Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent

Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Icelandair áformar að auka sæta­fram­boð sitt yfir sum­ar­tím­ann um 14 pró­sent nú í ár frá því sem var í fyrra að því er fram kemur í ferða­á­ætl­unum flug­fé­lag­anna sem fljúga um Kefla­vík­ur­flug­völl á kom­andi sumri. Áætl­anir gera ráð fyrir að fram­boð sæta hjá WOW air drag­ist saman um 44 pró­sent. Hjá öðrum flug­fé­lögum sem fljúga um  Kefla­vík­ur­flug­völl verður sam­an­lagt um 4 pró­sent sam­drátt­ur. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via sem send var út í dag en þar er bent á að hafa beri í huga að þessi flug­á­ætl­un, sem og aðr­ar, geti tekið breyt­ingum hjá flug­fé­lög­un­um.

Mesta fram­boð á flug­sætum verður til og frá Kaup­manna­höfn, sam­kvæmt Isa­via. Fram­boð á sætum til og frá Kaup­manna­höfn eykst um níu pró­sent frá því sem var í fyrra. Heild­ar­fram­boð á flug­sætum minnkar þó og fer úr 7,9 milljón flug­sætum á sum­ará­ætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flug­sæta í ár. Það er sam­dráttur upp á 10 pró­sent. 

Auglýsing

„Mis­mun­andi er þó hvort félögin eru að minnka sæta­fram­boð eða auka það. Wizz air eykur sæta­fram­boð sitt um 15 pró­sent, SAS um 22 pró­sent og Finnair um 10 pró­sent á meðan easyJet minnkar fram­boðið um 11 pró­es­ent, Brit­ish Airways um 23 pró­sent og Norweg­ian um 14 pró­esnt,“ segir í til­kynn­ingu Isa­via.

Útlit fyrir að flug­sætum til og frá Banda­ríkj­unum muni fækka

Sam­kvæmt áætl­unum félag­anna fyrir næsta sumar er útlit fyrir að flug­sætum til og frá Banda­ríkj­unum fækki um 29 pró­sent og til og frá Bret­landi um 22 pró­sent. Sæta­fram­boð til og frá Þýska­landi eykst hins vegar um 10 pró­sent, til og frá Nor­egi og Sviss um 16 pró­sent og Kanada um 18 pró­sent. Sam­kvæmt Isa­via er helsta skýr­ingin á minna fram­boði banda­rískra flug­sæta fækkun áfanga­staða í Banda­ríkj­unum og færri flug­sæti til og frá Bret­landi geta skýrst af minna sæta­fram­boði hjá bæði easyJet og Brit­ish Airways í sum­ar.

Sæta­fram­boð eykst á leiðum til og frá Kaup­manna­höfn, eða um 9 pró­sent milli ára. Þá eykst fram­boðið um 16 pró­sent til og frá Ósló. Það dregst saman um 18 pró­sent til og frá JFK-flug­velli í New York og um 9 pró­sent til og frá Par­ís.

Töl­urnar gilda fyrir tíma­bilið apríl til októ­ber 2019 og gildir sam­an­burð­ur­inn fyrir sama tíma­bil í fyrra. Sum­ar­tíma­bilið sam­kvæmt skil­grein­ingu Alþjóða­sam­taka flug­fé­laga, IATA, nær frá lok mars ár hvert til loka októ­ber­mán­að­ar.

Skúli segir við­ræður ganga vel

Í frétt Frétta­blaðs­ins í dag var sagt frá því að Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, hefði skrifað í tölvu­pósti til starfs­manna sinna að við­ræð­urnar við Indigo Partners gangi vel og að ósannir orðrómar um WOW air verði áfram á kreiki.

„Vet­ur­inn hefur verið erf­iður en ég get full­vissað ykkur um að við­ræð­urnar við Indigo Partners ganga vel og sam­kvæmt áætlun eins og þið sem takið beinan þátt í þeim vit­ið. Það er full­kom­lega eðli­legt að flóknar við­ræður og stórar fjár­fest­ingar taki lengri tíma en búist var við,“ skrif­aði Skúli í tölvu­póst­in­um.

„Á meðan við­ræð­unum stendur veit ég að þið fáið dag­lega spurn­ingar og það leikur eng­inn vafi á því að áfram verða ósannir orðrómar um WOW air á kreiki. En ég er sann­færður um að svo lengi sem við höldum áfram og ein­blínum á það, að bjóða lág verð, góða þjón­ustu og koma far­þegum tím­an­lega á áfanga­staði, muni okkur takast ætl­un­ar­verk­ið.“

Enn fremur kom fram í frétt­inni að Skúli hefði greint frá því í tölvu­póst­inu að rekst­ur­inn gangi vel á nýju ári. Til að mynda hefðu tekjur í jan­úar verið umfram áætl­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent