Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni

Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa valdið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.

Primera air
Auglýsing

Rann­sóknir skipta­stjóra þrota­bús Pri­mer­a A­ir á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ing­ólfs­son­ar, „hafa leitt í ljós að mögu­legt sé að fyr­ir­svars­menn félags­ins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur til­vika. Þá hefur skipta­stjóri þrota­bús­ins það til skoð­unar hvernig staðið var að reikn­ings­skilum „þrota­manns­ins“ að öðru leyt­i. 

Í skýrsluni kemur jafn­framt fram að athugun skipta­stjóra á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. Þá hyggst skipta­stjóri höfða rift­un­ar­mál fyrir dóm­stól­um, meðal ann­ars á hendur Andra per­sónu­lega vegna tveggja ráð­staf­ana Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals 520 millj­ón­ir.  Frá þessu er greint frá í Mark­að­inum í dag.

Mögu­legt að ­þrota­bú­ið ­geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skilum

Pri­mer­a A­ir hætti í októ­ber síð­­ast­lið­inn starf­­semi eftir fjórtán ár í rekstri og var flug­­­fé­lag­ið, ásamt dótt­­ur­­fé­lögum sínum í Dan­­mörku og Lett­landi, í kjöl­farið tekið til gjald­­þrota­­skipta. Stjórn­­endur flug­­­fé­lags­ins sögð­u að horfur á flug­­­mark­aði hefðu farið hratt versn­andi, með hækk­­andi olíu­­verði og lækk­­andi flug­­far­­gjöld­um, og ekki hefði tek­ist að tryggja félag­inu fjár­­­mögnun til langs tíma. ­Lýstar kröfur í búið nema rúm­lega 10 millj­örðum króna og af þeim nema kröfur frá­ ­Arion ­banka sam­tals um 4,8 millj­örð­u­m. 

Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús­ins, Eiríkur Elís Þor­láks­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, lagði fram skýrslu skipta­stjóri á skipta­fundi þrota­bús­ins Pri­mer­a a­ir í gær, en Mark­að­ur­inn hefur hana undir hönd­un­um. Í skýrslu skipta­stjóra segir að ­at­hugun hans á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. End­ur­skoð­end­ur Pri­mer­a A­ir voru frá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­in­u Deloitte.

Greint hefur verið frá því end­ur­skoð­endur sem rýndu í árs­reikn­inga félaga innan Pri­mer­a-­sam­stæð­unnar í fyrra, fyrir árið 2017, teldu vafa leika á því að þeir væru í sam­ræmi við lög, reglur og góða end­ur­skoð­un­ar­venju. End­ur­skoð­endur töldu það til að mynda vand­séð að víkj­andi lán sem Pri­mer­a A­ir var veitt frá tengdum aðilum árið 2017 og breytti nei­kvæðri eig­in fjár­stöð­u í jákvæða get­i talis til eigin fjár félags­ins. Enn­fremur sögðu þeir það óvíst hvort að  félag­inu hafi verið heim­ilt að inn­leysa 13,3 millj­óna evra sölu­hagnað á árinu 2017 vegna end­ur­sölu á Boein­g-flug­vélum sem voru enn í smíðum og yrðu afhentar í apríl árið 2019. Andri Már Ing­­ólfs­­son, aðal­­eig­andi Pri­­mer­a-­­sam­­stæð­unn­­ar, hafn­aði því hins vegar í kjöl­farið að rang­­lega hafi verið staðið að gerð árs­­reikn­inga félag­anna.

Meta hvort að það sé grund­völlur fyrir skaða­bóta­kröfu

Sam­kvæmt skýrsl­unni lýsti skipta­stjóri yfir riftun á tveimur ráð­stöf­un­um Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals um 520 millj­ónir króna í nóv­em­ber­mán­uði í fyrra. Þeim rift­unum hefur báðum verið mót­mælt en skipta­stjóri þrota­bús­ins hyggst höfða rift­un­ar­mál, meðal ann­ars á hendur Andra Má per­sónu­lega, og láta reyna á end­ur­heimt þeirra verð­mæta fyrir dóm­stól­um. Í umfjöllun Mark­arð­ins segir að á skipta­fund­i Pri­mer­a A­ir í gær hafi verið ákveðið að ­Arion ­banki, sem stærsti kröfu­hafi bús­ins, fengi frest til tveggja vikna til að taka afstöðu um hvort höfða eigi rift­un­ar­mál. En ­Arion banki þurfti að færa niður tæp­lega 3 millj­arða króna í ábyrgðum og lán­veit­ingum vegna gjald­þrots Pri­mer­a.  

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að komið hafi fram við skýrslu­tökur að tölu­verð seinkun hafi orðið á afhend­ing­u A­ir­bus flug­véla til­ Pri­mer­a á árinu 2018. Það hafi kostað félagið umtals­verða fjár­muni að leigja aðrar vélar í stað­inn til að sinna áætl­un­ar­flugi. Engar bætur hafi feng­ist vegna þess­ara tafa og fram kemur í skýrsl­unni að skipta­stjóri hafi leit­ast við að fá upp­lýs­ingar frá stjórn­end­um Pri­mer­a svo hægt sé að meta hvort grund­völlur geti verið fyrir skaða­bóta­kröfu.

Almennar kröfur nema um 7.080 millj­ónum króna

Sam­þykktar lýstar veð­kröfur í búið, frá­ ­Arion ­banka og Lands­bank­an­um, eru sam­tals 1.975 millj­ónir og af þeim nema kröf­ur ­Arion ­banka 1.755 millj­ón­um. Fram kemur í skýrslu skipta­stjóra að stærstur hluti við­ur­kenndra veð­krafna ­Arion ­banka muni enda sem almenn krafa þar sem und­ir­liggj­andi veð­trygg­ing bank­ans dugar ekki til fulln­ustu veð­krafn­anna.

Sam­tals nema almennar kröf­ur, án til­lits til veð­krafna ­Arion ­banka, um 7.080 millj­ónum króna. ­Arion ­banki er einnig stærsti almenni kröfu­haf­inn með lýstar kröfur upp á rúm­lega 2,5 millj­arða en aðrir stórir kröfu­hafar eru Pri­mer­a Tra­vel Group ­með 1.478 millj­óna kröfu og þá hefur félag í eigu dönsku ferða­skrif­stof­unn­ar Bravo To­ur­s lýst kröfu í búið að fjár­hæð tæp­lega 1.400 millj­ónir króna. Eft­ir­stæðar kröfur í þrota­búið nema sam­tals um 1.019 millj­ónum króna. Ekki hefur verið tekin afstaða til almennra og eft­ir­stæðra krafna að svo stöddu.

Gæti verið að það fáist ekk­ert upp í almennar kröfur

Að lokum segir í skýrsl­unni að teknu til­liti til áfall­ins óreikn­ings­færðs skipta­kostn­aðar upp á 12 millj­ón­ir, sem og kostn­aðar sem mun falla til við þær aðgerðir skipta­stjóra sem hann hyggst ráð­ast í, muni ekki fást neitt upp í almennar kröfur nema búið end­ur­heimti þá fjár­muni sem aðgerðir skipta­stjóra miða að að verði sótt­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeim fjölgar á Íslandi sem búa við þröngan húsakost
Ef litið er á tekjufimmtunga varð mesta breytingin á milli 2016 og 2018 hjá þeim sem eru í lægsta tekjubilinu, en árið 2016 bjuggu 14,3 prósent einstaklingar á heimili við þröngbýli en 30,2 prósent árið 2018.
Kjarninn 16. desember 2019
Ólafur Valsson
Þjóðaröryggi, jarðstrengir og rafmagn á Dalvík
Kjarninn 16. desember 2019
Helgi Seljan og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Forseti Alþingis minnist Helga Seljan
Steingrímur J. Sigfússon minntist fyrrverandi þingmannsins, Helga Seljan, á þingi í dag. „Helgi var einkar vel látinn í hópi þingmanna fyrir sitt glaða skap, heiðarleika og hreinskiptni í samstarfi, svo og fyrir dugnað og alúð við þingstörfin.“
Kjarninn 16. desember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund
Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.
Kjarninn 16. desember 2019
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent