Lífskjör barna versnuðu meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins

Niðurstöður skýrslu um lífskjör barna benda til þess að viðbrögð stjórnvalda við kreppunni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum hrunsins sem skyldi. Börn komu verr út en almenningur og börn í viðkvæmri stöðu enn verr.

mivikudagur-i-reykjavik_19930909929_o.jpg
Auglýsing
Lífskjör barna versnuðu hlutfallslega meira en lífskjör eftirlaunaþega og öryrkja í kjölfar hrunsins, samkvæmt nýrri rannsóknarskýrslu um lífskjör barna á Íslandi frá árinu 2004 til ársins 2016. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að þrátt fyrir að lífskjör barna hafi batnað mikið eftir 2011 þá áttu börn lengra í land árið 2016 með að ná aftur lífskjörum ársins 2008 en aðrir hópar. 


Niðurstöður skýrslunnar benda ennfremur til þess að viðbrögð stjórnvalda við kreppunni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum kreppunnar sem skyldi. Árið 2016 stóð Ísland hinum Norðurlöndunum að baki hvað varðar útgjöld til barnabóta, fæðingar- og foreldraorlofs og til daggæslu. Samkvæmt skýrslunni er því  brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra

Brýnt að bæta lífskjör einstæðra foreldra

Rannsóknarskýrslan var unnin af Kolbeini Stefánssyni, félagsfræðing, fyrir tilstilli Velferðarvaktarinnar en í rannsókninni er þróun lífskjara og lífsgæða barna rakin yfir tímabilið 2004 til 2016. Í skýrslunni kemur fram að á heildina litið eru lífskjör barna á Íslandi góð í samanburði við flest önnur Evrópulönd. Árið 2016 voru lífskjör barna mæld í jafngildum ráðstöfunartekjum þau sjöundu bestu í Evrópu, lágtekjuhlutfallið það þriðja lægsta og hlutfall barna sem bjuggu á heimilum í fjárhagsþrengingum var það sjöunda lægsta. Þá voru börn undir lágtekjumörkum á Íslandi ekki mjög langt undir mörkunum samanborið við flest önnur Evrópulönd. Í skýrslunni segir að það bendi til þess að vandinn sé ekki óyfirstíganlegur ef grípa á til aðgerða til að draga úr fátækt á meðal barna.

Auglýsing

Aftur á móti segir í skýrslunni að þó að heildarmyndin sé ágæt séu engu að síður óleyst vandamál. Samkvæmt skýrslunni er brýnast að bæta lífskjör einstæðra foreldra og barna þeirra, en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lágtekjumörkum eru börn einstæðra foreldra. Auk þess þarf einnig að huga að börnum öryrkja. Jafnframt sé ljóst að staðan á húsnæðismarkaði hefur áhrif á lífskjör barna. Munurinn á lágtekjuhlutföllum barna fyrir og eftir húsnæðiskostnað er með meira móti hér í samanburði við önnur Evrópulönd. Það að búa í leiguhúsnæði hér á landi felur í sér auknar líkur á því að búa við fjárhagsþrengingar.

Viðbrögð stjórnvalda ekki náð að hlífa börnum við afleiðingum kreppunnar

Á milli 2008 og 2016 versnuðu lífskjör barna, meira á Íslandi en í öðrum Evrópulöndum, að Grikklandi undanskildu, jafnvel þó lífskjörin hafi batnað eftir 2011. Þá var Ísland á meðal þeirra þjóða þar sem tíðni fjárhagsþrenginga á heimilum barna jókst hvað mest í kjölfar hrunsins en þó einnig á meðal þeirra landa þar sem dró einna mest úr fjárhagsþrengingum eftir að kreppunni lauk.  Börn sem búa á heimilum sem eru í viðkvæmri stöðu, svo sem börn einstæðra foreldra, öryrkja og atvinnulausra, voru mun líklegri til að búa við fjárhagsþrengingar en börn á heimilum sem ekkert ofangreint á við um. 

Mynd: Kjarninn

Versnandi lífskjör barna á Íslandi í kreppunni skýrast að mestu af því að atvinnutekjur heimila þeirra lækkuðu. Niðurstöður skýrslunnar sýna að félagslegar greiðslur á borð við barnabætur, fæðingarorlofsgreiðslur og húsaleigubætur gerðu lítið til þess að draga úr áfallinu og raunar jók þróun barnabóta á vandann, ef eitthvað er. Það er vegna þess að dregið var umtalsvert úr útgjöldum í tilfærslur til fjölskyldumála og dregið var verulega úr stuðningi við barnafjölskyldur með breytingum á upphæðum fæðingarorlofsins og aukinni lágtekjumiðun og minna örlæti barnabóta. Batnandi lífskjör barna eftir að kreppunni lauk er því ekki vegna barnabótakerfsins, enda hefur það ætíð verið frekar lágtekjumiðað jafnvel fyrir hrun, heldur skýrast þau mun frekar að stærstu leyti af vaxandi atvinnutekjum heimila þeirra eftir að uppsveiflan hófst á ný.

Niðurstöður skýrslunnar benda því til þess að ekki hafi verið lögð sérstök áhersla á að vernda börn á Íslandi fyrir áhrifum kreppunnar né heldur að það hafi verið reynt að bæta lífskjör barna í gegnum tæki fjölskyldustefnunnar þegar hagur þjóðarbúsins fór að vænkast. En árið 2016 stóð Ísland hinum Norðurlöndunum að baki hvað varðar útgjöld til barnabóta, fæðingar- og foreldraorlofs og til daggæslu og raunar var Ísland ekki í fremstu röð hvað varðar útgjöld til barnabóta og fæðingar- og foreldraorlofs í víðara samhengi Evrópulanda og réttindi til fæðingar- og foreldraorlofs allnokkuð frá því sem best gerist.

Leggur til að fjórar tillögur

Í lok skýrslunnar setur höfundur fram fjórar tillögur til draga úr barnafátækt. Fyrsta tillagan snýr að því að brúa ummönunnartímabilið með því að lengja fæðingarorlofið eða auka framboð af dagheimilaplássum svo hægt sé að lækka inntökualdurinn. Í öðru lagi auka tilfærslur til einstæðra foreldra en samkvæmt skýrsluhöfundi er skilvirkasta og hagkvæmnasta leiðin til að draga úr barnafátækt að beina auknum stuðningi að einstæðum foreldrum og börnum þeirra. Það megi til dæmis gera með því að endurskoða tekjutengingu barnabóta einstæðra forelda. 

Í þriðja lagi að bjóða upp ókeypis skólamáltíðir fyrir börn sem búa við fjárhagsþrengingar en ófullnægjandi næring er ein af megin orsökum margra langtímafleiðinga barnafátæktar. Í fjóðra lagi leggur höfundur til aukinnar  niðurgreiðsla tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrenginga en rannsóknir hafa sýnt fram á að íþrótta- og tómstundastarfi sé mikilvægur félagslegur vettvangur fyrir börn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent