Katrín meðal áhrifamestu kvenfrelsissinna heims

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var valin í hóp tuttugu áhrifamikilla kvenna sem stuðli að auknu kynjajafnrétti í heiminum, af tímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallar um konurnar tuttugu í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í mars.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir var valin ein af tutt­ugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kyn­systra sinna um allan heim, af við­skipta­tíma­rit­in­u CEO Mag­azine. Tíma­ritið fjall­aði um kon­urnar tutt­ugu í nýjasta tölu­blaði sínu í til­efni alþjóða­dags kvenna þann 8. mars næst­kom­and­i. 

Eiga það sam­eig­in­legt að berj­ast fyrir rétt­lát­ari og jafn­ari heim

Forsíða CEO Magazine í mars 2019Leik­konan Ang­el­ina Jolie prýðir for­síð­una sem ein kvenn­anna á list­anum en auk hennar eru á list­anum leikkon­urnar Cate Blanchett og Emmu Watson á list­an­um. Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­an­um Ruth Bader Gins­burg er einnig á list­anum ásamt  bar­áttu­kon­unni Malölu Yousafzai og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra Íslands. 

Í umfjöllun CEO Mag­azien segir að hvort sem að kon­urnar á list­an­um sé leikkon­ur, for­sæt­is­ráð­herr­ar, nem­end­ur, íþrótta­kon­ur, lög­fræð­ingar eða við­skipta­kon­ur, þá eiga þær það allir í sam­eig­in­legt að vera berj­ast fyrir rétt­látri og jafn­ari heim. Hvort sem það er með því að stuðla að auknum kven­fyr­ir­myndum í tækni­geir­an­um, berj­ast fyrir jöfnum launum kynj­anna, styðja þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eða hvetja konur til að berj­ast fyrir rétt­indum sín­um. Þá séu þær hluti af þeim stóra hóp kvenna sem eru að nota vald sitt eða rödd  til að gera heim­inn að betri stað. 

Auglýsing

Yngsti kven­leið­togi Evr­ópu 

Í umfjöll­un ­tíma­rits­ins ­segir að yngsti kven­leið­togi Evr­ópu, Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi sterkar skoð­anir á rétt­indum kvenna og umhverf­is­mál­um. Fjallað er um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra en hún er jafn­framt þriðja yngsta mann­eskjan til að gegna þessu valda­mesta emb­ætti á Ísland­i. Enn fremur er fjallað um hvernig Ísland sé efst á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir þau lönd þar sem kynja­jafn­rétti mælist mest ­tí­unda árið í röð. Katrín er sögð stefna að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um ­fæð­ing­ar­or­lof hér á land­i. 

Haft er eftir grein sem Katrín skrif­aði fyrir ráð­stefnu Alþjóða­við­skipta­ráðs­ins að orlof beggja for­eldra taki á þeirri kerf­is­bundnu mis­munun sem konur hafi orðið fyrir á vinnu­mark­aði, vegna þess eins að þær gætu eign­ast börn. Ef karlar taki líka orlof frá vinnu til þess að hugsa um börnin sín hverfi þessi mis­mun­un. Jafn­framt segir hún í grein­inni að auki að margar íslenskar stjórn­mála­konur gætu ekki hafa náð þeim árangri sem þær hafa náð í dag ef ekki væri fyrir barna­gæslu og fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra. Þá sé hún sjálf gott dæmi þess.

Samninganefnd SGS
Segir að samninganefnd SGS muni aldrei taka þátt í að semja um að rýra kjör
Samninganefnd SGS segir það miður að Framsýn hafi þurft að bera félaga sína þungum sökum í tengslum við ákvörðun félagsins um að afturkalla samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu.
Kjarninn 20. mars 2019
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Meirihluta skólastjórnenda þykir leyfisheimildir foreldra of rúmar
Rúmur helmingur skólastjórnenda segir að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mikið á síðustu árum í nýrri könnun. Mennta- og menningarmálaráðherra segist líta það mjög alvarlegum augum að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda.
Kjarninn 20. mars 2019
Már Guðmundsson
Skýrsla um neyðarlánið til Kaupþings birt í lok apríl
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir að skýrsla um neyðarlánið sem veitt var Kaupþingi haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum verði birt opinberlega þann 30. apríl næstkomandi.
Kjarninn 20. mars 2019
Seðlabanki Íslands
Vextir Seðlabankans enn óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum.
Kjarninn 20. mars 2019
WOW air óskaði eftir ríkisábyrgð á láni
Skúli Mogensen hefur leitað ásjár stjórnvalda og kannað möguleika á ríkisábyrgð á láni. Lánveitandi WOW air hefur sett ríkisábyrgð sem skilyrði fyrir lánveitingu þar sem ekki er talið að nægjanleg veð sé að hafa í rekstrarfjármunum flugfélagsins sjálf.
Kjarninn 20. mars 2019
Guðbrandur Einarsson
Segir af sér sem formaður Landsambands íslenskra verslunarmanna
Guðbrandur Einarsson hefur sagt af sér sem formaður LÍV. Ástæðan sem hann gefur er meiningarmunur á milli hans og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamningsgerð.
Kjarninn 20. mars 2019
Ingrid Kuhlman
Uppskrift að hamingju frá eldri borgurum
Kjarninn 20. mars 2019
Minkaræktun í Kína
Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár
Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.
Kjarninn 19. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent