Guðrún Nordal hefur verið skipuð forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í þriðja sinn. Guðrún tók fyrst við stöðu embætti forstöðumanns stofnunarinnar árið 2009. Hún mun gegna embættinu næstu fimm árin en hún tók við skipunarbréfi þess efnis í gær úr hendi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.
Rannsóknir í íslenskum fræðum
Guðrún Nordal er prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda og hefur hún einnig gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum í þágu íslensk vísindasamfélags. Þar á meðal verið formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og stjórnarformaður Rannsóknasjóðs og Tækjasjóðs . Auk þess var hún stjórnarformaður Nordforsk á árunum 2008 til 2014, í stjórn European Science Foundation 2006 til 2015 og Fróðskaparsetursins í Færeyjum frá árinu 2017. Hún bauð sig fram til embættis rektors Háskóla Íslands árið 2015 og stefndi einnig að því að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands árið 2016.
Árnastofnun er háskólastofnun en hlutverk hennar er að vinna að rannsóknum í íslenskum fræðum og skyldum fræðigreinum, einkum á sviði miðaldafræða, íslenskrar tungu og bókmennta, að miðla þekkingu á þeim fræðum og varðveita og efla þau söfn sem henni eru falin eða hún á. Staða forstöðumanns stofnunarinnar var auglýst til umsóknar í október í fyrra.