Katrín Jakobsdóttir var valin ein af tuttugu konum sem skarað hafa fram úr og barist fyrir jöfnum hlut kynsystra sinna um allan heim, af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið fjallaði um konurnar tuttugu í nýjasta tölublaði sínu í tilefni alþjóðadags kvenna þann 8. mars næstkomandi.
Eiga það sameiginlegt að berjast fyrir réttlátari og jafnari heim
Leikkonan Angelina Jolie prýðir forsíðuna sem ein kvennanna á listanum en auk hennar eru á listanum leikkonurnar Cate Blanchett og Emmu Watson á listanum. Hæstaréttardómaranum Ruth Bader Ginsburg er einnig á listanum ásamt baráttukonunni Malölu Yousafzai og Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands.
Í umfjöllun CEO Magazien segir að hvort sem að konurnar á listanum sé leikkonur, forsætisráðherrar, nemendur, íþróttakonur, lögfræðingar eða viðskiptakonur, þá eiga þær það allir í sameiginlegt að vera berjast fyrir réttlátri og jafnari heim. Hvort sem það er með því að stuðla að auknum kvenfyrirmyndum í tæknigeiranum, berjast fyrir jöfnum launum kynjanna, styðja þolendur kynferðisofbeldis eða hvetja konur til að berjast fyrir réttindum sínum. Þá séu þær hluti af þeim stóra hóp kvenna sem eru að nota vald sitt eða rödd til að gera heiminn að betri stað.
Yngsti kvenleiðtogi Evrópu
Í umfjöllun tímaritsins segir að yngsti kvenleiðtogi Evrópu, Katrín Jakobsdóttir hafi sterkar skoðanir á réttindum kvenna og umhverfismálum. Fjallað er um hvernig Katrín sé önnur konan hér á landi til að gegna embætti forsætisráðherra en hún er jafnframt þriðja yngsta manneskjan til að gegna þessu valdamesta embætti á Íslandi. Enn fremur er fjallað um hvernig Ísland sé efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir þau lönd þar sem kynjajafnrétti mælist mest tíunda árið í röð. Katrín er sögð stefna að því að útrýma kynbundnum launamun á Íslandi innan fimm ára og að hún hyggst breyta lögum um fæðingarorlof hér á landi.
Haft er eftir grein sem Katrín skrifaði fyrir ráðstefnu Alþjóðaviðskiptaráðsins að orlof beggja foreldra taki á þeirri kerfisbundnu mismunun sem konur hafi orðið fyrir á vinnumarkaði, vegna þess eins að þær gætu eignast börn. Ef karlar taki líka orlof frá vinnu til þess að hugsa um börnin sín hverfi þessi mismunun. Jafnframt segir hún í greininni að auki að margar íslenskar stjórnmálakonur gætu ekki hafa náð þeim árangri sem þær hafa náð í dag ef ekki væri fyrir barnagæslu og fæðingarorlof beggja foreldra. Þá sé hún sjálf gott dæmi þess.