Mun hagstæðara að kaupa en að leigja síðustu átta ár

Kaupverð á lítilli íbúð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað mun meira en leiguverð á lítilli íbúð á sama svæði á síðustu átta árum. Þrátt fyrir það hefur verið mun óhagstæðara að leigja á tímabilinu en að kaupa, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans.

img_4592_raw_0710130530_10191449535_o.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu átta árum hefur kaup­verð hækkað mun meira en leigu­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Leigu­verð 2ja her­bergja íbúða hefur hækkað um 75 pró­sent frá árinu 2011 sé litið til árs­með­al­tala. Á sama tíma hefur kaup­verð lít­illa íbúða hækkað á sama svæði um 106 pró­sent. Þrátt fyrir það er þó enn óhag­stæð­ara að leigja, sam­kvæmt hag­fræði­deild Lands­bank­ans. 

Hlut­fallið á milli leigu­verðs og kaup­verðs er stundum not­að  sem vís­bend­ing um hvort sé hag­stæð­ara að leigja hús­næði eða kaupa það. Sé þessi aðferð við­höfð við leigu á 2ja her­bergja íbúð í Reykja­vík og kaup á svip­aðri íbúð á tíma­bil­inu 2011 til 2018 er nið­ur­staðan að leiga á íbúð hefur verið mun óhag­stæð­ari kost­ur.

Leigu­verð hækkað mun minna 

Mynd: LandsbankinnLeigu­verð hefur hækkað um 9 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uðum á sama tíma og kaup­verð fjöl­býlis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði um 4,8 pró­sent, sem er í fyrsta sinn frá 2011 sem leigu­verð hækkar meira en íbúða­verð. Frá upp­hafi árs 2011 fram til jan­úar 2019 hefur leigu­verð 2ja her­bergja íbúða hækkað um 85 pró­sent, en tölu­verðar sveiflur eru innan hvers árs. Sé litið á breyt­ingu milli árs­með­al­tala 2011 og 2018 hefur leigu­verð þess­ara íbúða hækkað um 75 pró­sent. Á sama tíma hefur kaup­verð lít­illa íbúða, 40 til 70 fer­metr­ar, á sama svæði hækkað um 106 pró­sent. Leigu­verð og kaup­verð fylgd­ust að árin 2011 og 2012, en síðan hefur kaup­verðið hækk­aði meira á hverju ári fyrir þessa teg­und íbúða.

Auglýsing

Hag­stæð­ara að kaupa en að leigja á síð­ustu árum

Mynd:LandsbankinnHlut­fallið á milli leigu­verðs og kaup­verðs er stundum notað sem gróf vís­bend­ing um hvort hag­stæð­ara sé að leigja hús­næði en að kaupa það. Þá er kostn­aði við 12 mán­aða leigu íbúðar á fer­metra deilt upp í kaup­verð sams­konar íbúðar á fer­metra. Í grein­ingu Lands­bank­ans segir að hér sé að sjálf­sögðu ekki um nákvæm vís­indi að ræða, en reglan er sú að ef nið­ur­staðan er 15 eða lægri sé yfir­leitt hag­stæð­ara að kaupa. Sé nið­ur­staðan á bil­inu 16 til 20 fylgir meiri áhætta kaup­um. Sé nið­ur­staðan komin yfir 20 er talið mun hag­stæð­ara að leigja en kaupa.

Sé þessi aðferð notuð til bera saman leigu á 2ja her­bergja íbúð í Reykja­vík og kaup á svip­aðri íbúð á tíma­bil­inu er nið­ur­staðan sú að leiga íbúðar hefur verið mun óhag­stæð­ari kostur á síð­ustu átta árum.  Í upp­hafi tíma­bils­ins, árið 2011, var hlut­fallið rúm­lega 13 en var svo komið upp í tæp­lega 16 á síð­asta ári. Nið­ur­stað Lands­bank­ans er því  sú að kaup hafi verið hag­stæð­ari á þessu tíma­bil en þó til­tölu­lega óhag­stæð­ari seinni hluta tíma­bils­ins.

Næstum sama ávöxtun hjá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum

Í grein­ing­unni er einnig hin hliðin á leigu­mark­að­inum skoðuð eða afkoman af starf­sem­inni hjá þeim sem leigja út. Leigu­mark­að­ur­inn hér landi ger­breytt­ist með inn­komu leigu­fyr­ir­tækja á síð­ustu árum, en því hefur verið haldað fram að það hafi stuðlað að meiri hækkun leigu­verðs en ella. 

Mynd: Hagsjá LandsbankansÞjóð­skrá gefur árlega út tölur um ávöxtun húsa­leigu þar sem hægt er að greina á milli þess hvort leigu­sali sé fyr­ir­tæki eða ein­stak­ling­ur. Sé litið á ávöxtun af útleigu 2ja her­bergja íbúða í vest­ur­hluta Reykja­víkur má sjá að hún hefur næstum verið sú sama hjá ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum frá 2011 til árs­ins 2018. Þó hefur ávöxtun fyr­ir­tækj­anna verið eilítið hærri síð­ustu 3 ár eftir að hafa verið lægri næstu þrjú ár þar á und­an. Með­al­á­vöxtun ein­stak­linga af útleigu var 6,8 pró­sent á öllu tíma­bil­inu og 6,9 pró­sent hjá fyr­ir­tækj­un­um. Með­al­verð­bólga á þessu tíma­bili var 2,9 pró­sent sem þýðir að raun­á­vöxtun af starf­sem­inni hafi verið í kringum 4 pró­sent. ­Tekið er þó fram að arð­semi af því að eiga og leigja út leigu­hús­næði ein­skorð­ast ekki ein­ungis við leigu­tekjur heldur einnig hækkun á fast­eigna­verði. Fast­eigna­verð hefur haft til­hneig­ingu til að hækka umfram verð­bólgu sé litið yfir lengri tíma

Í grein­ingu hag­fræði­deild­ar­innar kemur fram að þessar ávöxt­un­ar­tölur eru ákveðin ein­földun þar sem það eigi eftir að taka tillit til margra kostn­að­ar­liða. Það er því ekki talið að ávöxtun við útleigu á hús­næði sé meiri en í annarri atvinnu­starf­semi hér á landi.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent