Katrín meðal áhrifamestu kvenfrelsissinna heims

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var valin í hóp tuttugu áhrifamikilla kvenna sem stuðli að auknu kynjajafnrétti í heiminum, af tímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallar um konurnar tuttugu í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í mars.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir var valin ein af tutt­ugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kyn­systra sinna um allan heim, af við­skipta­tíma­rit­in­u CEO Mag­azine. Tíma­ritið fjall­aði um kon­urnar tutt­ugu í nýjasta tölu­blaði sínu í til­efni alþjóða­dags kvenna þann 8. mars næst­kom­and­i. 

Eiga það sam­eig­in­legt að berj­ast fyrir rétt­lát­ari og jafn­ari heim

Forsíða CEO Magazine í mars 2019Leik­konan Ang­el­ina Jolie prýðir for­síð­una sem ein kvenn­anna á list­anum en auk hennar eru á list­anum leikkon­urnar Cate Blanchett og Emmu Watson á list­an­um. Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­an­um Ruth Bader Gins­burg er einnig á list­anum ásamt  bar­áttu­kon­unni Malölu Yousafzai og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra Íslands. 

Í umfjöllun CEO Mag­azien segir að hvort sem að kon­urnar á list­an­um sé leikkon­ur, for­sæt­is­ráð­herr­ar, nem­end­ur, íþrótta­kon­ur, lög­fræð­ingar eða við­skipta­kon­ur, þá eiga þær það allir í sam­eig­in­legt að vera berj­ast fyrir rétt­látri og jafn­ari heim. Hvort sem það er með því að stuðla að auknum kven­fyr­ir­myndum í tækni­geir­an­um, berj­ast fyrir jöfnum launum kynj­anna, styðja þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eða hvetja konur til að berj­ast fyrir rétt­indum sín­um. Þá séu þær hluti af þeim stóra hóp kvenna sem eru að nota vald sitt eða rödd  til að gera heim­inn að betri stað. 

Auglýsing

Yngsti kven­leið­togi Evr­ópu 

Í umfjöll­un ­tíma­rits­ins ­segir að yngsti kven­leið­togi Evr­ópu, Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi sterkar skoð­anir á rétt­indum kvenna og umhverf­is­mál­um. Fjallað er um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra en hún er jafn­framt þriðja yngsta mann­eskjan til að gegna þessu valda­mesta emb­ætti á Ísland­i. Enn fremur er fjallað um hvernig Ísland sé efst á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir þau lönd þar sem kynja­jafn­rétti mælist mest ­tí­unda árið í röð. Katrín er sögð stefna að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um ­fæð­ing­ar­or­lof hér á land­i. 

Haft er eftir grein sem Katrín skrif­aði fyrir ráð­stefnu Alþjóða­við­skipta­ráðs­ins að orlof beggja for­eldra taki á þeirri kerf­is­bundnu mis­munun sem konur hafi orðið fyrir á vinnu­mark­aði, vegna þess eins að þær gætu eign­ast börn. Ef karlar taki líka orlof frá vinnu til þess að hugsa um börnin sín hverfi þessi mis­mun­un. Jafn­framt segir hún í grein­inni að auki að margar íslenskar stjórn­mála­konur gætu ekki hafa náð þeim árangri sem þær hafa náð í dag ef ekki væri fyrir barna­gæslu og fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra. Þá sé hún sjálf gott dæmi þess.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent