Bankastjórum Seðlabankans verði fjölgað í fjóra

Lagt er til að bankastjórum Seðlabanka Íslands verði fjölgað í fjóra í nýjum frumvarpsdrögum um bankann. Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum sem skipta með sér verkum.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands verður skip­aður fjórum banka­stjórum, einum seðla­banka­stjóra og ­þrem­ur vara­banka­stjórum, sam­kvæmt drögum að frum­varpi um breyt­ingar á lögum um Seðla­bank­ann. Í stað núver­andi fyr­ir­komu­lags Seðla­bank­ans, þar sem það er einn aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra, þá er gert ráð fyrir þremur vara­banka­stjórum sem munu skipta með sér verk­um. Einn vara­banka­stjór­inn fari með pen­inga­mál, annar beri ábyrgð á fjár­mála­stöðu­leiga og ­þriðji verði yfir­ fjár­mála­eft­ir­lit­i innan sam­eig­in­legar stofn­un­ar ­Seðla­bank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Skila drögum að laga­frum­varpi á morgun

Til­kynnt var í októ­ber í fyrra að hafin væri vinna við að sam­eina Seðla­bank­ann og Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins ákvað að hefja end­­ur­­skoðun lagaum­gjarðar um pen­inga­­stefnu, þjóð­hags­varúð og fjár­­­mála­eft­ir­lit. Á vegum ráð­herra­­nefnd­­ar­innar var skipuð verk­efn­is­stjórn­ um pen­inga­­stefnu, þjóð­hags­varúð og fjár­­­mála­eft­ir­lit. Hún er skipuð full­­trúum for­­sæt­is­ráðu­­neytis og fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neytis auk tengiliða frá Seðla­­bank­­anum og Fjár­­­mála­eft­ir­lit­inu. Verk­efn­is­stjórn­in á að skila drögum að laga­frum­vörpum til ráð­herra­­nefndar eigi síðar en á morg­un, 28. febr­­ú­ar. 

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins eru lagðar til breyt­ingar um að fjölga skuli banka­stjórum Seðla­bank­ans í fjóra í frum­varps­drögum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, sem rædd verða á fundi ráð­herra­nefndar á morg­un. Líkt og greint var frá hér að ofan er lagt til að áfram verði einn seðla­banka­stjóri en auk hans verða þrír vara­banka­stjórar sem skipti með sér ólíkum verk­um. Verði frum­varpið sam­þykkt á Alþingi þá er áætlað að breyt­ing­arnar munu taka ­gildi þann 1. jan­úar næst­kom­and­i. 

Auglýsing

Greint var frá því að meg­in­leið­ar­ljós verk­efn­is­stjórn­ar­innar væri að efla traust, gagn­­sæi og skil­­virkni við yfir­­­stjórn efna­hags­­mála. Miðað skuli við end­ur­skoð­un­ina að við­halda verð­­bólg­u­­mark­miði sem meg­in­­mark­miði pen­inga­­stefn­unnar og sjálf­­stæði Seðla­­bank­ans og pen­inga­­stefn­u­­nefndar hans til að beita stjórn­­tækjum til að ná því, en jafn­framt gera við­eig­andi breyt­ingar sem efla traust og auka gagn­­sæi. Enn fremur átti vinnan að miða við að sam­eina Seðla­­banka Íslands og Fjár­­­mála­eft­ir­litið með þeim hætti sem eflir traust og tryggir skil­­virkni við fram­­kvæmd þjóð­hags­var­úðar og fjár­mála­eft­ir­lits. 

Nýr Seðla­banka­stjóri í ágúst 

Skip­un­ar­tími Más Guð­munds­son­ar, núver­andi Seðla­banka­stjóra, rennur út þann 20. ágúst næst­kom­and­i. ­Búið að aug­lýsa ­stöðu banka­stjóra lausa til umsóknar en umsókn­ar­frestur er til­ 25. mar­s næst­kom­andi.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent