Ráðherra leggur til að innflutningsbann á fersku kjöti verði afnumið

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk, frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram í kjölfar niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kynnti í gær frum­varp sem felur í sér að frysti­skylda á inn­fluttu kjöti verði afnumin og heim­ilt verði að flytja inn ferskt kjöt, fersk egg og vörur úr óger­il­sneyddri mjólk. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­­stöðu inn­­­lendrar mat­væla­fram­­leiðslu. ­Nái frum­varpið fram að ganga munu hömlur á inn­flutn­ingi falla niður þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. 

Stað­fest að íslensk stjórn­völd brutu gegn EES-­samn­ingnum

Atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti hefur birt frum­varpið í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda, frum­varpið nær til breyt­inga á lögum um mat­væli, lögum um fóðri, áburði og sáð­vöru og lögum um dýra­sjúk­dóma. Í frum­varp­inu er kveðið á um afnám núver­andi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Um­rætt leyf­is­veit­inga­kerfi felur í sér að óheim­ilt er að flytja inn kjöt og egg hingað til lands nema með sér­stakri heim­ild Mat­væla­stofn­un­ar. Með beiðni um slíkt inn­flutn­ings­leyfi, fyrir hverja vöru­send­ingu, þarf að fylgja vott­orð um að vör­urnar hafi verið geymdar við a.m.k. 18°C í einn mánuð fyrir toll­af­greiðslu.

Árið 2007 tóku íslensk stjórn­völd ákvörðun um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti frá öðrum ríkjum EES og afnema þannig skil­yrði fyrir inn­flutn­ingi á til­teknum land­bún­að­ar­af­urðum innan EES í því skyni að tryggja stöðu Íslands á innri mark­aði EES. Þá skuld­bind­ingu stað­festi Alþingi árið 2009 en þrátt fyrir það var íslenskum lögum ekki breytt til sam­ræmis við þá skuld­bind­ingu. Á síð­ustu tveimur árum hafa bæði EFTA-­dóm­stóll­inn og Hæsti­réttur Íslands stað­fest að íslensk stjórn­völd hafi með þessu brotið gegn skuld­bind­ingum sínum sam­kvæmt EES-­samn­ingn­um. Þá hefur skaða­bóta­skylda íslenska rík­is­ins vegna þessa verið stað­fest. 

Auglýsing
Í núver­andi frum­varp­inu er því kveðið á um afnám núver­andi leyf­is­veit­inga­kerfis vegna inn­flutn­ings á ákveðnum land­bún­að­ar­af­urðum innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Aðgerða­á­ætl­un kynnt sam­hliða frum­varp­inu

Í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu segir að mark­mið frum­varps­ins sé að íslensk stjórn­völd standi við þær alþjóð­legu skuld­bind­ingar sem Ísland hafi und­ir­geng­ist á sama tíma og öryggi mat­væla og vernd  lýð­heilsu og búfjár­stofna sé tryggð. Ráðu­neytið hefur und­an­farið ár unnið að aðgerð­ar­á­ætlun sem miðar að því að efla mat­væla­ör­yggi, tryggja vernd búfjár­stofna og bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu.  

Stjórn­völd kynntu því sam­hliða frum­varp­inu aðgerða­á­ætlun í tólf lið­um. Meðal aðger­anna er lagt til óheim­ilt verði að dreifa ali­fugla­kjöti nema mat­væla­fyr­ir­tæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt ­kampýló­bakt­er­íu. Með þessu verður sama krafa gerð til inn­flutts ali­fugla­kjöts og gerð hefur verið til inn­lendrar fram­leiðslu und­an­farna tvo ára­tugi. Ásamt því eru aðgerðir sem snúa að því að bæta sam­keppn­is­stöðu inn­lendrar mat­væla­fram­leiðslu, þar á meðal að setja á fót mat­væla­sjóð ­með áherslu á efl­ing­u ný­sköp­unar í inn­lendri mat­væla­fram­leiðslu.

Segja að hags­munum land­bún­að­ar­ins sé fórnað fyrir heildsala 

Bænda­sam­tök Íslands sendu frá sér­ ­yf­ir­lýs­ingu í gær­kvöldi þar sem frum­varps­drög ráð­herra voru gagn­rýnd harð­lega. Nái frum­varpið fram að ganga á vor­þingi munu hömlur á inn­flutn­ingi á hráu kjöti falla niður í byrjun slát­ur­tíðar íslenskra lamba, þann 1. sept­em­ber næst­kom­and­i. Í yfir­lýs­ingu segir að mati Bænda­sam­tak­anna sé hags­munum land­bún­að­ar­ins fórnað fyrir heild­sala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. 

Jafn­framt segir í yfir­lýs­ing­unni að hafið sé yfir allan vafa að inn­flutn­ing­ur­inn mun valda íslenskum land­bún­aði miklu tjóni og ógna bæði lýð­heilsu og búfjár­heilsu. „Við­skipta­hags­munir eru teknir fram yfir heil­brigð­is­rök. Búfjár­heilsa er látin lönd leið og bit­lausar varnir í aðgerða­á­ætlun land­bún­að­ar­ráð­herra duga skammt. Það er þver­stæða að kynna til sög­unnar aðgerða­á­ætlun til að auka mat­væla­ör­yggi á sama tíma og inn­flutn­ingur á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og óger­il­sneyddum mjólk­ur­af­urðum er heim­il­að­ur. Við eigum hreina og heil­brigða búfjár­stofna og erum heppin að því leyti að mat­væla­sýk­ingar eru fátíðar hér­lend­is. Það er bein­línis skylda okkar að við­halda þeirri góðu stöð­u.“ 

Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sig­ur­geir Sindri Sig­ur­geirs­son, for­maður sam­tak­anna, segir ákvörðun ráð­herra von­brigði. „Þessi ákvörðun ráð­herra segir raun­veru­lega að stjórn­völd hafi ekki vilja til þess að efla inn­lenda mat­væla­fram­leiðslu. Það er það sorg­leg­asta í mál­in­u.“ 

Hann segir jafn­framt að það sé óraun­hæft að ætla að 1. sept­em­ber næst­kom­andi verði öll mál komin í höfn sem talin eru upp í aðgerða­á­ætlun stjórn­valda. „Nú emur málið til kasta Alþingis og við getum ekki annað en treyst því að kjörnir full­trúar þjóð­ar­innar standi með almanna­hags­munum og komi í veg fyrir að frum­varpið fari í gegn óbreytt.“

FA fagnar frum­varpi ráð­herra

Félag atvinnu­rek­enda fagnar aftur á mót­i frum­varpi Krist­jáns. Í frétta­til­kynn­ingu frá félag­inu segir að með sam­þykki frum­varps­ins ljúki loks ára­tuga­löng­um brotum íslenskra stjórn­valda á EES-­samn­ingn­um. „Frum­varpið tryggir hag ­neyt­enda af auknu vöru­úr­vali og sam­keppni, inn­flutn­ings­fyr­ir­tækja af því að tækni­legar við­skipta­hindr­anir séu afnumdar og íslenskra mat­væla­út­flutn­ings­fyr­ir­tækja, einkum á sviði sjáv­ar­af­urða, af því að réttur þeirra til útflutn­ings til EES-­ríkja án heil­brigð­is­eft­ir­lits á landa­mærum sé áfram tryggð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda.Ólaf­ur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri FA, segir að íslensk stjórn­völd hafi ekki átt ann­arra kosta völ en að afnema bannið við inn­flutn­ing. „Með því að fara ekki að dóm­um EFTA-­dóm­stóls­ins og Hæsta­rétt væri gróf­lega brotið gegn réttar­ör­yggi íslenskra fyr­ir­tækja og gíf­ur­legir hags­munir íslenskra mat­væla­út­flytj­enda settir í upp­nám,“ segir Ólaf­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent