Már: „Það voru 36 milljarðar lausir“

Már Guðmundsson segir að einn stór aflandskrónueigandi, sem sé ekki rétt að kalla vogunarsjóð, sé enn að skoða stöðu sína. Það sé vel opið að aðilinn ákveði að fara ekki úr landi með fjármuni sína.

Már Guðmundsson
Auglýsing

„Það voru 36 millj­arðar laus­ir. Þannig að við höfum verið að búa okkur undir það að það séu bara 36 millj­arðar sem flæði núna út á mjög stuttum tíma. En af mörgum ástæðum þótti okkur betra að kom­ast hjá því að við þessa 36 bætt­ust 25.“

Þetta sagði Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni, þar sem þeir ræddu um nýsett lög sem heim­il­uðu aflandskrónu­eig­endum að fara með eignir sínar úr landi. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an:Frum­varpið sem var sam­þykkt fól í sér að heim­ila eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eig­endum að fara út með eignir sínar og lækk­aði sömu­leiðis bind­inga­hlut­fall á reiðufé sem kemur hingað til lands úr 20 pró­sent í 0 pró­sent.

Mið­flokk­ur­inn lagð­ist í mál­þóf á Alþingi gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt og tafði með því afgreiðslu þess. Seðla­bank­inn hafði varað við því að afgreiða þyrfti frum­varpið áður en að ákveð­inn skulda­bréfa­flokkur kæmi á gjald­daga 26. febr­ú­ar, ann­ars myndi Seðla­bank­inn þurfa að eyða meiri forða til að koma í veg fyrir geng­is­fall íslensku krón­unnar í tengslum við losun aflandskróna vegna þess að 25 millj­arðar aflandskróna hefðu getað losn­að.

Auglýsing
Már segir að þetta hafi ekki raun­ger­st, að minnsta kosti enn­þá. „Okkar von er sú að þetta hafi verið nægj­an­lega tím­an­lega til að hún muni ekki raun­ger­ast. Auð­vitað var þarna einn stór aðili, sem vill bara gjarnan vera hér áfram og er ekki vog­un­ar­sjóður á neinn hátt, meira svona gam­al­dags fjár­fest­ing­ar­sjóður og frekar hæg­fara í öllu og veltir öllu nákvæm­lega fyrir sér. Hann er núna ennþá að skoða þessa stöðu og það er vel opið að hann fari ekki út.“

Seðla­bank­inn greip inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn á þriðju­dag og keypti gjald­eyri fyrir 2,5 millj­arða króna til að vinna gegn veik­ingu íslensku krón­unn­ar. Már sagði að Seðla­bank­inn ráði þó vel við það útflæði sem gæti orð­ið. „Að­ilar á mark­aði hafa verið að kvarta undan því að hin sér­staka bindi­skylda á fjár­magnsinn­streymi, að hún væri að trufla virkni mark­að­ar­ins vegna þess að það væri skortur á fram­boði og það þyrfti fleiri fjár­festa inn á þennan mark­að, og líka erlenda fjár­festa. Að mínu mati var sumt af þessu svo­lítið ofsagt hjá þeim, en það var svo­lítið til í þessu, að því að það voru aðrar ástæður fyrir því sem var að ger­ast á mark­aðn­um. En ef það hefði bæst við að þessir 25 millj­arðar væru að fara út, þá hefði hlut­deild erlendra fjár­festa í skulda­bréfa­mark­aðn­um, sem er mjög lág hér á Íslandi miðað við ann­ars stað­ar, og þarf kannski að vera lág vegna þess að við erum við­kvæm­ari mark­að­ur, hún hefði lækkað enn frekar og farið langt niður fyrir þessi örygg­is­mörk sem við þurfum að hafa á því.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Sumarið er tími malbikunarframkvæmda.
Nýja malbikið víða tilbúið í hefðbundinn hámarkshraða
Hámarkshraði hefur verið lækkaður á þeim vegarköflum sem eru nýmalbikaðir en nú eru þær takmarkanir brátt á enda víða á höfuðborgarsvæðinu. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir hraðann ekki hækkaðan fyrr en viðnám sé orðið ásættanlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent