Lífskjör barna versnuðu meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins

Niðurstöður skýrslu um lífskjör barna benda til þess að viðbrögð stjórnvalda við kreppunni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum hrunsins sem skyldi. Börn komu verr út en almenningur og börn í viðkvæmri stöðu enn verr.

mivikudagur-i-reykjavik_19930909929_o.jpg
Auglýsing
Lífs­kjör barna versnuðu hlut­falls­lega meira en lífs­kjör eft­ir­launa­þega og öryrkja í kjöl­far hruns­ins, sam­kvæmt nýrri rann­sókn­ar­skýrslu um lífs­kjör barna á Íslandi frá árinu 2004 til árs­ins 2016. Jafn­framt kemur fram í skýrsl­unni að þrátt fyrir að lífs­kjör barna hafi batnað mikið eftir 2011 þá áttu börn lengra í land árið 2016 með að ná aftur lífs­kjörum árs­ins 2008 en aðrir hóp­ar. 



Nið­ur­stöður skýrsl­unnar benda enn­fremur til þess að við­brögð stjórn­valda við krepp­unni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleið­ingum krepp­unnar sem skyldi. Árið 2016 stóð Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki hvað varðar útgjöld til barna­bóta, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs og til dag­gæslu. Sam­kvæmt skýrsl­unni er því  brýn­ast að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lág­tekju­mörkum eru börn ein­stæðra for­eldra

Brýnt að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra

Rann­sókn­ar­skýrslan var unnin af Kol­beini Stef­áns­syni, félags­fræð­ing, fyrir til­stilli Vel­ferð­ar­vakt­ar­innar en í rann­sókn­inni er þróun lífs­kjara og lífs­gæða barna rakin yfir­ ­tíma­bilið 2004 til 2016. Í ­skýrsl­unni kemur fram að á heild­ina litið eru lífs­kjör barna á Íslandi góð í sam­an­burði við flest önnur Evr­ópu­lönd. Árið 2016 voru lífs­kjör barna mæld í jafn­gildum ráð­stöf­un­ar­tekjum þau sjö­undu bestu í Evr­ópu, lág­tekju­hlut­fall­ið það þriðja lægsta og hlut­fall barna sem bjuggu á heim­ilum í fjár­hags­þreng­ingum var það sjö­unda lægsta. Þá voru börn und­ir lág­tekju­mörkum á Íslandi ekki mjög langt undir mörk­unum sam­an­borið við flest önnur Evr­ópu­lönd. Í skýrsl­unni segir að það bendi til þess að vand­inn sé ekki óyf­ir­stíg­an­legur ef grípa á til aðgerða til að draga úr fátækt á með­al barna.

Auglýsing

Aftur á móti segir í skýrsl­unni að þó að heild­ar­myndin sé ágæt séu engu að síður óleyst vanda­mál. Sam­kvæmt skýrsl­unni er brýn­ast að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra og barna þeirra, en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lág­tekju­mörkum eru börn ein­stæðra for­eldra. Auk þess þarf einnig að huga að börnum öryrkja. Jafn­framt sé ljóst að staðan á húsnæð­is­mark­aði hefur áhrif á líf­skjör barna. Mun­ur­inn á lág­tekju­hlut­föllum barna fyrir og eftir húsnæð­is­kostnað er með meira móti hér í sam­an­burð­i við önnur Evr­ópu­lönd. Það að búa í leigu­húsnæði hér á landi felur í sér auknar líkur á því að búa við fjár­hags­þreng­ing­ar.

Við­brögð stjórn­valda ekki náð að hlífa börnum við afleið­ingum krepp­unnar

Á milli 2008 og 2016 versnuðu líf­skjör barna, meira á Ís­landi en í öðrum Evr­ópu­lönd­um, að Grikk­landi und­an­skild­u, ­jafn­vel þó líf­skjörin hafi batnað eftir 2011. Þá var Ís­land á meðal þeirra þjóða þar sem tíðn­i fjár­hags­þreng­inga á heim­ilum barna jókst hvað mest í kjölfar hruns­ins en þó einnig á með­al­ þeirra landa þar sem dró einna mest úr fjár­hags­þreng­ingum eftir að krepp­unni lauk.  ­Börn sem búa á heim­ilum sem eru í við­kvæmri stöðu, svo sem börn ein­stæðra for­eldra, öryrkja og atvinnu­lausra, voru mun lík­legri til að búa við fjár­hags­þreng­ingar en börn á heim­ilum sem ekk­ert ofan­greint á við um. 

Mynd: Kjarninn

Versn­andi lífs­kjör barna á Íslandi í krepp­unni skýr­ast að mestu af því að atvinnu­tekjur heim­ila þeirra lækk­uðu. Nið­ur­stöður skýrsl­unnar sýna að félags­legar greiðslur á borð við barna­bæt­ur, fæð­ing­ar­or­lofs­greiðslur og húsa­leigu­bætur gerðu lítið til þess að draga úr áfall­inu og raunar jók þró­un barna­bóta á vand­ann, ef eitt­hvað er. Það er vegna þess að dregið var umtals­vert úr útgjöldum í til­færslur til fjöl­skyldu­mála og dregið var veru­lega úr stuðn­ingi við barna­fjöl­skyldur með breyt­ingum á upp­hæðum fæð­ing­ar­or­lofs­ins og auk­inni lág­tekju­miðun og minna örlæti barna­bóta. Batn­andi lífs­kjör barna eftir að krepp­unni lauk er því ekki vegna barna­bóta­kerfs­ins, enda hefur það ætíð verið frekar lág­tekju­miðað jafn­vel fyrir hrun, heldur skýr­ast þau mun frekar að stærstu leyti af vax­andi atvinnu­tekjum heim­ila þeirra eftir að upp­sveiflan hófst á ný.

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar benda því til þess að ekki hafi verið lögð sér­stök áhersla á að vernda börn á Íslandi fyrir áhrifum krepp­unn­ar né heldur að það hafi verið reynt að bæta lífs­kjör barna í gegnum tæki fjöl­skyldu­stefn­unnar þegar hagur þjóð­ar­bús­ins fór að vænkast. En árið 2016 stóð Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki hvað varðar útgjöld til barna­bóta, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs og til dag­gæslu og raunar var Ísland ekki í fremstu röð hvað varðar útgjöld til barna­bóta og fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs í víð­ara sam­hengi Evr­ópu­landa og rétt­indi til fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs all­nokkuð frá því sem best ger­ist.

Leggur til að fjórar til­lögur

Í lok skýrsl­unn­ar ­setur höf­undur fram fjórar til­lögur til draga úr barna­fá­tækt. Fyrsta til­lagan snýr að því að brúa ummön­unn­ar­tíma­bilið með því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið eða auka fram­boð af dag­heim­ila­plássum svo hægt sé að lækka inn­töku­ald­ur­inn. Í öðru lagi auka til­færslur til ein­stæðra for­eldra en sam­kvæmt skýrslu­höf­undi er skil­virkasta og hag­kvæmn­asta leiðin til að draga úr barna­fá­tækt að beina auknum stuðn­ingi að ein­stæðum for­eldrum og börnum þeirra. Það megi til dæmis gera með því að end­ur­skoða tekju­teng­ingu barna­bóta ein­stæðra for­elda. 

Í þriðja lagi að bjóða upp ókeypis skóla­mál­tíðir fyrir börn sem búa við fjár­hags­þreng­ingar en ófull­nægj­andi nær­ing er ein af megin orsökum margra lang­tíma­fleið­inga barna­fá­tækt­ar. Í fjóðra lagi leggur höf­undur til auk­inn­ar  nið­ur­greiðsla tóm­stunda­starfs barna sem búa við fjár­hags­þreng­inga en rann­sóknir hafa sýnt fram á að íþrótta- og tóm­stunda­starfi sé mik­il­vægur félags­legur vett­vangur fyrir börn.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent