Katrín meðal áhrifamestu kvenfrelsissinna heims

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var valin í hóp tuttugu áhrifamikilla kvenna sem stuðli að auknu kynjajafnrétti í heiminum, af tímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallar um konurnar tuttugu í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í mars.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir var valin ein af tuttugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kynsystra sinna um allan heim, af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallaði um konurnar tuttugu í nýjasta tölublaði sínu í tilefni alþjóðadags kvenna þann 8. mars næstkomandi. 

Eiga það sameiginlegt að berjast fyrir réttlátari og jafnari heim

Forsíða CEO Magazine í mars 2019Leikkonan Angelina Jolie prýðir forsíðuna sem ein kvennanna á listanum en auk hennar eru á listanum leikkonurnar Cate Blanchett og Emmu Watson á listanum. Hæstaréttardómaranum Ruth Bader Ginsburg er einnig á listanum ásamt  baráttukonunni Malölu Yousafzai og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. 

Í umfjöllun CEO Magazien segir að hvort sem að konurnar á listanum sé leikkonur, forsætisráðherrar, nemendur, íþróttakonur, lögfræðingar eða viðskiptakonur, þá eiga þær það allir í sameiginlegt að vera berjast fyrir réttlátri og jafnari heim. Hvort sem það er með því að stuðla að auknum kvenfyrirmyndum í tæknigeiranum, berjast fyrir jöfnum launum kynjanna, styðja þolendur kynferðisofbeldis eða hvetja konur til að berjast fyrir réttindum sínum. Þá séu þær hluti af þeim stóra hóp kvenna sem eru að nota vald sitt eða rödd  til að gera heiminn að betri stað. 

Auglýsing

Yngsti kvenleiðtogi Evrópu 

Í umfjöllun tímaritsins segir að yngsti kvenleiðtogi Evrópu, Katrín Jakobsdóttir hafi sterkar skoðanir á réttindum kvenna og umhverfismálum. Fjallað er um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna embætti forsætisráðherra en hún er jafnframt þriðja yngsta manneskjan til að gegna þessu valdamesta embætti á Íslandi. Enn fremur er fjallað um hvernig Ísland sé efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir þau lönd þar sem kynjajafnrétti mælist mest tíunda árið í röð. Katrín er sögð stefna að því að útrýma kynbundnum launamun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um fæðingarorlof hér á landi. 

Haft er eftir grein sem Katrín skrifaði fyrir ráðstefnu Alþjóðaviðskiptaráðsins að orlof beggja foreldra taki á þeirri kerfisbundnu mismunun sem konur hafi orðið fyrir á vinnumarkaði, vegna þess eins að þær gætu eignast börn. Ef karlar taki líka orlof frá vinnu til þess að hugsa um börnin sín hverfi þessi mismunun. Jafnframt segir hún í greininni að auki að margar íslenskar stjórnmálakonur gætu ekki hafa náð þeim árangri sem þær hafa náð í dag ef ekki væri fyrir barnagæslu og fæðingarorlof beggja foreldra. Þá sé hún sjálf gott dæmi þess.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent