Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent

Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Icelandair áformar að auka sæta­fram­boð sitt yfir sum­ar­tím­ann um 14 pró­sent nú í ár frá því sem var í fyrra að því er fram kemur í ferða­á­ætl­unum flug­fé­lag­anna sem fljúga um Kefla­vík­ur­flug­völl á kom­andi sumri. Áætl­anir gera ráð fyrir að fram­boð sæta hjá WOW air drag­ist saman um 44 pró­sent. Hjá öðrum flug­fé­lögum sem fljúga um  Kefla­vík­ur­flug­völl verður sam­an­lagt um 4 pró­sent sam­drátt­ur. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via sem send var út í dag en þar er bent á að hafa beri í huga að þessi flug­á­ætl­un, sem og aðr­ar, geti tekið breyt­ingum hjá flug­fé­lög­un­um.

Mesta fram­boð á flug­sætum verður til og frá Kaup­manna­höfn, sam­kvæmt Isa­via. Fram­boð á sætum til og frá Kaup­manna­höfn eykst um níu pró­sent frá því sem var í fyrra. Heild­ar­fram­boð á flug­sætum minnkar þó og fer úr 7,9 milljón flug­sætum á sum­ará­ætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flug­sæta í ár. Það er sam­dráttur upp á 10 pró­sent. 

Auglýsing

„Mis­mun­andi er þó hvort félögin eru að minnka sæta­fram­boð eða auka það. Wizz air eykur sæta­fram­boð sitt um 15 pró­sent, SAS um 22 pró­sent og Finnair um 10 pró­sent á meðan easyJet minnkar fram­boðið um 11 pró­es­ent, Brit­ish Airways um 23 pró­sent og Norweg­ian um 14 pró­esnt,“ segir í til­kynn­ingu Isa­via.

Útlit fyrir að flug­sætum til og frá Banda­ríkj­unum muni fækka

Sam­kvæmt áætl­unum félag­anna fyrir næsta sumar er útlit fyrir að flug­sætum til og frá Banda­ríkj­unum fækki um 29 pró­sent og til og frá Bret­landi um 22 pró­sent. Sæta­fram­boð til og frá Þýska­landi eykst hins vegar um 10 pró­sent, til og frá Nor­egi og Sviss um 16 pró­sent og Kanada um 18 pró­sent. Sam­kvæmt Isa­via er helsta skýr­ingin á minna fram­boði banda­rískra flug­sæta fækkun áfanga­staða í Banda­ríkj­unum og færri flug­sæti til og frá Bret­landi geta skýrst af minna sæta­fram­boði hjá bæði easyJet og Brit­ish Airways í sum­ar.

Sæta­fram­boð eykst á leiðum til og frá Kaup­manna­höfn, eða um 9 pró­sent milli ára. Þá eykst fram­boðið um 16 pró­sent til og frá Ósló. Það dregst saman um 18 pró­sent til og frá JFK-flug­velli í New York og um 9 pró­sent til og frá Par­ís.

Töl­urnar gilda fyrir tíma­bilið apríl til októ­ber 2019 og gildir sam­an­burð­ur­inn fyrir sama tíma­bil í fyrra. Sum­ar­tíma­bilið sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóða­sam­taka flug­fé­laga, IATA, nær frá lok mars ár hvert til loka októ­ber­mán­að­ar.

Skúli segir við­ræður ganga vel

Í frétt Frétta­blaðs­ins í dag var sagt frá því að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, hefði skrifað í tölvu­pósti til starfs­manna sinna að við­ræð­urnar við Indigo Partners gangi vel og að ósannir orðrómar um WOW air verði áfram á kreiki.

„Vet­ur­inn hefur verið erf­iður en ég get full­vissað ykkur um að við­ræð­urnar við Indigo Partners ganga vel og sam­kvæmt áætlun eins og þið sem takið beinan þátt í þeim vit­ið. Það er full­kom­lega eðli­legt að flóknar við­ræður og stórar fjár­fest­ingar taki lengri tíma en búist var við,“ skrif­aði Skúli í tölvu­póst­in­um.

„Á meðan við­ræð­unum stendur veit ég að þið fáið dag­lega spurn­ingar og það leikur eng­inn vafi á því að áfram verða ósannir orðrómar um WOW air á kreiki. En ég er sann­færður um að svo lengi sem við höldum áfram og ein­blínum á það, að bjóða lág verð, góða þjón­ustu og koma far­þegum tím­an­lega á áfanga­staði, muni okkur takast ætl­un­ar­verk­ið.“

Enn fremur kom fram í frétt­inni að Skúli hefði greint frá því í tölvu­póst­inu að rekst­ur­inn gangi vel á nýju ári. Til að mynda hefðu tekjur í jan­úar verið umfram áætl­un.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent