Aflaverðmæti úr sjó nam 11,7 milljörðum í nóvember 2018, sem er 19,2 prósent samanborið við nóvember 2017. Á tólf mánaða tímabili frá desember 2017 til nóvember 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 127 milljörðum króna sem er 16,1 prósent aukning miðað við sama tímabil ári fyrr. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.
Verðmæti uppsjávarafli jókst um tæp 70 prósent
Verðmæti botnfiskaflans nam 9,3 milljörðum í nóvember 2018 og jókst um 13 prósent milli ára. Verðmæti uppsjávarafla var 1,7 milljarðar sem er 69,4 prósent meira en í nóvember 2017.
Afli sem seldur var til eigin vinnslu nam 6,1 milljarði í verðmæti sem eru um 52 prósent af heildarverðmæti. Verðmæti sjófrysts afla nam 3,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands nam 1,7 milljarði, eða um 15 prósent af heildarverðmæti.
Ef borin eru saman verðmæti alls aflans á milli ára þá jókst verðmæti aflans um rúm 16 prósent. Þá jókst verðmæti bæði uppsjávaraflans og skel- og krabbadýraaflans talsvert á milli ára en verðmæti botnfisks jókst um tæp 19 prósent milli ára.