Katrín meðal áhrifamestu kvenfrelsissinna heims

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var valin í hóp tuttugu áhrifamikilla kvenna sem stuðli að auknu kynjajafnrétti í heiminum, af tímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallar um konurnar tuttugu í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í mars.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir var valin ein af tutt­ugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kyn­systra sinna um allan heim, af við­skipta­tíma­rit­in­u CEO Mag­azine. Tíma­ritið fjall­aði um kon­urnar tutt­ugu í nýjasta tölu­blaði sínu í til­efni alþjóða­dags kvenna þann 8. mars næst­kom­and­i. 

Eiga það sam­eig­in­legt að berj­ast fyrir rétt­lát­ari og jafn­ari heim

Forsíða CEO Magazine í mars 2019Leik­konan Ang­el­ina Jolie prýðir for­síð­una sem ein kvenn­anna á list­anum en auk hennar eru á list­anum leikkon­urnar Cate Blanchett og Emmu Watson á list­an­um. Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­an­um Ruth Bader Gins­burg er einnig á list­anum ásamt  bar­áttu­kon­unni Malölu Yousafzai og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra Íslands. 

Í umfjöllun CEO Mag­azien segir að hvort sem að kon­urnar á list­an­um sé leikkon­ur, for­sæt­is­ráð­herr­ar, nem­end­ur, íþrótta­kon­ur, lög­fræð­ingar eða við­skipta­kon­ur, þá eiga þær það allir í sam­eig­in­legt að vera berj­ast fyrir rétt­látri og jafn­ari heim. Hvort sem það er með því að stuðla að auknum kven­fyr­ir­myndum í tækni­geir­an­um, berj­ast fyrir jöfnum launum kynj­anna, styðja þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eða hvetja konur til að berj­ast fyrir rétt­indum sín­um. Þá séu þær hluti af þeim stóra hóp kvenna sem eru að nota vald sitt eða rödd  til að gera heim­inn að betri stað. 

Auglýsing

Yngsti kven­leið­togi Evr­ópu 

Í umfjöll­un ­tíma­rits­ins ­segir að yngsti kven­leið­togi Evr­ópu, Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi sterkar skoð­anir á rétt­indum kvenna og umhverf­is­mál­um. Fjallað er um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra en hún er jafn­framt þriðja yngsta mann­eskjan til að gegna þessu valda­mesta emb­ætti á Ísland­i. Enn fremur er fjallað um hvernig Ísland sé efst á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir þau lönd þar sem kynja­jafn­rétti mælist mest ­tí­unda árið í röð. Katrín er sögð stefna að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um ­fæð­ing­ar­or­lof hér á land­i. 

Haft er eftir grein sem Katrín skrif­aði fyrir ráð­stefnu Alþjóða­við­skipta­ráðs­ins að orlof beggja for­eldra taki á þeirri kerf­is­bundnu mis­munun sem konur hafi orðið fyrir á vinnu­mark­aði, vegna þess eins að þær gætu eign­ast börn. Ef karlar taki líka orlof frá vinnu til þess að hugsa um börnin sín hverfi þessi mis­mun­un. Jafn­framt segir hún í grein­inni að auki að margar íslenskar stjórn­mála­konur gætu ekki hafa náð þeim árangri sem þær hafa náð í dag ef ekki væri fyrir barna­gæslu og fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra. Þá sé hún sjálf gott dæmi þess.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent