Már: „Það voru 36 milljarðar lausir“

Már Guðmundsson segir að einn stór aflandskrónueigandi, sem sé ekki rétt að kalla vogunarsjóð, sé enn að skoða stöðu sína. Það sé vel opið að aðilinn ákveði að fara ekki úr landi með fjármuni sína.

Már Guðmundsson
Auglýsing

„Það voru 36 millj­arðar laus­ir. Þannig að við höfum verið að búa okkur undir það að það séu bara 36 millj­arðar sem flæði núna út á mjög stuttum tíma. En af mörgum ástæðum þótti okkur betra að kom­ast hjá því að við þessa 36 bætt­ust 25.“

Þetta sagði Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni, þar sem þeir ræddu um nýsett lög sem heim­il­uðu aflandskrónu­eig­endum að fara með eignir sínar úr landi. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an:Frum­varpið sem var sam­þykkt fól í sér að heim­ila eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eig­endum að fara út með eignir sínar og lækk­aði sömu­leiðis bind­inga­hlut­fall á reiðufé sem kemur hingað til lands úr 20 pró­sent í 0 pró­sent.

Mið­flokk­ur­inn lagð­ist í mál­þóf á Alþingi gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt og tafði með því afgreiðslu þess. Seðla­bank­inn hafði varað við því að afgreiða þyrfti frum­varpið áður en að ákveð­inn skulda­bréfa­flokkur kæmi á gjald­daga 26. febr­ú­ar, ann­ars myndi Seðla­bank­inn þurfa að eyða meiri forða til að koma í veg fyrir geng­is­fall íslensku krón­unnar í tengslum við losun aflandskróna vegna þess að 25 millj­arðar aflandskróna hefðu getað losn­að.

Auglýsing
Már segir að þetta hafi ekki raun­ger­st, að minnsta kosti enn­þá. „Okkar von er sú að þetta hafi verið nægj­an­lega tím­an­lega til að hún muni ekki raun­ger­ast. Auð­vitað var þarna einn stór aðili, sem vill bara gjarnan vera hér áfram og er ekki vog­un­ar­sjóður á neinn hátt, meira svona gam­al­dags fjár­fest­ing­ar­sjóður og frekar hæg­fara í öllu og veltir öllu nákvæm­lega fyrir sér. Hann er núna ennþá að skoða þessa stöðu og það er vel opið að hann fari ekki út.“

Seðla­bank­inn greip inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn á þriðju­dag og keypti gjald­eyri fyrir 2,5 millj­arða króna til að vinna gegn veik­ingu íslensku krón­unn­ar. Már sagði að Seðla­bank­inn ráði þó vel við það útflæði sem gæti orð­ið. „Að­ilar á mark­aði hafa verið að kvarta undan því að hin sér­staka bindi­skylda á fjár­magnsinn­streymi, að hún væri að trufla virkni mark­að­ar­ins vegna þess að það væri skortur á fram­boði og það þyrfti fleiri fjár­festa inn á þennan mark­að, og líka erlenda fjár­festa. Að mínu mati var sumt af þessu svo­lítið ofsagt hjá þeim, en það var svo­lítið til í þessu, að því að það voru aðrar ástæður fyrir því sem var að ger­ast á mark­aðn­um. En ef það hefði bæst við að þessir 25 millj­arðar væru að fara út, þá hefði hlut­deild erlendra fjár­festa í skulda­bréfa­mark­aðn­um, sem er mjög lág hér á Íslandi miðað við ann­ars stað­ar, og þarf kannski að vera lág vegna þess að við erum við­kvæm­ari mark­að­ur, hún hefði lækkað enn frekar og farið langt niður fyrir þessi örygg­is­mörk sem við þurfum að hafa á því.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Grænleitur litur á einni af gasbólunum miklu sem koma upp á yfirborðið í Eystrasalti.
Er gaslekinn í Eystrasalti ógn við loftslagið?
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna gaslekans í Eystrasalti er gríðarleg en hún er þó aðeins örlítill dropi í hafið af umfangi losunar mannanna á ári hverju. Fyrir loftslagið væri best að bera eld að gasbólunum miklu.
Kjarninn 29. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent