Hagnaður HB Granda jókst um 30 prósent

Hagnaður HB Granda var 4,4 milljarðar króna á árinu 2018. Forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, segir að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað á síðustu árum vegna styrkingar krónunnar og hærri veiðigjalda.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hagn­að­ist um 32,2 millj­ónir evra, jafn­virði 4,4 millj­arða króna á árinu 2018 og jókst hagn­að­ur­inn um 30 pró­sent frá árinu 2017 er hann nam 24,8 millj­ónum evra. Þetta kemur fram í árs­reikn­ing fyr­ir­tæks­ins sem birtur var í gær. Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda segir að hagn­aður fyr­ir­tæks­ins hafi minnkað á síð­ustu árum vegna styrk­ingu krón­unnar og hærri veiði­gjalda. HB Grandi seldi lax­eld­is­fé­lag í Síle á síð­asta ári, og nam ­sölu­hagn­að­ur­inn 14,9 millj­ónum evra, og segir for­stjór­inn það skýra að hluta góða afkomu ­fyr­ir­tæk­is­ins á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018. 

Ekki ásætt­an­leg rekstr­ar­af­koma

Hagn­að­ur­ HB Granda fyrir skatta, afskriftir og fjár­magnslið­i, EBIT­DA, nam 36,8 millj­ónum evra árið 2018 en nam 35,7 millj­ónum evra árið áður. Rekstr­ar­tekjur árs­ins 2018 námu 210,7 millj­ónum evra en þær voru 217,3 millj­ónir árið 2017. Á­hrif hlut­deild­ar­fé­laga voru jákvæð um 17 millj­ónir evra en þar af nam sölu­hagn­aður vegna sölu á lax­eld­is­fé­lag­in­u Salmo­nes Fri­ous­ur S.A. í Síle 14,9 millj­ónum evr­a. 

Heild­ar­eign­ir HB Granda í árs­lok 2018 námu 667,1 milljón evra, eða um 90,5 millj­örðum króna. Eigið fé nam 279,5 millj­ónum evra og var eig­in­fjár­hlut­fall 42 pró­sent og lækkar um 10 pró­sent frá því í árs­lok 2017. Heild­ar­skuldir námu 387,6 millj­ónum evra í árs­lok 2018. 

Auglýsing

Sé litið til fjórða árs­fjórð­ungs nam hagn­aður félags­ins 21 milljón evra, eða um 2,8 millj­örðum króna sam­an­borið við 7,5 millj­ónir evra árið áður­. EBTI­DA HB Granda á fjórða árs­fjórð­ungi nam 12,7 millj­ónum evra en var 3,4 millj­ónir á sama tíma­bili árið 2017.

Guðmundur Kristjánsson Mynd: Brim Seafood

„Rekstr­ar­af­kom­a HB Granda var ekki ásætt­an­leg á árinu 2018. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins hefur verið að minnka á síð­ustu árum vegna styrk­ingar íslenskrar krónu og hærri veiði­gjalda. Á seinni hluta árs­ins 2018 veikt­ist íslenska krónan og það styrkir útflutn­ings­fyr­ir­tæki. Árið 1992 fjár­fest­i HB Grandi í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Síle. Þetta fyr­ir­tæki seldi lax­eld­is­fyr­ir­tæki sitt á síð­asta ári og fékk HB Grandi tölu­verðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síð­asta árs­fjórð­ungi 2018.“ segir Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri HB Granda.

Fyr­ir­tækið keypti Ögur­vík í fyrra

Í sept­em­ber í fyrra gerð­i HB Grandi hf. samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­­ar­­fé­lag­inu Ögur­vík ehf. Selj­andi hluta­fjár­­ins var ­Út­gerð­­ar­­fé­lags Reykja­vík­­­ur, áður Brim­s, ­sem jafn­­framt er stærsti eig­and­i HB Granda með 35 pró­­sent hlut. Þar er Guð­­mundur Krist­jáns­­son stærsti eig­andi, en hann er jafn­­framt for­­stjóri HB Granda.  ­Kaup­verðið á Ögur­vík var 12,3 millj­­arðar króna. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent