Katrín meðal áhrifamestu kvenfrelsissinna heims

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, var valin í hóp tuttugu áhrifamikilla kvenna sem stuðli að auknu kynjajafnrétti í heiminum, af tímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallar um konurnar tuttugu í tilefni af alþjóðlegum degi kvenna í mars.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir var valin ein af tutt­ugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kyn­systra sinna um allan heim, af við­skipta­tíma­rit­in­u CEO Mag­azine. Tíma­ritið fjall­aði um kon­urnar tutt­ugu í nýjasta tölu­blaði sínu í til­efni alþjóða­dags kvenna þann 8. mars næst­kom­and­i. 

Eiga það sam­eig­in­legt að berj­ast fyrir rétt­lát­ari og jafn­ari heim

Forsíða CEO Magazine í mars 2019Leik­konan Ang­el­ina Jolie prýðir for­síð­una sem ein kvenn­anna á list­anum en auk hennar eru á list­anum leikkon­urnar Cate Blanchett og Emmu Watson á list­an­um. Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­an­um Ruth Bader Gins­burg er einnig á list­anum ásamt  bar­áttu­kon­unni Malölu Yousafzai og Katrínu Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra Íslands. 

Í umfjöllun CEO Mag­azien segir að hvort sem að kon­urnar á list­an­um sé leikkon­ur, for­sæt­is­ráð­herr­ar, nem­end­ur, íþrótta­kon­ur, lög­fræð­ingar eða við­skipta­kon­ur, þá eiga þær það allir í sam­eig­in­legt að vera berj­ast fyrir rétt­látri og jafn­ari heim. Hvort sem það er með því að stuðla að auknum kven­fyr­ir­myndum í tækni­geir­an­um, berj­ast fyrir jöfnum launum kynj­anna, styðja þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eða hvetja konur til að berj­ast fyrir rétt­indum sín­um. Þá séu þær hluti af þeim stóra hóp kvenna sem eru að nota vald sitt eða rödd  til að gera heim­inn að betri stað. 

Auglýsing

Yngsti kven­leið­togi Evr­ópu 

Í umfjöll­un ­tíma­rits­ins ­segir að yngsti kven­leið­togi Evr­ópu, Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi sterkar skoð­anir á rétt­indum kvenna og umhverf­is­mál­um. Fjallað er um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra en hún er jafn­framt þriðja yngsta mann­eskjan til að gegna þessu valda­mesta emb­ætti á Ísland­i. Enn fremur er fjallað um hvernig Ísland sé efst á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir þau lönd þar sem kynja­jafn­rétti mælist mest ­tí­unda árið í röð. Katrín er sögð stefna að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um ­fæð­ing­ar­or­lof hér á land­i. 

Haft er eftir grein sem Katrín skrif­aði fyrir ráð­stefnu Alþjóða­við­skipta­ráðs­ins að orlof beggja for­eldra taki á þeirri kerf­is­bundnu mis­munun sem konur hafi orðið fyrir á vinnu­mark­aði, vegna þess eins að þær gætu eign­ast börn. Ef karlar taki líka orlof frá vinnu til þess að hugsa um börnin sín hverfi þessi mis­mun­un. Jafn­framt segir hún í grein­inni að auki að margar íslenskar stjórn­mála­konur gætu ekki hafa náð þeim árangri sem þær hafa náð í dag ef ekki væri fyrir barna­gæslu og fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra. Þá sé hún sjálf gott dæmi þess.

Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörg Mekkín Helgadóttir og Sigurður Einarsson Mäntylä flytja ávörp á ráðherrafundi um heimsmarkmiðin á morgun.
Trúa að rödd þeirra geti haft áhrif
Tveir fulltrúar frá ungmennaráði heimsmarksmiðanna munu ávarpa ráðherrafund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun.
Kjarninn 15. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Orkustríðið
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent