Menntun bankamanna hefur tekið stakkaskiptum frá hruni

Þegar íslensku bankarnir störfuðu út um allan heim og stærð þeirra var margföld landsframleiðsla voru einungis 8,8 prósent starfsmanna fjármálafyrirtækja með mastersgráðu. Í dag er hlutfall starfsmanna sem hafa lokið háskólanámi miklu hærra.

Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Fyrir hrun skorti töluvert á það að starfsmenn fjármálafyrirtækja hefðu haft viðveru í háskólum landsins.
Auglýsing

Fjöldi þeirra starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja sem hafa lokið að minnsta kosti masters­gráðu eða MBA námi hefur hlut­falls­lega auk­ist mikið á und­an­förnum árum.

Í októ­ber síð­ast­liðnum var staðan þannig að 23,7 pró­sent starfs­manna þeirra höfðu lokið masters­gráðu eða MBA námi og 36,5 pró­sent höfðu lokið BS/BA gráðu eða sam­bæri­legu háskóla­námi. Þá höfðu 0,6 pró­sent lokið dokt­ors­námi og því höfðu tæp­lega 61 pró­sent starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja lokið ein­hvers konar háskóla­námi.

Þetta kemur fram í kjara­könnun sem Gallup gerði fyrir Sam­tök starfs­­manna fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja (SSF) í októ­ber í fyrra. Alls tóku 2.786 félags­­­menn sam­tak­anna þátt, sem þýðir að þátt­takan var 74 pró­­sent. Þorri félags­­­manna í sam­tök­unum vinnur hjá bönkum lands­ins.

Þessi mennt­un­ar­staða er tölu­vert önnur en þegar íslenska banka­út­rásin stóð sem hæst. Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kemur fram að í maí 2008, þegar íslensku bank­arnir Kaup­þing, Lands­banki Íslands og Glitnir störf­uðu út um allan heim ásamt fjölda stórra fjár­fest­inga­fé­laga og stærð bank­anna var marg­föld íslensk þjóð­ar­fram­leiðsla eftir tutt­ugu­faldan vöxt á rúmum sex árum, voru ein­ungis 8,8 pró­sent starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja með masters­gráðu eða höfðu lokið MBA námi. 28 pró­sent höfðu lokið BA/BS gráðu eða sam­bæri­legu háskóla­námi.

Auglýsing
Á sama tíma höfðu 62,9 pró­sent starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna ekki lokið neinni háskóla­gráðu.

Yngra fólkið mun betur menntað

Þró­unin í átt að mennt­aðra vinnu­afli innan fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna hefur verið stöðug frá banka­hruni. Í októ­ber 2010, þegar búið var að end­ur­reisa föllnu bank­ana með nýjum kenni­tölum hafði hlut­fall þeirra sem sem lokið höfðu masters­gráðu eða MBA námi hækkað í 11,8 pró­sent og fjöldi þeirra sem lokið höfðu grunn­gráðu í háskóla einnig hækkað lít­il­lega. Í febr­úar 2013 var hlut­fall masters­gráðu­hafa og þeirra sem lokið höfðu MBA námi orðið 15,7 pró­sent og í sama mán­uði þremur árum síðar 20,2 pró­sent. Að sama skapi hefur hlut­fall þeirra sem hefur lokið BA/BS námi eða sam­bæri­legu vaxið umtals­vert á tíma­bil­inu og var orðið 35,4 pró­sent í febr­úar 2016.Úr kjarakönnun Gallup sem gerð var opinber í lok nóvember 2018.

Það kemur kannski lítið á óvart en yngra starfs­fólk fjár­mála­fyr­ir­tækja er mun lík­legra til að vera með háskóla­menntun en það sem eldra er. Þannig eru 78 pró­sent slíkra sem eru undir 34 ára annað hvort með BA/BS gráðu eða masters- og/eða dokt­ors­gráðu. Í ald­urs­hópnum 35-44 er það hlut­fall enn hærra, eða 84 pró­sent. Þar af hafa 38 pró­sent þeirra sem til­heyra hópnum lokið masters- eða dokt­ors­gráðu. Í ald­urs­hópnum 55 til 68 ára snýst dæmið hins vegar við. Þar eru ein­ungis 24 pró­sent með háskóla­mennt­un. Hlut­fall þeirra starfs­manna fjár­mála­fyr­ir­tækja sem eru á því ald­urs­bili sem eru með masters- eða dokt­ors­gráðu er sjö pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent