Peningaþvættismálum sem rata inn til rannsakenda fjölgar hratt

Peningaþvættisrannsóknir eru orðnar fyrirferðameiri hluti af starfsemi skattrannsóknarstjóra og héraðssaksóknara. Miklir fjármunir geta verið undir í málunum. Fjármunir sem með réttu ættu að renna í ríkissjóð.

Peningaþvætti
Auglýsing

Ný lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti hafa leitt af sér að stór­aukin áhersla er nú lögð á rann­sóknir vegna gruns um slíkt athæfi hjá þeim emb­ættum sem þeim sinna.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri birti frétt á vef sínum 26. febr­úar síð­ast­lið­inn þar sem emb­ættið fór yfir aðgerðir sínar vegna pen­inga­þvættis á und­an­förnum árum. Þar kom fram að 37 pen­inga­þvætt­is­mál hefðu verið skráð hjá emb­ætt­inu á árunum 2016 til 2018. Meiri­hluti þeirra, eða 20 tals­ins, voru skráð í fyrra.

Á árinu 2018 lauk rann­sókn í alls sex málum sem áttu rætur að rekja til grein­inga pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu. Í frétt­inni sagði að gera megi ráð fyrir að rík­is­sjóður hafi orðið af á 178 millj­ónum króna í skatt­tekjur ein­ungis af þessum sex mál­um. „Nú eru á annan tug mála til með­ferðar og í ljósi áherslu stjórn­valda á þennan mála­flokk verður á næstu miss­erum lagður auk­inn kraftur í rann­sóknir þess­ara mála hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra.“

RÚV greindi svo frá því á mið­viku­dags­kvöld að til­kynn­ingar vegna grun­sam­legra pen­inga­færslna til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu hér­aðs­sak­sókn­ara, sem nú heitir skrif­stofa fjár­mála­grein­inga lög­reglu)  hafi marg­fald­ast á síð­ustu árum. Árið 2015 hafi þær verið 158 en í fyrra hafi fjöldi þeirra verið tæp­lega átt­falt fleiri, eða um 1.200 tals­ins. Þar var haft eftir Ólafi Þór Hauks­syni hér­aðs­sak­sókn­ara að helsta skýr­ing þessa væri sú að höftin hafi verið afnumin árið 2017 og þá hafi fjár­mála­færslur auk­ist í fram­hald­inu. „Á sama tíma er verið að hvetja fjár­mála­stofn­anir og til­kynn­ing­ar­skylda aðila til þess að senda og gera við­vart þegar þeir sjá eitt­hvað grun­sam­legt. Síðan hefur sú ein­ing sem vinnur við þetta hjá okkur verið stækkuð sem gerir okkur fær um að herða aðeins á þessu.“

Auglýsing
Í grein­ar­gerð sem fylgdi með frum­varpi að nýjum heild­­ar­lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka sem varð að lögum í byrjun árs 2019 kom fram að aukin umfjöllun um pen­inga­þvætti hefði leitt til þess að til­kynn­ingum um slíkt hefði fjölgað umtals­vert.

Þar kom enn fremur fram að fjölgun til­­kynn­inga hafi leitt til fleiri rann­­sókna að hálfu lög­­­reglu og að fyr­ir­­séð væri að mála­­fjöldi muni halda áfram að aukast með auk­inni fræðslu og eft­ir­liti sem stefnt sé að.

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um stöðu mála hvað varðar varnir gegn pen­inga­þvætti í frétta­skýr­ingu sem birt­ist í morg­un. Þessi frétt er hluti af þeirri umfjöll­un.

Hér að neðan má sjá brot úr við­tali við Ólaf Þór Hauks­son hér­aðs­sak­sókn­ara í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut frá því í októ­ber 2018 þar sem hann ræðir meðal ann­ars pen­inga­þvætti á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent