Vöru- og þjónustujöfnuður á fjórða ársfjórðungi 2018, eins og hann birtist í þjóðhagsreikningum og greiðslujöfnuði, var neikvæður um 3,5 milljarða króna, samkvæmt bráðabrigðatölum Hagstofu Íslands. Hann var aftur á móti jákvæður um 14,2 milljarða á sama tíma árið 2017, á gengi hvort árs.
Í greiningu Arion banka á tölum hagstofunnar segir að vöru- þjónustujöfnuðurinn á fjórða ársfjórðungi hafi verið nokkur lakari en greingardeild bankans hafði spáð en bankinn gerði ráð fyrir afgangi upp á tæpa tvo milljarða króna. Samkvæmt bankanum er þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2008 sem vöru- og þjónustuviðskipti skila halla á ársfjórðungi.
42,4 prósent samdráttur á milli ára í þjónustuviðskiptum
Umreiknaður vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um 37 milljarða króna en þjónustujöfnuður var hagstæður um 33,4 milljarða á fjóra ársfjórðungi, samkvæmt bráðabrigðatölum Hagstofunnar. Heildarútflutningstekjur á fjórða ársfjórðungi 2018, vegna vöru- og þjónustuviðskipta, námu tæpum 329,5 milljörðum króna en heildarinnflutningur á vörum og þjónustu nam rúmum 333 milljörðum króna.
Í greiningu Arion banka segir að það hafi verið viðbúið að afgangur af þjónustuviðskiptum myndi minnka á milli ára enda hafi „óveðurskýin hrannast upp hjá ferðaþjónustunni síðustu mánuði.“ Það reyndist rétt en afgangur af þjónustuviðskiptum nam 33,4 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi, sem svarar 42,4 prósent samdrætti á milli ára á föstu gegni, samkvæmt greiningu bankans. Í greiningu bankans segir að það sé hins vegar ekki ferðaþjónustan en tekjur af erlendum ferðamönnum, ferðalög og farþegaflutningar, námu 103 milljörðum á fjórða ársfjórðung.
Í greiningunni segir að það hafi hins vegar verið annar útflutningur, óferðaþjónustutengdur útflutningur, sem olli mismuninum. Þar vegar þyngst gjöld fyrir notkun hugverka, sem á rætur sínar að rekja til útflutnings á hugverkum fyrirtækja í lyfjaiðnaði. Þessi liður hefur undanfarin ár verið mjög stór á síðari hluta ársins, en þá virðist sem greiðslur séu færðar til bókar. Árið 2017 komu nær allar greiðslurnar inn á fjórða ársfjórðung, þá 25,5 milljarðar en árið 2018 dreifðust þær yfir seinni helming ársins, 25 milljarða samtals en aðeins 10 milljarðar voru bókfærðir á fjórða ársfjórðung. Samkvæmt bankanum útskýrir þetta að miklu leyti þann 42,3 prósent samdrátt þjónustuafgangs á milli ára,
Mun minni afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum í fyrra
Ef skoðaðar eru bráðabirgðatölur Hagstofunnar fyrir árið 2018 í heild, var vöru- og þjónustujöfnuður 2018 jákvæður um 86,5 milljarða samanborið við 106,8 milljarða fyrir 2017. Það samsvarar um 20 prósent samdrætti á milli ára. Heildarútflutningstekjur árið 2018 vegna vöru- og þjónustuviðskipta námu 1.323,4 milljörðum króna en heildarinnflutningur nam 1.236,8 milljörðum króna.