WOW air og Indigo Partners gefa sér mánuð í viðbót

Viðræður hafa staðið yfir í allan dag.

Skúli Mogensen Mynd: WOW air
Auglýsing

Óskað hefur verið mán­að­ar­fresti til við­bót­ar, við að klára við­ræður milli WOW air og banda­ríska félags­ins Indigo partners, sam­kvæmt til­kynn­ingu sem birst hefur á vef WOW air.

Í henni segir að reynt verði að ljúka við­ræðum fyrir 29. mar­s. 

Frestur sem skulda­bréfa­eig­endur WOW air gáfu til að ljúka við­ræð­um, átti að renna út í dag.

Auglýsing

Fundað hefur verið í allan dag vegna við­ræðna félag­anna tveggja, í höf­uð­stöðvum WOW air, en fjár­fest­ing frá banda­ríska félag­inu er WOW air lífs­nauð­syn­leg. 

Frá því í haust hefur fjár­hags­staða WOW air verið erf­ið, og í des­em­ber greip fyr­ir­tækið til þess að segja upp sam­tals 350 starfs­mönnum til að hag­ræða í rekstri og end­ur­skipu­leggja starf­sem­ina, á meðan við­ræður við hið banda­ríska félag stóðu enn yfir. 

Hinn 81 árs gamli Bill Franke stýrir banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­inu og má segja að það sé undir honum kom­ið, að fjár­fest­ingin í WOW air nái fram að ganga. 

WOW a­ir tap­aði 33,6 millj­­­ónum dala, sem jafn­­­­­gildir um 4,2 millj­­­arði króna, á fyrstu níu mán­uðum árs­ins í fyrra. Á sama tíma­bili árið á undan nam tap félags­­­ins 13,5 millj­­­ónum dala, jafn­­­virði tæp­­­lega 1,7 millj­­­arða króna miðað við núver­andi gengi.

Mikið er í húfi fyrir íslenskt efna­hags­líf, enda hefur WOW air verið í lyk­il­hlut­verki við upp­gang í ferða­þjón­ustu og efna­hags­lífi lands­ins, á und­an­förnum árum, og flutt til lands­ins 600 til 700 þús­und ferða­menn á ári, með til­heyr­andi marg­feld­is­á­hrifum á efna­hag lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent