Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni

Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa valdið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.

Primera air
Auglýsing

Rann­sóknir skipta­stjóra þrota­bús Pri­mer­a A­ir á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ing­ólfs­son­ar, „hafa leitt í ljós að mögu­legt sé að fyr­ir­svars­menn félags­ins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur til­vika. Þá hefur skipta­stjóri þrota­bús­ins það til skoð­unar hvernig staðið var að reikn­ings­skilum „þrota­manns­ins“ að öðru leyt­i. 

Í skýrsluni kemur jafn­framt fram að athugun skipta­stjóra á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. Þá hyggst skipta­stjóri höfða rift­un­ar­mál fyrir dóm­stól­um, meðal ann­ars á hendur Andra per­sónu­lega vegna tveggja ráð­staf­ana Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals 520 millj­ón­ir.  Frá þessu er greint frá í Mark­að­inum í dag.

Mögu­legt að ­þrota­bú­ið ­geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skilum

Pri­mer­a A­ir hætti í októ­ber síð­­ast­lið­inn starf­­semi eftir fjórtán ár í rekstri og var flug­­­fé­lag­ið, ásamt dótt­­ur­­fé­lögum sínum í Dan­­mörku og Lett­landi, í kjöl­farið tekið til gjald­­þrota­­skipta. Stjórn­­endur flug­­­fé­lags­ins sögð­u að horfur á flug­­­mark­aði hefðu farið hratt versn­andi, með hækk­­andi olíu­­verði og lækk­­andi flug­­far­­gjöld­um, og ekki hefði tek­ist að tryggja félag­inu fjár­­­mögnun til langs tíma. ­Lýstar kröfur í búið nema rúm­lega 10 millj­örðum króna og af þeim nema kröfur frá­ ­Arion ­banka sam­tals um 4,8 millj­örð­u­m. 

Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús­ins, Eiríkur Elís Þor­láks­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, lagði fram skýrslu skipta­stjóri á skipta­fundi þrota­bús­ins Pri­mer­a a­ir í gær, en Mark­að­ur­inn hefur hana undir hönd­un­um. Í skýrslu skipta­stjóra segir að ­at­hugun hans á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. End­ur­skoð­end­ur Pri­mer­a A­ir voru frá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­in­u Deloitte.

Greint hefur verið frá því end­ur­skoð­endur sem rýndu í árs­reikn­inga félaga innan Pri­mer­a-­sam­stæð­unnar í fyrra, fyrir árið 2017, teldu vafa leika á því að þeir væru í sam­ræmi við lög, reglur og góða end­ur­skoð­un­ar­venju. End­ur­skoð­endur töldu það til að mynda vand­séð að víkj­andi lán sem Pri­mer­a A­ir var veitt frá tengdum aðilum árið 2017 og breytti nei­kvæðri eig­in fjár­stöð­u í jákvæða get­i talis til eigin fjár félags­ins. Enn­fremur sögðu þeir það óvíst hvort að  félag­inu hafi verið heim­ilt að inn­leysa 13,3 millj­óna evra sölu­hagnað á árinu 2017 vegna end­ur­sölu á Boein­g-flug­vélum sem voru enn í smíðum og yrðu afhentar í apríl árið 2019. Andri Már Ing­­ólfs­­son, aðal­­eig­andi Pri­­mer­a-­­sam­­stæð­unn­­ar, hafn­aði því hins vegar í kjöl­farið að rang­­lega hafi verið staðið að gerð árs­­reikn­inga félag­anna.

Meta hvort að það sé grund­völlur fyrir skaða­bóta­kröfu

Sam­kvæmt skýrsl­unni lýsti skipta­stjóri yfir riftun á tveimur ráð­stöf­un­um Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals um 520 millj­ónir króna í nóv­em­ber­mán­uði í fyrra. Þeim rift­unum hefur báðum verið mót­mælt en skipta­stjóri þrota­bús­ins hyggst höfða rift­un­ar­mál, meðal ann­ars á hendur Andra Má per­sónu­lega, og láta reyna á end­ur­heimt þeirra verð­mæta fyrir dóm­stól­um. Í umfjöllun Mark­arð­ins segir að á skipta­fund­i Pri­mer­a A­ir í gær hafi verið ákveðið að ­Arion ­banki, sem stærsti kröfu­hafi bús­ins, fengi frest til tveggja vikna til að taka afstöðu um hvort höfða eigi rift­un­ar­mál. En ­Arion banki þurfti að færa niður tæp­lega 3 millj­arða króna í ábyrgðum og lán­veit­ingum vegna gjald­þrots Pri­mer­a.  

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að komið hafi fram við skýrslu­tökur að tölu­verð seinkun hafi orðið á afhend­ing­u A­ir­bus flug­véla til­ Pri­mer­a á árinu 2018. Það hafi kostað félagið umtals­verða fjár­muni að leigja aðrar vélar í stað­inn til að sinna áætl­un­ar­flugi. Engar bætur hafi feng­ist vegna þess­ara tafa og fram kemur í skýrsl­unni að skipta­stjóri hafi leit­ast við að fá upp­lýs­ingar frá stjórn­end­um Pri­mer­a svo hægt sé að meta hvort grund­völlur geti verið fyrir skaða­bóta­kröfu.

Almennar kröfur nema um 7.080 millj­ónum króna

Sam­þykktar lýstar veð­kröfur í búið, frá­ ­Arion ­banka og Lands­bank­an­um, eru sam­tals 1.975 millj­ónir og af þeim nema kröf­ur ­Arion ­banka 1.755 millj­ón­um. Fram kemur í skýrslu skipta­stjóra að stærstur hluti við­ur­kenndra veð­krafna ­Arion ­banka muni enda sem almenn krafa þar sem und­ir­liggj­andi veð­trygg­ing bank­ans dugar ekki til fulln­ustu veð­krafn­anna.

Sam­tals nema almennar kröf­ur, án til­lits til veð­krafna ­Arion ­banka, um 7.080 millj­ónum króna. ­Arion ­banki er einnig stærsti almenni kröfu­haf­inn með lýstar kröfur upp á rúm­lega 2,5 millj­arða en aðrir stórir kröfu­hafar eru Pri­mer­a Tra­vel Group ­með 1.478 millj­óna kröfu og þá hefur félag í eigu dönsku ferða­skrif­stof­unn­ar Bravo To­ur­s lýst kröfu í búið að fjár­hæð tæp­lega 1.400 millj­ónir króna. Eft­ir­stæðar kröfur í þrota­búið nema sam­tals um 1.019 millj­ónum króna. Ekki hefur verið tekin afstaða til almennra og eft­ir­stæðra krafna að svo stöddu.

Gæti verið að það fáist ekk­ert upp í almennar kröfur

Að lokum segir í skýrsl­unni að teknu til­liti til áfall­ins óreikn­ings­færðs skipta­kostn­aðar upp á 12 millj­ón­ir, sem og kostn­aðar sem mun falla til við þær aðgerðir skipta­stjóra sem hann hyggst ráð­ast í, muni ekki fást neitt upp í almennar kröfur nema búið end­ur­heimti þá fjár­muni sem aðgerðir skipta­stjóra miða að að verði sótt­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent