Már: „Það voru 36 milljarðar lausir“

Már Guðmundsson segir að einn stór aflandskrónueigandi, sem sé ekki rétt að kalla vogunarsjóð, sé enn að skoða stöðu sína. Það sé vel opið að aðilinn ákveði að fara ekki úr landi með fjármuni sína.

Már Guðmundsson
Auglýsing

„Það voru 36 millj­arðar laus­ir. Þannig að við höfum verið að búa okkur undir það að það séu bara 36 millj­arðar sem flæði núna út á mjög stuttum tíma. En af mörgum ástæðum þótti okkur betra að kom­ast hjá því að við þessa 36 bætt­ust 25.“

Þetta sagði Már Guð­munds­son seðla­banka­stjóri í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni, þar sem þeir ræddu um nýsett lög sem heim­il­uðu aflandskrónu­eig­endum að fara með eignir sínar úr landi. Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an:Frum­varpið sem var sam­þykkt fól í sér að heim­ila eft­ir­stand­andi aflandskrónu­eig­endum að fara út með eignir sínar og lækk­aði sömu­leiðis bind­inga­hlut­fall á reiðufé sem kemur hingað til lands úr 20 pró­sent í 0 pró­sent.

Mið­flokk­ur­inn lagð­ist í mál­þóf á Alþingi gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt og tafði með því afgreiðslu þess. Seðla­bank­inn hafði varað við því að afgreiða þyrfti frum­varpið áður en að ákveð­inn skulda­bréfa­flokkur kæmi á gjald­daga 26. febr­ú­ar, ann­ars myndi Seðla­bank­inn þurfa að eyða meiri forða til að koma í veg fyrir geng­is­fall íslensku krón­unnar í tengslum við losun aflandskróna vegna þess að 25 millj­arðar aflandskróna hefðu getað losn­að.

Auglýsing
Már segir að þetta hafi ekki raun­ger­st, að minnsta kosti enn­þá. „Okkar von er sú að þetta hafi verið nægj­an­lega tím­an­lega til að hún muni ekki raun­ger­ast. Auð­vitað var þarna einn stór aðili, sem vill bara gjarnan vera hér áfram og er ekki vog­un­ar­sjóður á neinn hátt, meira svona gam­al­dags fjár­fest­ing­ar­sjóður og frekar hæg­fara í öllu og veltir öllu nákvæm­lega fyrir sér. Hann er núna ennþá að skoða þessa stöðu og það er vel opið að hann fari ekki út.“

Seðla­bank­inn greip inn í gjald­eyr­is­mark­að­inn á þriðju­dag og keypti gjald­eyri fyrir 2,5 millj­arða króna til að vinna gegn veik­ingu íslensku krón­unn­ar. Már sagði að Seðla­bank­inn ráði þó vel við það útflæði sem gæti orð­ið. „Að­ilar á mark­aði hafa verið að kvarta undan því að hin sér­staka bindi­skylda á fjár­magnsinn­streymi, að hún væri að trufla virkni mark­að­ar­ins vegna þess að það væri skortur á fram­boði og það þyrfti fleiri fjár­festa inn á þennan mark­að, og líka erlenda fjár­festa. Að mínu mati var sumt af þessu svo­lítið ofsagt hjá þeim, en það var svo­lítið til í þessu, að því að það voru aðrar ástæður fyrir því sem var að ger­ast á mark­aðn­um. En ef það hefði bæst við að þessir 25 millj­arðar væru að fara út, þá hefði hlut­deild erlendra fjár­festa í skulda­bréfa­mark­aðn­um, sem er mjög lág hér á Íslandi miðað við ann­ars stað­ar, og þarf kannski að vera lág vegna þess að við erum við­kvæm­ari mark­að­ur, hún hefði lækkað enn frekar og farið langt niður fyrir þessi örygg­is­mörk sem við þurfum að hafa á því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent