miðilsins verði verulega skekkt ef drögum að frumvarpi um endurgreiðslur til fjölmiðla verði ekki breytt. Allir helstu samkeppnisaðilar miðilsins fái endurgreiðslur en hann ekki.

Screen Shot 2019-02-14 at 11.33.54.png
Auglýsing

Fjöl­mið­ill­inn Fót­bolt­i.­net telur að nýtt frum­varp um end­ur­greiðslur til fjöl­miðla vegna rit­stjórn­ar­kostn­aðar þeirra geti gert út um starf­semi sína. Mið­ill­inn mun að óbreyttu ekki fá 25 pró­sent rit­stjórn­ar­kostn­aðar end­ur­greidd­an, líkt og frum­varpið gerir ráð fyrir að greiða þeim miðlum sem það nær til, þar sem hann sinnir ein­ungis umfjöllun um íþrótt­ir. 

Skil­yrði fyrir end­ur­greiðslu úr rík­is­sjóði er að við­tak­endur upp­­­fylli ýmis skil­yrði fjöl­miðla­laga, efni þeirra sé fjöl­breytt og fyrir allan almenn­ing og bygg­ist á frétt­um, frétta­tengdu efni og sam­­fé­lags­um­ræðu í víðum skiln­ingi.

Hafliði Breið­fjörð Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri Fót­bolt­i.­net, skil­aði í dag umsögn um frum­varpið inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. Þar gerir hann, fyrir hönd síns fjöl­mið­ils, alvar­legar athuga­semdir við að sam­keppn­is­staða fjöl­miðla verði gríð­ar­lega skert verði lögin sett sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi drög­um.

Auglýsing
Í umsögn Haf­liða seg­ir:„­Fót­bolt­i.­net er í sam­keppni við íþrótta­síður mbl.is, Vís­is.is, DV/433.is og Frétta­blaðs­ins. Ef ég skil drögin rétt fá allir þessir miðlar end­ur­greiðsl­una. Fót­bolt­i.­net mun hins­vegar ekki fá end­ur­greiðsl­una ver­andi ein­ungis íþrótta­mið­ill. Sam­keppn­is­staða okkar verður veru­lega skekkt. Það þýðir að sam­keppni um starfs­fólk verður nán­ast von­laus enda þurfum við að leggja fram 33% meiri pen­ing til að greiða starfs­manni sömu laun og sam­keppn­is­að­il­arnir sem fá 25% end­ur­greiðslu.“

Þetta gæti gert út um starf­semi Fót­bolta.­net sem rek­inn hefur verið í 17 ár og alltaf greitt reikn­inga og gjöld á réttum tíma, sam­kvæmt Haf­liða. „Hvetjum ykkur því til að gæta að því að vernda alla fjöl­miðla með setn­ingu lag­anna en ekki gera rekstur ákveð­inna fjöl­miðla erf­ið­ar­i.“

Frestur til að skila inn umsögnum um frum­varpið rennur út á morg­un, föstu­dag­inn 15. febr­ú­ar.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent