Bankastjórum Seðlabankans verði fjölgað í fjóra

Lagt er til að bankastjórum Seðlabanka Íslands verði fjölgað í fjóra í nýjum frumvarpsdrögum um bankann. Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum sem skipta með sér verkum.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands verður skip­aður fjórum banka­stjórum, einum seðla­banka­stjóra og ­þrem­ur vara­banka­stjórum, sam­kvæmt drögum að frum­varpi um breyt­ingar á lögum um Seðla­bank­ann. Í stað núver­andi fyr­ir­komu­lags Seðla­bank­ans, þar sem það er einn aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, þá er gert ráð fyrir þremur vara­banka­stjórum sem munu skipta með sér verk­um. Einn vara­banka­stjór­inn fari með pen­inga­mál, annar beri ábyrgð á fjár­mála­stöðu­leiga og ­þriðji verði yfir­ fjár­mála­eft­ir­lit­i innan sam­eig­in­legar stofn­un­ar ­Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Skila drögum að laga­frum­varpi á morgun

Til­kynnt var í októ­ber í fyrra að hafin væri vinna við að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins ákvað að hefja end­­ur­­skoðun lagaum­gjarðar um pen­inga­­stefnu, þjóð­hags­varúð og fjár­­­mála­eft­ir­lit. Á vegum ráð­herra­­nefnd­­ar­innar var skipuð verk­efn­is­stjórn­ um pen­inga­­stefnu, þjóð­hags­varúð og fjár­­­mála­eft­ir­lit. Hún er skipuð full­­trúum for­­sæt­is­ráðu­­neytis og fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytis auk tengiliða frá Seðla­­bank­­anum og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu. Verk­efn­is­stjórn­in á að skila drögum að laga­frum­vörpum til ráð­herra­­nefndar eigi síðar en á morg­un, 28. febr­­ú­ar. 

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins eru lagðar til breyt­ingar um að fjölga skuli banka­stjórum Seðla­bank­ans í fjóra í frum­varps­drögum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, sem rædd verða á fundi ráð­herra­nefndar á morg­un. Líkt og greint var frá hér að ofan er lagt til að áfram verði einn seðla­banka­stjóri en auk hans verða þrír vara­banka­stjórar sem skipti með sér ólíkum verk­um. Verði frum­varpið sam­þykkt á Alþingi þá er áætlað að breyt­ing­arnar munu taka ­gildi þann 1. jan­úar næst­kom­and­i. 

Auglýsing

Greint var frá því að meg­in­leið­ar­ljós verk­efn­is­stjórn­ar­innar væri að efla traust, gagn­­sæi og skil­­virkni við yfir­­­stjórn efna­hags­­mála. Miðað skuli við end­ur­skoð­un­ina að við­halda verð­­bólg­u­­mark­miði sem meg­in­­mark­miði pen­inga­­stefn­unnar og sjálf­­stæði Seðla­­bank­ans og pen­inga­­stefn­u­­nefndar hans til að beita stjórn­­tækjum til að ná því, en jafn­framt gera við­eig­andi breyt­ingar sem efla traust og auka gagn­­sæi. Enn fremur átti vinnan að miða við að sam­eina Seðla­­banka Íslands og Fjár­­­mála­eft­ir­litið með þeim hætti sem eflir traust og tryggir skil­­virkni við fram­­kvæmd þjóð­hags­var­úðar og fjár­mála­eft­ir­lits. 

Nýr Seðla­banka­stjóri í ágúst 

Skip­un­ar­tími Más Guð­munds­son­ar, núver­andi Seðla­banka­stjóra, rennur út þann 20. ágúst næst­kom­and­i. ­Búið að aug­lýsa ­stöðu banka­stjóra lausa til umsóknar en umsókn­ar­frestur er til­ 25. mar­s næst­kom­andi.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent