Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri, innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, verður sérstakur ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York. Frá þessu greinir hún í stöðufærslu á Facebook.
Þar segist Hanna Birna spennt, stolt og þakklát fyrir „enn eitt tækifærið til að vinna að jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi.“
Hanna Birna hætti í stjórnmálum hérlendis eftir kosningarnar sem fram fóru haustið 2016. Hún hætti sem innanríkisráðherra í lok árs 2014 í kjölfar lekamálsins og fór í leyfi frá þingstörfum í kjölfarið. Skömmu síðar, eða í október 2015, ákvað hún að hætta sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar Hanna Birna tilkynni um að hún ætlaði að hætta í stjórnmálum sagði hún í tilkynningu að ástæðan væri einföld: „Mig langar að leita nýrra áskorana og nú er einfaldlega komið að þeim tímamótum í mínu lífi að ég tel rétt að nýta reynslu mina, orku og starfskrafta annars staðar en á vettvangi stjórnmálanna.“
Spennt, stolt og þakklát fyrir enn eitt tækifærið til að vinna að jafnrétti kynjanna á alþjóðavettvangi - nú sem Senior...
Posted by Hanna Birna on Thursday, February 28, 2019