Hagnaður HB Granda jókst um 30 prósent

Hagnaður HB Granda var 4,4 milljarðar króna á árinu 2018. Forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, segir að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað á síðustu árum vegna styrkingar krónunnar og hærri veiðigjalda.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hagn­að­ist um 32,2 millj­ónir evra, jafn­virði 4,4 millj­arða króna á árinu 2018 og jókst hagn­að­ur­inn um 30 pró­sent frá árinu 2017 er hann nam 24,8 millj­ónum evra. Þetta kemur fram í árs­reikn­ing fyr­ir­tæks­ins sem birtur var í gær. Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda segir að hagn­aður fyr­ir­tæks­ins hafi minnkað á síð­ustu árum vegna styrk­ingu krón­unnar og hærri veiði­gjalda. HB Grandi seldi lax­eld­is­fé­lag í Síle á síð­asta ári, og nam ­sölu­hagn­að­ur­inn 14,9 millj­ónum evra, og segir for­stjór­inn það skýra að hluta góða afkomu ­fyr­ir­tæk­is­ins á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018. 

Ekki ásætt­an­leg rekstr­ar­af­koma

Hagn­að­ur­ HB Granda fyrir skatta, afskriftir og fjár­magnslið­i, EBIT­DA, nam 36,8 millj­ónum evra árið 2018 en nam 35,7 millj­ónum evra árið áður. Rekstr­ar­tekjur árs­ins 2018 námu 210,7 millj­ónum evra en þær voru 217,3 millj­ónir árið 2017. Á­hrif hlut­deild­ar­fé­laga voru jákvæð um 17 millj­ónir evra en þar af nam sölu­hagn­aður vegna sölu á lax­eld­is­fé­lag­in­u Salmo­nes Fri­ous­ur S.A. í Síle 14,9 millj­ónum evr­a. 

Heild­ar­eign­ir HB Granda í árs­lok 2018 námu 667,1 milljón evra, eða um 90,5 millj­örðum króna. Eigið fé nam 279,5 millj­ónum evra og var eig­in­fjár­hlut­fall 42 pró­sent og lækkar um 10 pró­sent frá því í árs­lok 2017. Heild­ar­skuldir námu 387,6 millj­ónum evra í árs­lok 2018. 

Auglýsing

Sé litið til fjórða árs­fjórð­ungs nam hagn­aður félags­ins 21 milljón evra, eða um 2,8 millj­örðum króna sam­an­borið við 7,5 millj­ónir evra árið áður­. EBTI­DA HB Granda á fjórða árs­fjórð­ungi nam 12,7 millj­ónum evra en var 3,4 millj­ónir á sama tíma­bili árið 2017.

Guðmundur Kristjánsson Mynd: Brim Seafood

„Rekstr­ar­af­kom­a HB Granda var ekki ásætt­an­leg á árinu 2018. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að minnka á síð­ustu árum vegna styrk­ingar íslenskrar krónu og hærri veiði­gjalda. Á seinni hluta árs­ins 2018 veikt­ist íslenska krónan og það styrkir útflutn­ings­fyr­ir­tæki. Árið 1992 fjár­fest­i HB Grandi í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Síle. Þetta fyr­ir­tæki seldi lax­eld­is­fyr­ir­tæki sitt á síð­asta ári og fékk HB Grandi tölu­verðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018.“ segir Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda.

Fyr­ir­tækið keypti Ögur­vík í fyrra

Í sept­em­ber í fyrra gerð­i HB Grandi hf. samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­­ar­­fé­lag­inu Ögur­vík ehf. Selj­andi hluta­fjár­­ins var ­Út­gerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur, áður Brim­s, ­sem jafn­­framt er stærsti eig­and­i HB Granda með 35 pró­­sent hlut. Þar er Guð­­mundur Krist­jáns­­son stærsti eig­andi, en hann er jafn­­framt for­­stjóri HB Granda.  ­Kaup­verðið á Ögur­vík var 12,3 millj­­arðar króna. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent