Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, sagði eiðsvarinn frammi fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings að Donald Trump væri lygari, kynþáttahatari og svindlari.
Hann sagðist sjá eftir því að hafa starfað fyrir Trump og framkvæmt margt ólöglegt, og baðst afsökunar á því að hafa logið frammi fyrir þingnefndinni áður, en hann hefur hlotið dóm fyrir það og mun að öllum líkindum hefja afplánun þriggja ára dóms í vor.
Cohen lagði fram skjöl með yfirlýsingu sem hann las upp áður en hann svaraði spurningum þingmanna, og sagðist geta stutt ásakanir um að Trump hefði vitað að hann hefði verið að brjóta gegn lögum, meðal annars með því að greiða tveimur konum um 250 þúsund Bandaríkjadali samanlagt fyrir að þegja og segja ekki frá kynferðislegu sambandi þeirra við hann.
Fordham University confirmed it received a letter from Donald Trump’s then-lawyer, Michael Cohen, threatening legal action if Trump’s academic records became public. https://t.co/ZVI1CRODZ6
— The Boston Globe (@BostonGlobe) February 27, 2019
Þá sagði Cohen að Trump hefði verið inn í öllum málum Trump-samsteypunnar þegar Cohen hefði verið þar einn yfirmanna (EVP) og að ekkert hefði gerst nema að hann hefði átt lokaorðið. Hann sagði Trump hafa lagt fram ranga pappíra til að reyna að fá fjármagn frá Deutsche Bank og að yfirlit hans um skuldir og eignir væri ekki í takt við veruleikann. Lagði hann fram skjöl um þetta.
I bet there dozens of people that would swear under oath that this is a lie. Including me.
— Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) February 27, 2019
Michael Cohen Claims He Did Not Want White House Job. https://t.co/CtBfRpVkz5
Óhætt er að segja að þingmenn Repúblikana hafi sótt fast að Cohen. Þeir spurði í fyrstu hvernig væri hægt að treysta orðum hans nú, í ljósi þess að hann hefði verið dæmdur fyrir að ljúga að Bandaríkjaþingi. Cohen sagðist skilja það, en að hann gæti staðfest það sem hann hefði sagt með gögnum, og það væri ekki hann sem ætti að vera einblína á heldur Bandaríkjaforseti. Hann væri ekki maður sem hægt væri að treysta.
Þá sagði Cohen að Trump myndi svífast einskis til að ná sínu fram, og að hann hefði metið það sem sem svo að hann gæti ekki annað en varið sig og fjölskyldu sína, með því að segja sannleikann um forsetann.
Jim Jordan, Repúblikani í nefndinni sem Cohen kom fyrir, sagði Cohen augljóslega vera að koma fram núna til að „hefna sín á forsetanum“ eftir að hafa hlotið dóm.
Þessu neitaði Cohen, og sagðist einungis vilja segja bandarísku þjóðinni frá því að forsetinn væri óheiðarlegur maður.
Michael Cohen was one of many lawyers who represented me (unfortunately). He had other clients also. He was just disbarred by the State Supreme Court for lying & fraud. He did bad things unrelated to Trump. He is lying in order to reduce his prison time. Using Crooked’s lawyer!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 27, 2019
Donald Trump, sem fundar nú með leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un, í Víetnam, tjáði sig um vitnisburð Cohen á Twitter og gerði lítið úr orðum hans. Sagði hann einungis hafa verið einn af mörgum lögmönnum hans, og að hann hefði augljóslega ekki verið góður.