Kári: Skynsamlegt að ríkisstjórnin skipti sér beint af kjaradeilum

Kári Stefánsson skrifar í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar að nú sé ekki aðeins æskilegt heldur skynsamlegt að ríkisstjórnin skipti sér beint af kjaradeilum. Kári leggur til sjö liða kjarabót sem mögulegt framlag ríkisins.

Kári Stefánsson
Kári Stefánsson
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri íslenskrar erfða­grein­ing­ar, segir að akkúrat núna sé ekki aðeins rétt­læt­an­legt heldur einnig skyn­sam­legt að ­rík­is­stjórnir skipti sér beint af deilum á vinnu­mark­aði. Í opnu bréfi hans á Face­book, sem stílað er á Katrínu Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé ekki lík­legt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins geti kom­ist að sam­komu­lagi án þess að „eitt­hvað mik­il­vægt í íslensku sam­fé­lagi liggi í valn­um“. 

Hann segir þetta ver­a tæki­færi ­fyrir rík­is­stjórn­ina til þessa að sýna tölu­verða stjórn­kænsku við að verja hags­muni beggja aðila. Kári leggur því til sjö liða kjara­bót sem fram­lag rík­is­ins til kjara­mála sem hann segir að gæti gjör­breytt ástand­in­u. 

Líka að verja til­finn­ingar og sjálfs­mynd aðila vinnu­mark­aðs­ins

Í bréfi sínu segir Kári að nú séu harð­vítug átök á vinnu­mark­aði, verka­lýðs­fé­lögin krefj­ist mik­illar hækk­unar launa á sama tíma og það kreppi að þeim atvinnu­vegum sem beri upp efna­hags­líf þjóð­ar­inn­ar. „Laun­þegar í lægri ­kant­in­um ­segj­ast ekki geta lifað mann­sæm­andi lífi af tekjum sínum og fyr­ir­tækin halda því fram að þau myndu enda í þroti ef launa­kostn­aður ykist. Í þessu til­felli er ekki loku fyrir það skotið að báðir aðilar hafi rétt fyrir sér,“ segir Kári í stöðu­upp­færslu sinn­i. 

Auglýsing

Jafn­framt segir hann það ekki lík­legt að aðilar vinnu­mark­að­ar­ins geti kom­ist að sam­komu­lagi án þess að eitt­hvað mik­il­vægt í íslensku ­sam­fé­lag­i liggi í valn­um. Því sé það nú ekki aðeins æski­legt heldur einnig skyn­sam­legt að ­rík­is­stjórn­ir ­skipti sér beint af deilum á vinnu­mark­aði. Hann seg­ir það ­mik­il­vægt að gera sér grein fyrir því að verk­efnið sé ekki aðeins að verja efna­hags­lega heldur líka aðra hags­muni aðila vinnu­mark­að­ar­ins eins og ­til­finn­ing­ar þeirra og sjálfs­mynd. 

Leggur til að fjár­magnstekju­skattur verði hækk­aður í 38 pró­sent

Kári leggur því til sjö liða fram­lag af hend­i ­rík­is­ins ­sem gæti gjör­breytt ástand­in­u. Þar á meðal leggur hann til að rík­is­stjórnin myndi hafa milli­göngu um leik­skólar yrðu ókeypis, að hætt yrði að inn­heimta greiðslu fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu, að laun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja yrðu færð til sam­ræmis við það sem fólk­inu í land­inu þykir eðil­legt og fjár­magns­skattur verði hækk­aður í 38 pró­sent.  

Hann segir að slíkar aðgerðir myndu kosta sitt en að aftur á móti myndi sá kostn­aður blikna við hlið­ina á því tekju­tapi íslensks sam­fé­lags sem hlyt­ist af löngum verk­föll­um. „Það er ein­fald­lega verk­efni rík­is­stjórn­ar­innar að leysa þann vanda á vinnu­mark­aði sem blasir við okkur í dag, og er það klár­lega mik­il­væg­asta verk­efni sem hún hefur staðið frammi fyr­ir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurð­inn er eins gott fyrir ráð­herra hennar að fara að leita sér að vinnu ann­ars stað­ar.“ Að lokum segir Kári í bréf­inu að ef rík­is­stjórnin leggi sitt af mörkum á þann máta sem hann leggur til og verka­lýðs­for­ystan neiti að meta það að verð­leikum þá yrði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að verka­lýðs­for­yst­unni þyki vænna um átök en um­bjóð­end­ur sína.  

1. Rík­is­stjórnin hafi milli­göngu um að leik­skólar yrðu ókeyp­is. Það myndi létta byrð­ina svo um mun­aði hjá ungu fólki. Það er skringi­legt að það skuli vera skóla­gjöld á því eina stigi skóla­kerf­is­ins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meiri­hluta.

2. Hætt yrði að inn­heimta greiðslu af þeim sem leita til heil­brigð­is­kerf­is­ins, það yrði fjár­magnað alfarið af skatt­fé. Þegar það er skatt­lagt til þess að greiða fyrir heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verð­mæti ann­ars staðar sem er algeng rök­semd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heil­brigð­is­þjón­ustan er ekki mun­aður heldur nauð­syn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðslu­dreif­ingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöð­unni.

3. Auka stuðn­ing við grunn­skól­ana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erf­iðum aðstæðum fái tæki­færi til jafns á við önnur börn.

4. Rík­is­stjórnin sjái til þess að verð á raf­magni og hita hald­ist innan ákveð­inna marka. Lands­virkjun sem er í eigu rík­is­ins skil­aði betri afkomu á síð­asta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfir­lýs­ingu um að hún ætl­aði að hækka gjald­skrá sína tölu­vert. Meira að segja í Banda­ríkj­un­um, heima­landi hins óhefta kap­ít­al­isma, er fyr­ir­tækjum sem selja raf­magn og hita (utilities) snið­inn þröngur stakkur við verð­lagn­ingu.

5. Rík­is­stjórnin sjái til þess að laun for­stjóra rík­is­fyr­ir­tækja og stofn­ana og ann­arra á vegum hins opin­bera yrðu færð til sam­ræmis við það sem fólk­inu í land­inu finnst eðli­legt.

6. Fjár­magnstekju­skattur verði hækk­aður í 38%.

7. Ríkið leggi að mörkum til þess að koma á fót eðli­legum leigu­mark­að­i. 

Að stjórn­a Opið bréf til Katrínar og Bjarna Kári Stef­áns­son Það er svo skrítið með erf­ið­leika að þeir opna gjarn­an...

Posted by Kari Stef­ans­son on Wed­nes­day, March 6, 2019

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent