Umfjöllun leiddi til aukningar á tilkynningum um peningaþvætti

Alls móttók peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara 655 tilkynningar um peningaþvætti á árinu 2016. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 urðu þær rúmlega 800 talsins.

Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Peningaþvættisskrifstofan var færð til embættis hans sumarið 2015.
Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari. Peningaþvættisskrifstofan var færð til embættis hans sumarið 2015.
Auglýsing

Aukin umfjöllun um pen­inga­þvætti leiddi til þess að til­kynn­ingum til pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu hér­aðs­sak­sókn­ara hefur fjölgað  um­tals­vert. Á árinu 2016 voru mót­teknar 655 slíkar til­kynn­ing­ar, árið 2017 voru þær 718 en á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2018 voru þær rúm­lega 800 tals­ins. 

Þetta kemur fram í grein­ar­gerð sem fylgdi með frum­varpi að nýjum heild­ar­lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka sem varð að lögum í byrjun árs 2019.

Ef til­kynn­ingar til pen­inga­þvætt­is­skrif­stof­unnar urðu jafn margar á síð­asta þriðj­ungi árs­ins og þær urðu á fyrstu átta mán­uðum þess þá má ætla að fjöldi til­kynn­inga hafi nálægt tvö­fald­ast frá árinu 2016.

Í grein­ar­gerð­inni kom fram að fjölgun til­kynn­inga hafa leitt til fleiri rann­sókna að hálfu lög­reglu og að fyr­ir­séð sé að mála­fjöldi muni halda áfram að aukast með auk­inni fræðslu og eft­ir­liti sem stefnt sé að.

Kjarn­inn greindi frá helstu breyt­ing­unum sem fylgja nýrri heild­ar­lög­gjöf um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka í frétta­skýr­ingu í gær. Þar kom meðal ann­ars fram að í apríl 2018 hafi íslenskum stjórn­völdum verið gert það ljóst af sam­tök­unum Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) að annað hvort myndu þau taka sig til og inn­leiða almenni­legar varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka eða landið myndi verða sett á lista alþjóð­legu sam­tak­ana Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) um ósam­vinnu­þýð ríki.

Auglýsing
Í úttekt sam­tak­anna á stöðu mála Íslandi fengu varnir Íslands gegn pen­inga­þvætti fall­ein­kunn. íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­leg­ar, og Ísland færi á lista FATF yfir ósam­vinnu­þýð ríki myndi það, að mati inn­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­legan hnekki.

Ef Ísland yrði sett á slíkan lista myndi það einnig leiða til þess að gerðar yrðu strang­ari kröfur til lands­ins og aðila sem þar búa um hvers konar fjár­mála­starf­semi, stofnun úti­búa, dótt­ur­fé­laga og umboðs­skrif­stofa og jafn­vel útgáfu aðvar­ana um að við­skipti við íslenska aðila sem gætu falið í sér hættu á pen­inga­þvætti.

Starfs­hópur á vegum dóms­mála­ráð­herra var settur í að semja frum­varp um heild­ar­end­ur­skoðun á lögum um pen­inga­þvætti og hryðju­verka.

Sú vinna skil­aði því að Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra lagði fram frum­varp um ný heild­ar­lög 5. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Frum­varpið varð að lögum með öllum greiddum atkvæðum þing­manna þann sama dag. Þau tóku gildi á þriðju­dag, þann 1. jan­úar 2019.Vill ekki að það verði spekileki frá landinu
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill fá upplýsingar um hver menntun þeirra Íslendinga sem flytja frá landinu sé til að meta það hvort að þar sé um að ræða fólk sem samfélagið hefur fjárfest í menntun hjá.
Kjarninn 24. mars 2019
WOW vill selja lánadrottnum hluti í félaginu
WOW air hefur hafið samningaviðræður við skuldabréfaeigendur sína um að breyta skuldum í hlutafé.
Kjarninn 24. mars 2019
Icelandair slítur viðræðum við WOW air
Samningaviðræðum milli flugfélaganna er formlega slitið.
Kjarninn 24. mars 2019
Viðræðum lokið hjá WOW air og Icelandair - Fundað með stjórnvöldum
Tilkynningar er að vænta um niðurstöðu í viðræðum milli WOW air og Icelandair um mögulega sameiningu félaganna.
Kjarninn 24. mars 2019
Karolina Fund: Hlynur Ben gefur út II Úlfar
Tónlistarmaðurinn Hlynur Ben er nú í óða önn að klára sína þriðju breiðskífu og vonast hann til að geta gefið hana út á afmælisdaginn sinn, þann 30. ágúst næstkomandi.
Kjarninn 24. mars 2019
Fimm vopn sem fyrst litu dagsins ljós í fyrri heimsstyrjöld
Fyrri heimstyrjöldin færði okkur miklar hörmungar. Ný vopn litu dagsins ljós, sem höfðu mikil áhrif á stríðið.
Kjarninn 24. mars 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann
Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.
Kjarninn 24. mars 2019
Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.
Farsinn sem breyttist í harmleik
Skrautlegar sögur af „bunga bunga“ kynlífsveislum Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu falla í skuggann af ásökunum um vændi við ólögráða stúlku og dómsmáli þar sem eitt lykilvitnið lést á grunsamlegan hátt.
Kjarninn 24. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent