Áætla að sætaframboð WOW air dragist saman um 44 prósent

Samkvæmt ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri mun framboð sæta hjá WOW air dragast saman um 44%. Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14%.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14 prósent nú í ár frá því sem var í fyrra að því er fram kemur í ferðaáætlunum flugfélaganna sem fljúga um Keflavíkurflugvöll á komandi sumri. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44 prósent. Hjá öðrum flugfélögum sem fljúga um  Keflavíkurflugvöll verður samanlagt um 4 prósent samdráttur. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia sem send var út í dag en þar er bent á að hafa beri í huga að þessi flugáætlun, sem og aðrar, geti tekið breytingum hjá flugfélögunum.

Mesta framboð á flugsætum verður til og frá Kaupmannahöfn, samkvæmt Isavia. Framboð á sætum til og frá Kaupmannahöfn eykst um níu prósent frá því sem var í fyrra. Heildarframboð á flugsætum minnkar þó og fer úr 7,9 milljón flugsætum á sumaráætlun í fyrra niður í 7,1 milljón flugsæta í ár. Það er samdráttur upp á 10 prósent. 

Auglýsing

„Mismunandi er þó hvort félögin eru að minnka sætaframboð eða auka það. Wizz air eykur sætaframboð sitt um 15 prósent, SAS um 22 prósent og Finnair um 10 prósent á meðan easyJet minnkar framboðið um 11 próesent, British Airways um 23 prósent og Norwegian um 14 próesnt,“ segir í tilkynningu Isavia.

Útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum muni fækka

Samkvæmt áætlunum félaganna fyrir næsta sumar er útlit fyrir að flugsætum til og frá Bandaríkjunum fækki um 29 prósent og til og frá Bretlandi um 22 prósent. Sætaframboð til og frá Þýskalandi eykst hins vegar um 10 prósent, til og frá Noregi og Sviss um 16 prósent og Kanada um 18 prósent. Samkvæmt Isavia er helsta skýringin á minna framboði bandarískra flugsæta fækkun áfangastaða í Bandaríkjunum og færri flugsæti til og frá Bretlandi geta skýrst af minna sætaframboði hjá bæði easyJet og British Airways í sumar.

Sætaframboð eykst á leiðum til og frá Kaupmannahöfn, eða um 9 prósent milli ára. Þá eykst framboðið um 16 prósent til og frá Ósló. Það dregst saman um 18 prósent til og frá JFK-flugvelli í New York og um 9 prósent til og frá París.

Tölurnar gilda fyrir tímabilið apríl til október 2019 og gildir samanburðurinn fyrir sama tímabil í fyrra. Sumartímabilið samkvæmt skilgreiningu Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA, nær frá lok mars ár hvert til loka októbermánaðar.

Skúli segir viðræður ganga vel

Í frétt Fréttablaðsins í dag var sagt frá því að Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, hefði skrifað í tölvupósti til starfsmanna sinna að viðræðurnar við Indigo Partners gangi vel og að ósannir orðrómar um WOW air verði áfram á kreiki.

„Veturinn hefur verið erfiður en ég get fullvissað ykkur um að viðræðurnar við Indigo Partners ganga vel og samkvæmt áætlun eins og þið sem takið beinan þátt í þeim vitið. Það er fullkomlega eðlilegt að flóknar viðræður og stórar fjárfestingar taki lengri tíma en búist var við,“ skrifaði Skúli í tölvupóstinum.

„Á meðan viðræðunum stendur veit ég að þið fáið daglega spurningar og það leikur enginn vafi á því að áfram verða ósannir orðrómar um WOW air á kreiki. En ég er sannfærður um að svo lengi sem við höldum áfram og einblínum á það, að bjóða lág verð, góða þjónustu og koma farþegum tímanlega á áfangastaði, muni okkur takast ætlunarverkið.“

Enn fremur kom fram í fréttinni að Skúli hefði greint frá því í tölvupóstinu að reksturinn gangi vel á nýju ári. Til að mynda hefðu tekjur í janúar verið umfram áætlun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent