Bankastjórum Seðlabankans verði fjölgað í fjóra

Lagt er til að bankastjórum Seðlabanka Íslands verði fjölgað í fjóra í nýjum frumvarpsdrögum um bankann. Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum sem skipta með sér verkum.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands verður skip­aður fjórum banka­stjórum, einum seðla­banka­stjóra og ­þrem­ur vara­banka­stjórum, sam­kvæmt drögum að frum­varpi um breyt­ingar á lögum um Seðla­bank­ann. Í stað núver­andi fyr­ir­komu­lags Seðla­bank­ans, þar sem það er einn aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, þá er gert ráð fyrir þremur vara­banka­stjórum sem munu skipta með sér verk­um. Einn vara­banka­stjór­inn fari með pen­inga­mál, annar beri ábyrgð á fjár­mála­stöðu­leiga og ­þriðji verði yfir­ fjár­mála­eft­ir­lit­i innan sam­eig­in­legar stofn­un­ar ­Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Skila drögum að laga­frum­varpi á morgun

Til­kynnt var í októ­ber í fyrra að hafin væri vinna við að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins ákvað að hefja end­­ur­­skoðun lagaum­gjarðar um pen­inga­­stefnu, þjóð­hags­varúð og fjár­­­mála­eft­ir­lit. Á vegum ráð­herra­­nefnd­­ar­innar var skipuð verk­efn­is­stjórn­ um pen­inga­­stefnu, þjóð­hags­varúð og fjár­­­mála­eft­ir­lit. Hún er skipuð full­­trúum for­­sæt­is­ráðu­­neytis og fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytis auk tengiliða frá Seðla­­bank­­anum og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu. Verk­efn­is­stjórn­in á að skila drögum að laga­frum­vörpum til ráð­herra­­nefndar eigi síðar en á morg­un, 28. febr­­ú­ar. 

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins eru lagðar til breyt­ingar um að fjölga skuli banka­stjórum Seðla­bank­ans í fjóra í frum­varps­drögum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, sem rædd verða á fundi ráð­herra­nefndar á morg­un. Líkt og greint var frá hér að ofan er lagt til að áfram verði einn seðla­banka­stjóri en auk hans verða þrír vara­banka­stjórar sem skipti með sér ólíkum verk­um. Verði frum­varpið sam­þykkt á Alþingi þá er áætlað að breyt­ing­arnar munu taka ­gildi þann 1. jan­úar næst­kom­and­i. 

Auglýsing

Greint var frá því að meg­in­leið­ar­ljós verk­efn­is­stjórn­ar­innar væri að efla traust, gagn­­sæi og skil­­virkni við yfir­­­stjórn efna­hags­­mála. Miðað skuli við end­ur­skoð­un­ina að við­halda verð­­bólg­u­­mark­miði sem meg­in­­mark­miði pen­inga­­stefn­unnar og sjálf­­stæði Seðla­­bank­ans og pen­inga­­stefn­u­­nefndar hans til að beita stjórn­­tækjum til að ná því, en jafn­framt gera við­eig­andi breyt­ingar sem efla traust og auka gagn­­sæi. Enn fremur átti vinnan að miða við að sam­eina Seðla­­banka Íslands og Fjár­­­mála­eft­ir­litið með þeim hætti sem eflir traust og tryggir skil­­virkni við fram­­kvæmd þjóð­hags­var­úðar og fjár­mála­eft­ir­lits. 

Nýr Seðla­banka­stjóri í ágúst 

Skip­un­ar­tími Más Guð­munds­son­ar, núver­andi Seðla­banka­stjóra, rennur út þann 20. ágúst næst­kom­and­i. ­Búið að aug­lýsa ­stöðu banka­stjóra lausa til umsóknar en umsókn­ar­frestur er til­ 25. mar­s næst­kom­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent