Hagnaður HB Granda jókst um 30 prósent

Hagnaður HB Granda var 4,4 milljarðar króna á árinu 2018. Forstjóri HB Granda, Guðmundur Kristjánsson, segir að hagnaður fyrirtækisins hafi minnkað á síðustu árum vegna styrkingar krónunnar og hærri veiðigjalda.

HB Grandi
Auglýsing

HB Grandi hagnaðist um 32,2 milljónir evra, jafnvirði 4,4 milljarða króna á árinu 2018 og jókst hagnaðurinn um 30 prósent frá árinu 2017 er hann nam 24,8 milljónum evra. Þetta kemur fram í ársreikning fyrirtæksins sem birtur var í gær. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda segir að hagnaður fyrirtæksins hafi minnkað á síðustu árum vegna styrkingu krónunnar og hærri veiðigjalda. HB Grandi seldi laxeldisfélag í Síle á síðasta ári, og nam söluhagnaðurinn 14,9 milljónum evra, og segir forstjórinn það skýra að hluta góða afkomu fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi 2018. 

Ekki ásættanleg rekstrarafkoma

Hagnaður HB Granda fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 36,8 milljónum evra árið 2018 en nam 35,7 milljónum evra árið áður. Rekstrartekjur ársins 2018 námu 210,7 milljónum evra en þær voru 217,3 milljónir árið 2017. Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 17 milljónir evra en þar af nam söluhagnaður vegna sölu á laxeldisfélaginu Salmones Friousur S.A. í Síle 14,9 milljónum evra. 

Heildareignir HB Granda í árslok 2018 námu 667,1 milljón evra, eða um 90,5 milljörðum króna. Eigið fé nam 279,5 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall 42 prósent og lækkar um 10 prósent frá því í árslok 2017. Heildarskuldir námu 387,6 milljónum evra í árslok 2018. 

Auglýsing

Sé litið til fjórða ársfjórðungs nam hagnaður félagsins 21 milljón evra, eða um 2,8 milljörðum króna samanborið við 7,5 milljónir evra árið áður. EBTIDA HB Granda á fjórða ársfjórðungi nam 12,7 milljónum evra en var 3,4 milljónir á sama tímabili árið 2017.

Guðmundur Kristjánsson Mynd: Brim Seafood

„Rekstrarafkoma HB Granda var ekki ásættanleg á árinu 2018. Hagnaður fyrirtækisins hefur verið að minnka á síðustu árum vegna styrkingar íslenskrar krónu og hærri veiðigjalda. Á seinni hluta ársins 2018 veiktist íslenska krónan og það styrkir útflutningsfyrirtæki. Árið 1992 fjárfesti HB Grandi í sjávarútvegsfyrirtæki í Síle. Þetta fyrirtæki seldi laxeldisfyrirtæki sitt á síðasta ári og fékk HB Grandi töluverðan hagnað af þeirri sölu og skýrir það að hluta góða afkomu á síðasta ársfjórðungi 2018.“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda.

Fyrirtækið keypti Ögurvík í fyrra

Í september í fyrra gerði HB Grandi hf. samn­ing um kaup á öllu hlutafé útgerð­ar­fé­lag­inu Ögur­vík ehf. Selj­andi hluta­fjár­ins var Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, áður Brims, sem jafn­framt er stærsti eig­andi HB Granda með 35 pró­sent hlut. Þar er Guð­mundur Krist­jáns­son stærsti eig­andi, en hann er jafn­framt for­stjóri HB Granda.  Kaup­verðið á Ögur­vík var 12,3 millj­arðar króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent