Skiptastjóri segir forsvarsmenn Primera mögulega hafa valdið félaginu tjóni

Í skýrslu skiptastjóra þrotabúsins kemur fram að forsvarsmenn flugfélagsins Primera air kunni að hafa valdið félaginu tjóni í tveimur tilvika. Skiptastjóri hyggst höfða riftunarmál og reyna að endurheimta um 520 milljónir króna.

Primera air
Auglýsing

Rann­sóknir skipta­stjóra þrota­bús Pri­mer­a A­ir á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ing­ólfs­son­ar, „hafa leitt í ljós að mögu­legt sé að fyr­ir­svars­menn félags­ins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur til­vika. Þá hefur skipta­stjóri þrota­bús­ins það til skoð­unar hvernig staðið var að reikn­ings­skilum „þrota­manns­ins“ að öðru leyt­i. 

Í skýrsluni kemur jafn­framt fram að athugun skipta­stjóra á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. Þá hyggst skipta­stjóri höfða rift­un­ar­mál fyrir dóm­stól­um, meðal ann­ars á hendur Andra per­sónu­lega vegna tveggja ráð­staf­ana Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals 520 millj­ón­ir.  Frá þessu er greint frá í Mark­að­inum í dag.

Mögu­legt að ­þrota­bú­ið ­geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skilum

Pri­mer­a A­ir hætti í októ­ber síð­­ast­lið­inn starf­­semi eftir fjórtán ár í rekstri og var flug­­­fé­lag­ið, ásamt dótt­­ur­­fé­lögum sínum í Dan­­mörku og Lett­landi, í kjöl­farið tekið til gjald­­þrota­­skipta. Stjórn­­endur flug­­­fé­lags­ins sögð­u að horfur á flug­­­mark­aði hefðu farið hratt versn­andi, með hækk­­andi olíu­­verði og lækk­­andi flug­­far­­gjöld­um, og ekki hefði tek­ist að tryggja félag­inu fjár­­­mögnun til langs tíma. ­Lýstar kröfur í búið nema rúm­lega 10 millj­örðum króna og af þeim nema kröfur frá­ ­Arion ­banka sam­tals um 4,8 millj­örð­u­m. 

Auglýsing

Skipta­stjóri þrota­bús­ins, Eiríkur Elís Þor­láks­son hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur, lagði fram skýrslu skipta­stjóri á skipta­fundi þrota­bús­ins Pri­mer­a a­ir í gær, en Mark­að­ur­inn hefur hana undir hönd­un­um. Í skýrslu skipta­stjóra segir að ­at­hugun hans á reikn­ings­skilum flug­fé­lags­ins kunni að leiða til þess að þrota­búið geti sótt frek­ari fjár­kröfur á hendur þeim sem báru ábyrgð á reikn­ings­skil­un­um. End­ur­skoð­end­ur Pri­mer­a A­ir voru frá ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­in­u Deloitte.

Greint hefur verið frá því end­ur­skoð­endur sem rýndu í árs­reikn­inga félaga innan Pri­mer­a-­sam­stæð­unnar í fyrra, fyrir árið 2017, teldu vafa leika á því að þeir væru í sam­ræmi við lög, reglur og góða end­ur­skoð­un­ar­venju. End­ur­skoð­endur töldu það til að mynda vand­séð að víkj­andi lán sem Pri­mer­a A­ir var veitt frá tengdum aðilum árið 2017 og breytti nei­kvæðri eig­in fjár­stöð­u í jákvæða get­i talis til eigin fjár félags­ins. Enn­fremur sögðu þeir það óvíst hvort að  félag­inu hafi verið heim­ilt að inn­leysa 13,3 millj­óna evra sölu­hagnað á árinu 2017 vegna end­ur­sölu á Boein­g-flug­vélum sem voru enn í smíðum og yrðu afhentar í apríl árið 2019. Andri Már Ing­­ólfs­­son, aðal­­eig­andi Pri­­mer­a-­­sam­­stæð­unn­­ar, hafn­aði því hins vegar í kjöl­farið að rang­­lega hafi verið staðið að gerð árs­­reikn­inga félag­anna.

Meta hvort að það sé grund­völlur fyrir skaða­bóta­kröfu

Sam­kvæmt skýrsl­unni lýsti skipta­stjóri yfir riftun á tveimur ráð­stöf­un­um Pri­mer­a A­ir að fjár­hæð sam­tals um 520 millj­ónir króna í nóv­em­ber­mán­uði í fyrra. Þeim rift­unum hefur báðum verið mót­mælt en skipta­stjóri þrota­bús­ins hyggst höfða rift­un­ar­mál, meðal ann­ars á hendur Andra Má per­sónu­lega, og láta reyna á end­ur­heimt þeirra verð­mæta fyrir dóm­stól­um. Í umfjöllun Mark­arð­ins segir að á skipta­fund­i Pri­mer­a A­ir í gær hafi verið ákveðið að ­Arion ­banki, sem stærsti kröfu­hafi bús­ins, fengi frest til tveggja vikna til að taka afstöðu um hvort höfða eigi rift­un­ar­mál. En ­Arion banki þurfti að færa niður tæp­lega 3 millj­arða króna í ábyrgðum og lán­veit­ingum vegna gjald­þrots Pri­mer­a.  

Jafn­framt segir í skýrsl­unni að komið hafi fram við skýrslu­tökur að tölu­verð seinkun hafi orðið á afhend­ing­u A­ir­bus flug­véla til­ Pri­mer­a á árinu 2018. Það hafi kostað félagið umtals­verða fjár­muni að leigja aðrar vélar í stað­inn til að sinna áætl­un­ar­flugi. Engar bætur hafi feng­ist vegna þess­ara tafa og fram kemur í skýrsl­unni að skipta­stjóri hafi leit­ast við að fá upp­lýs­ingar frá stjórn­end­um Pri­mer­a svo hægt sé að meta hvort grund­völlur geti verið fyrir skaða­bóta­kröfu.

Almennar kröfur nema um 7.080 millj­ónum króna

Sam­þykktar lýstar veð­kröfur í búið, frá­ ­Arion ­banka og Lands­bank­an­um, eru sam­tals 1.975 millj­ónir og af þeim nema kröf­ur ­Arion ­banka 1.755 millj­ón­um. Fram kemur í skýrslu skipta­stjóra að stærstur hluti við­ur­kenndra veð­krafna ­Arion ­banka muni enda sem almenn krafa þar sem und­ir­liggj­andi veð­trygg­ing bank­ans dugar ekki til fulln­ustu veð­krafn­anna.

Sam­tals nema almennar kröf­ur, án til­lits til veð­krafna ­Arion ­banka, um 7.080 millj­ónum króna. ­Arion ­banki er einnig stærsti almenni kröfu­haf­inn með lýstar kröfur upp á rúm­lega 2,5 millj­arða en aðrir stórir kröfu­hafar eru Pri­mer­a Tra­vel Group ­með 1.478 millj­óna kröfu og þá hefur félag í eigu dönsku ferða­skrif­stof­unn­ar Bravo To­ur­s lýst kröfu í búið að fjár­hæð tæp­lega 1.400 millj­ónir króna. Eft­ir­stæðar kröfur í þrota­búið nema sam­tals um 1.019 millj­ónum króna. Ekki hefur verið tekin afstaða til almennra og eft­ir­stæðra krafna að svo stöddu.

Gæti verið að það fáist ekk­ert upp í almennar kröfur

Að lokum segir í skýrsl­unni að teknu til­liti til áfall­ins óreikn­ings­færðs skipta­kostn­aðar upp á 12 millj­ón­ir, sem og kostn­aðar sem mun falla til við þær aðgerðir skipta­stjóra sem hann hyggst ráð­ast í, muni ekki fást neitt upp í almennar kröfur nema búið end­ur­heimti þá fjár­muni sem aðgerðir skipta­stjóra miða að að verði sótt­ir.

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent