Nýr veruleiki eftir skarpa veikingu

Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum hefur gefið verulega eftir á undanförnum mánuðum þrátt fyrir að Seðlabanki Íslands hafi staðið á bremsunni gagnvart frekari veikingu.

krónan mynd: Almenni lífeyrissjóðurinn
Auglýsing

Gengi krón­unnar gagn­vart evru og Banda­ríkja­dal hefur gefið veru­lega eftir á und­an­förnum mán­uð­um. Banda­ríkja­dalur kostar nú 121 krónu en evra 137 krónu. Fyrir rúmu ári kost­aði Banda­ríkja­dalur um 100 krónur og evra 120 krón­ur. 

Á einu ári hefur gengi krón­unnar gagn­vart Banda­ríkja­dal veikst um tæp­lega 20 pró­sent.

Nýr veru­leiki má segja að sé nú kom­inn fram í efna­hags­líf­inu, hvað þetta varð­ar, og er þessi veik­ing krón­unnar að ein­hverju leyti til marks um það. 

Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur þó staðið á brems­unni gagn­vart frek­ari veik­ingu und­an­farin miss­eri með marg­ít­rek­uðum inn­gripum á mark­aði, nú síð­ast í dag upp á um sex millj­ónir evra, eða sem nemur um 820 millj­ónum króna.

Bank­inn hefur sýnt með þessu að hann er til­bú­inn til að koma í veg fyrir að krónan veik­ist hratt með til­heyr­andi verð­bólgu­skoti og ójafn­væg­i. 

Mik­ill forði bank­ans, yfir 700 millj­arð­ar, eftir upp­gang í efna­hags­líf­inu á und­an­förnum árum, nýt­ist vel að þessu leyti.

Kólnun í kortum

Sam­kvæmt flestum hag­spám er nú kólnun í kort­unum eftir mikið upp­gangs­tíma­bil þar sem ferða­þjón­usta hefur verið mið­punktur hag­vaxt­ar­skeiðs­ins. Hag­vöxtur í fyrra var 4,6 pró­sent en gert er ráð fyrir að hann verði þó nokkuð minni á þessu ári eða bil­inu 1,5 til 3 pró­sent.

Verð­bólga mælist þrjú pró­sent og meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru 4,5 pró­sent.

Und­ir­liggj­andi staða þjóð­ar­búss­ins er sterk og afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum hefur verið við­var­and­i. 

Í nýj­ustu Hag­sjá Lands­bank­ans segir að afgang­ur­inn af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum á síð­asta ári, upp á 86,5 millj­arða króna, hafi verið nokkru meira en reiknað hafði verið með. „Fyrir lá að það yrði 159,2 ma.kr. halli af vöru­skipta­jöfn­uði, 245,7 ma.kr. afgangur af þjón­ustu­jöfn­uði, og því 86,5 ma.kr. afgangur af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum við útlönd.  Afgangur af þátta­tekju­jöfn­uði reynd­ist vera 16,8 ma.kr. en hall­inn af rekstr­ar­fram­lögum var 21,9 ma.kr. Þetta skýrir 5,1 ma.kr. lægri afgang af við­skipta­jöfn­uði en af vöru-og þjón­ustu. Þetta er nokkuð meiri afgangur en við bjugg­umst við, en í þjóð­hags­spá okkar í októ­ber gerðum við ráð fyrir um 50 millj­arða króna afgangi fyrir árið í heild.“

Í fyrr­nefndri spá bank­ans er gert ráð fyrir áfram­hald­andi afgangi af vöru- og þjón­ustu­við­skipt­um, en þó nokkuð mikið minni en það sem hefur verið uppi á ten­ingnum á und­an­förnum árum. Sam­kvæmt spánni verður afgang­ur­inn um 30 millj­arðar á árunum 2019 til 2021.

Margt getur leitt til verri stöðu, og má þar nefna loðnu­brest, en útlit er fyrir að engin verð­mæti skili sér í þjóð­ar­búið vegna sölu á loðnu úr landi inn á alþjóða­mark­aði, af þeirri ver­tíð sem ann­ars væri í gangi þessi miss­er­in. Það munar um minna, því heild­ar­verð­mæti vegna loðnu­við­skipta hafa verið á bil­inu 18 til 30 millj­arðar á ári, miðað við tölur Hag­stofu Íslands, á árunum 2015, 2016 og 2017.

Eins og hér sést, á mynd frá Keldan.is, hefur gengi krónunnar gefið verulega eftir.

Helsta óvissan í efna­hags­líf­inu snýr nú að tveimur þátt­u­m. 

Ann­ars vegar kjara­við­ræðum og hins vegar fjár­hags­stöðu WOW air. 

Að óbreyttu, ef ekki tekst að ná samn­ingum í þess­ari viku, þá hefj­ast víð­tækar verk­falls­að­gerðir um helg­ina. 

WOW air og banda­ríska félagið Indigo Partners ætla að taka sér frest til loka mán­að­ar, til 29. mars, til að reyna að ná sam­komu­lagi um fjár­fest­ingu síð­ar­nefnda félags­ins í WOW air. 

Fjár­hags­staða WOW air er afar þröng, eins og félagið hefur sjálft greint frá, en félagið hefur ekki skilað mót­fram­lags­greiðslum vegna líf­eyr­is­greiðslna starfs­fólks í þrjá mán­uði, en félagið hyggst koma þeim greiðslum í skil í þessum mán­uði, sam­kvæmt yfir­lýs­ingu félags­ins í dag.

WOW air hefur verið í burð­ar­hlut­verki í miklum efna­hags­upp­gangi síð­ustu ári, en með félag­inu hafa komið til lands­ins á bil­inu 600 til 700 þús­und ferða­menn á ári, með til­heyr­andi marg­feld­is­á­hrifum á hag­kerf­ið. Heild­ar­fjöldi ferða­manna var í fyrra um 2,3 millj­ón­ir. 

Mikið er í húfi fyrir hag­kerfi lands­ins, þegar kemur að WOW air, og eru stjórn­völd að fylgj­ast grannt með stöðu mála, eins og fram hefur komið á vef Kjarn­ans

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Hundruð vísindamanna segja kórónuveiruna geta borist í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, er enn efins um að SARS-CoV-2, veiran sem veldur COVID-19, geti borist í lofti eins og fjölmargir vísindamenn vilja meina. Stofnunin telur rannsóknir sem sýna eiga fram á þetta enn ófullnægjandi.
Kjarninn 6. júlí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Kerfislægur rasismi
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent