Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni

Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa valdið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.

Primera air
Auglýsing

Rann­sóknir skipta­stjóra þrota­bús Pri­mer­a A­ir á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ing­ólfs­son­ar, „hafa leitt í ljós að mögu­legt sé að fyr­ir­svars­menn félags­ins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur til­vika. Þá hefur skipta­stjóri þrota­bús­ins það til skoð­unar hvernig staðið var að reikn­ings­skilum „þrota­manns­ins“ að öðru leyt­i. 

Í skýrsluni kemur jafn­framt fram að athugun skipta­stjóra á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. Þá hyggst skipta­stjóri höfða rift­un­ar­mál fyrir dóm­stól­um, meðal ann­ars á hendur Andra per­sónu­lega vegna tveggja ráð­staf­ana Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals 520 millj­ón­ir.  Frá þessu er greint frá í Mark­að­inum í dag.

Mögu­legt að ­þrota­bú­ið ­geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skilum

Pri­mer­a A­ir hætti í októ­ber síð­­ast­lið­inn starf­­semi eftir fjórtán ár í rekstri og var flug­­­fé­lag­ið, ásamt dótt­­ur­­fé­lögum sínum í Dan­­mörku og Lett­landi, í kjöl­farið tekið til gjald­­þrota­­skipta. Stjórn­­endur flug­­­fé­lags­ins sögð­u að horfur á flug­­­mark­aði hefðu farið hratt versn­andi, með hækk­­andi olíu­­verði og lækk­­andi flug­­far­­gjöld­um, og ekki hefði tek­ist að tryggja félag­inu fjár­­­mögnun til langs tíma. ­Lýstar kröfur í búið nema rúm­lega 10 millj­örðum króna og af þeim nema kröfur frá­ ­Arion ­banka sam­tals um 4,8 millj­örð­u­m. 

Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús­ins, Eiríkur Elís Þor­láks­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, lagði fram skýrslu skipta­stjóri á skipta­fundi þrota­bús­ins Pri­mer­a a­ir í gær, en Mark­að­ur­inn hefur hana undir hönd­un­um. Í skýrslu skipta­stjóra segir að ­at­hugun hans á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. End­ur­skoð­end­ur Pri­mer­a A­ir voru frá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­in­u Deloitte.

Greint hefur verið frá því end­ur­skoð­endur sem rýndu í árs­reikn­inga félaga innan Pri­mer­a-­sam­stæð­unnar í fyrra, fyrir árið 2017, teldu vafa leika á því að þeir væru í sam­ræmi við lög, reglur og góða end­ur­skoð­un­ar­venju. End­ur­skoð­endur töldu það til að mynda vand­séð að víkj­andi lán sem Pri­mer­a A­ir var veitt frá tengdum aðilum árið 2017 og breytti nei­kvæðri eig­in fjár­stöð­u í jákvæða get­i talis til eigin fjár félags­ins. Enn­fremur sögðu þeir það óvíst hvort að  félag­inu hafi verið heim­ilt að inn­leysa 13,3 millj­óna evra sölu­hagnað á árinu 2017 vegna end­ur­sölu á Boein­g-flug­vélum sem voru enn í smíðum og yrðu afhentar í apríl árið 2019. Andri Már Ing­­ólfs­­son, aðal­­eig­andi Pri­­mer­a-­­sam­­stæð­unn­­ar, hafn­aði því hins vegar í kjöl­farið að rang­­lega hafi verið staðið að gerð árs­­reikn­inga félag­anna.

Meta hvort að það sé grund­völlur fyrir skaða­bóta­kröfu

Sam­kvæmt skýrsl­unni lýsti skipta­stjóri yfir riftun á tveimur ráð­stöf­un­um Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals um 520 millj­ónir króna í nóv­em­ber­mán­uði í fyrra. Þeim rift­unum hefur báðum verið mót­mælt en skipta­stjóri þrota­bús­ins hyggst höfða rift­un­ar­mál, meðal ann­ars á hendur Andra Má per­sónu­lega, og láta reyna á end­ur­heimt þeirra verð­mæta fyrir dóm­stól­um. Í umfjöllun Mark­arð­ins segir að á skipta­fund­i Pri­mer­a A­ir í gær hafi verið ákveðið að ­Arion ­banki, sem stærsti kröfu­hafi bús­ins, fengi frest til tveggja vikna til að taka afstöðu um hvort höfða eigi rift­un­ar­mál. En ­Arion banki þurfti að færa niður tæp­lega 3 millj­arða króna í ábyrgðum og lán­veit­ingum vegna gjald­þrots Pri­mer­a.  

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að komið hafi fram við skýrslu­tökur að tölu­verð seinkun hafi orðið á afhend­ing­u A­ir­bus flug­véla til­ Pri­mer­a á árinu 2018. Það hafi kostað félagið umtals­verða fjár­muni að leigja aðrar vélar í stað­inn til að sinna áætl­un­ar­flugi. Engar bætur hafi feng­ist vegna þess­ara tafa og fram kemur í skýrsl­unni að skipta­stjóri hafi leit­ast við að fá upp­lýs­ingar frá stjórn­end­um Pri­mer­a svo hægt sé að meta hvort grund­völlur geti verið fyrir skaða­bóta­kröfu.

Almennar kröfur nema um 7.080 millj­ónum króna

Sam­þykktar lýstar veð­kröfur í búið, frá­ ­Arion ­banka og Lands­bank­an­um, eru sam­tals 1.975 millj­ónir og af þeim nema kröf­ur ­Arion ­banka 1.755 millj­ón­um. Fram kemur í skýrslu skipta­stjóra að stærstur hluti við­ur­kenndra veð­krafna ­Arion ­banka muni enda sem almenn krafa þar sem und­ir­liggj­andi veð­trygg­ing bank­ans dugar ekki til fulln­ustu veð­krafn­anna.

Sam­tals nema almennar kröf­ur, án til­lits til veð­krafna ­Arion ­banka, um 7.080 millj­ónum króna. ­Arion ­banki er einnig stærsti almenni kröfu­haf­inn með lýstar kröfur upp á rúm­lega 2,5 millj­arða en aðrir stórir kröfu­hafar eru Pri­mer­a Tra­vel Group ­með 1.478 millj­óna kröfu og þá hefur félag í eigu dönsku ferða­skrif­stof­unn­ar Bravo To­ur­s lýst kröfu í búið að fjár­hæð tæp­lega 1.400 millj­ónir króna. Eft­ir­stæðar kröfur í þrota­búið nema sam­tals um 1.019 millj­ónum króna. Ekki hefur verið tekin afstaða til almennra og eft­ir­stæðra krafna að svo stöddu.

Gæti verið að það fáist ekk­ert upp í almennar kröfur

Að lokum segir í skýrsl­unni að teknu til­liti til áfall­ins óreikn­ings­færðs skipta­kostn­aðar upp á 12 millj­ón­ir, sem og kostn­aðar sem mun falla til við þær aðgerðir skipta­stjóra sem hann hyggst ráð­ast í, muni ekki fást neitt upp í almennar kröfur nema búið end­ur­heimti þá fjár­muni sem aðgerðir skipta­stjóra miða að að verði sótt­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent