Menntun bankamanna hefur tekið stakkaskiptum frá hruni

Þegar íslensku bankarnir störfuðu út um allan heim og stærð þeirra var margföld landsframleiðsla voru einungis 8,8 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja með mastersgráðu. Í dag er hlutfall starfsmanna sem hafa lokið háskólanámi miklu hærra.

Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Auglýsing

Fjöldi þeirra starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja sem hafa lokið að minnsta kosti masters­gráðu eða MBA námi hefur hlut­falls­lega auk­ist mikið á und­an­förnum árum.

Í októ­ber síð­ast­liðnum var staðan þannig að 23,7 pró­sent starfs­manna þeirra höfðu lokið masters­gráðu eða MBA námi og 36,5 pró­sent höfðu lokið BS/BA gráðu eða sam­bæri­legu háskóla­námi. Þá höfðu 0,6 pró­sent lokið dokt­ors­námi og því höfðu tæp­lega 61 pró­sent starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja lokið ein­hvers konar háskóla­námi.

Þetta kemur fram í kjara­könnun sem Gallup gerði fyrir Sam­tök starfs­­manna fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja (SSF) í októ­ber í fyrra. Alls tóku 2.786 félags­­­menn sam­tak­anna þátt, sem þýðir að þátt­takan var 74 pró­­sent. Þorri félags­­­manna í sam­tök­unum vinnur hjá bönkum lands­ins.

Þessi mennt­un­ar­staða er tölu­vert önnur en þegar íslenska banka­út­rásin stóð sem hæst. Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kemur fram að í maí 2008, þegar íslensku bank­arnir Kaup­þing, Lands­banki Íslands og Glitnir störf­uðu út um allan heim ásamt fjölda stórra fjár­fest­inga­fé­laga og stærð bank­anna var marg­föld íslensk þjóð­ar­fram­leiðsla eftir tutt­ugu­faldan vöxt á rúmum sex árum, voru ein­ungis 8,8 pró­sent starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja með masters­gráðu eða höfðu lokið MBA námi. 28 pró­sent höfðu lokið BA/BS gráðu eða sam­bæri­legu háskóla­námi.

Auglýsing
Á sama tíma höfðu 62,9 pró­sent starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna ekki lokið neinni háskóla­gráðu.

Yngra fólkið mun betur menntað

Þró­unin í átt að mennt­aðra vinnu­afli innan fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna hefur verið stöðug frá banka­hruni. Í októ­ber 2010, þegar búið var að end­ur­reisa föllnu bank­ana með nýjum kenni­tölum hafði hlut­fall þeirra sem sem lokið höfðu masters­gráðu eða MBA námi hækkað í 11,8 pró­sent og fjöldi þeirra sem lokið höfðu grunn­gráðu í háskóla einnig hækkað lít­il­lega. Í febr­úar 2013 var hlut­fall masters­gráðu­hafa og þeirra sem lokið höfðu MBA námi orðið 15,7 pró­sent og í sama mán­uði þremur árum síðar 20,2 pró­sent. Að sama skapi hefur hlut­fall þeirra sem hefur lokið BA/BS námi eða sam­bæri­legu vaxið umtals­vert á tíma­bil­inu og var orðið 35,4 pró­sent í febr­úar 2016.Úr kjarakönnun Gallup sem gerð var opinber í lok nóvember 2018.

Það kemur kannski lítið á óvart en yngra starfs­fólk fjár­mála­fyr­ir­tækja er mun lík­legra til að vera með háskóla­menntun en það sem eldra er. Þannig eru 78 pró­sent slíkra sem eru undir 34 ára annað hvort með BA/BS gráðu eða masters- og/eða dokt­ors­gráðu. Í ald­urs­hópnum 35-44 er það hlut­fall enn hærra, eða 84 pró­sent. Þar af hafa 38 pró­sent þeirra sem til­heyra hópnum lokið masters- eða dokt­ors­gráðu. Í ald­urs­hópnum 55 til 68 ára snýst dæmið hins vegar við. Þar eru ein­ungis 24 pró­sent með háskóla­mennt­un. Hlut­fall þeirra starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja sem eru á því ald­urs­bili sem eru með masters- eða dokt­ors­gráðu er sjö pró­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent