Menntun bankamanna hefur tekið stakkaskiptum frá hruni

Þegar íslensku bankarnir störfuðu út um allan heim og stærð þeirra var margföld landsframleiðsla voru einungis 8,8 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja með mastersgráðu. Í dag er hlutfall starfsmanna sem hafa lokið háskólanámi miklu hærra.

Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Auglýsing

Fjöldi þeirra starfsmanna fjármálafyrirtækja sem hafa lokið að minnsta kosti mastersgráðu eða MBA námi hefur hlutfallslega aukist mikið á undanförnum árum.

Í október síðastliðnum var staðan þannig að 23,7 prósent starfsmanna þeirra höfðu lokið mastersgráðu eða MBA námi og 36,5 prósent höfðu lokið BS/BA gráðu eða sambærilegu háskólanámi. Þá höfðu 0,6 prósent lokið doktorsnámi og því höfðu tæplega 61 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja lokið einhvers konar háskólanámi.

Þetta kemur fram í kjara­könnun sem Gallup gerði fyrir Sam­tök starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja (SSF) í októ­ber í fyrra. Alls tóku 2.786 félags­menn samtakanna þátt, sem þýðir að þátt­takan var 74 pró­sent. Þorri félags­manna í sam­tök­unum vinnur hjá bönkum lands­ins.

Þessi menntunarstaða er töluvert önnur en þegar íslenska bankaútrásin stóð sem hæst. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að í maí 2008, þegar íslensku bankarnir Kaupþing, Landsbanki Íslands og Glitnir störfuðu út um allan heim ásamt fjölda stórra fjárfestingafélaga og stærð bankanna var margföld íslensk þjóðarframleiðsla eftir tuttugufaldan vöxt á rúmum sex árum, voru einungis 8,8 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja með mastersgráðu eða höfðu lokið MBA námi. 28 prósent höfðu lokið BA/BS gráðu eða sambærilegu háskólanámi.

Auglýsing
Á sama tíma höfðu 62,9 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækjanna ekki lokið neinni háskólagráðu.

Yngra fólkið mun betur menntað

Þróunin í átt að menntaðra vinnuafli innan fjármálafyrirtækjanna hefur verið stöðug frá bankahruni. Í október 2010, þegar búið var að endurreisa föllnu bankana með nýjum kennitölum hafði hlutfall þeirra sem sem lokið höfðu mastersgráðu eða MBA námi hækkað í 11,8 prósent og fjöldi þeirra sem lokið höfðu grunngráðu í háskóla einnig hækkað lítillega. Í febrúar 2013 var hlutfall mastersgráðuhafa og þeirra sem lokið höfðu MBA námi orðið 15,7 prósent og í sama mánuði þremur árum síðar 20,2 prósent. Að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem hefur lokið BA/BS námi eða sambærilegu vaxið umtalsvert á tímabilinu og var orðið 35,4 prósent í febrúar 2016.Úr kjarakönnun Gallup sem gerð var opinber í lok nóvember 2018.

Það kemur kannski lítið á óvart en yngra starfsfólk fjármálafyrirtækja er mun líklegra til að vera með háskólamenntun en það sem eldra er. Þannig eru 78 prósent slíkra sem eru undir 34 ára annað hvort með BA/BS gráðu eða masters- og/eða doktorsgráðu. Í aldurshópnum 35-44 er það hlutfall enn hærra, eða 84 prósent. Þar af hafa 38 prósent þeirra sem tilheyra hópnum lokið masters- eða doktorsgráðu. Í aldurshópnum 55 til 68 ára snýst dæmið hins vegar við. Þar eru einungis 24 prósent með háskólamenntun. Hlutfall þeirra starfsmanna fjármálafyrirtækja sem eru á því aldursbili sem eru með masters- eða doktorsgráðu er sjö prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent