Eignir skráðra félaga komnar yfir 2.500 milljarða

Sár vöntun er á meiri erlendri fjárfestingu inn á íslenskan skráðan markað. Rekstrarkennitölur félaga sem skráð eru á íslenska markaðinn eru heilbrigðar í alþjóðlegum samanburði.

Kauphöll
Auglýsing

Eignir skráðra félaga á Íslandi nema nú 2.523 millj­örðum króna, sé mið tekið af nýj­ustu upp­lýs­ingum í upp­gjörum þeirra, en það er upp­hæð sem nemur um 2,5 sinnum mark­aðsvirði þeirra um þessar mund­ir, sem er um þús­und millj­arðar króna. Það er upp­hæð sem nemur um 7,1 milljón á hvern Íslend­ing.

Stærstur hluti eigna skráðu félag­ana, eða 46,1 pró­sent, liggur í eignum Arion banka, og eru þar útlán til heim­ila og fyr­ir­tækja lang­sam­lega stærsti hlut­inn. 

Efna­hags­reikn­ingar banka eru mun stærri en hjá flestum öðrum fyr­ir­tækj­um, eins og gefur að skilja í ljósi eðlis rekst­urs­ins, og því hefur staða Arion banka afger­andi áhrif á heild­ar­mynd­ina hvað varðar eignir skráðu félag­anna. Bank­inn er einnig skráður á markað í Sví­þjóð, en hjartað í starf­sem­inni er enn sem komið er nær ein­göngu á Íslandi.

Auglýsing

Í umfjöll­unum Kjarn­ans und­an­farið hefur verið varpað ljósi á stöðu íslenska hluta­bréfa­mark­að­ar­ins um þessar mund­ir, meðal ann­ars hvað varðar eigið fé skráðu fyr­ir­tækj­anna og einnig skulda­stöðu. Sé litið til þess­ara mæli­kvarða þá er skuld­setn­ing meðal skráðra íslenskra félaga frekar hóf­leg og eig­in­fjár­staða, í sam­hengi við mark­aðsvirði þeirra, nokkuð sterk. 

Hér má sjá hvernig eignir skráðra félaga skiptist eftir tegundum rekstrar.

Nýr mark­aður með aðrar stoðir

Sé litið til eigna­sam­setn­ingar mark­að­ar­ins - kjöl­fest­unnar í rekstr­inum - þá er stór hluti af hinum skráða mark­aði bundin við íslenska mark­að­inn, og vaxt­ar­tæki­færi að því leyt­inu til tak­mörk­uð. Mar­el, Origo, Eim­skip, HB Grandi og Icelandair eru alþjóð­leg fyr­ir­tæki í þeim skiln­ingi að langstærstur hluti starf­semi þeirra teng­ist alþjóð­legum við­skiptum og upp­runi tekna er erlend­is. Vegna umfangs ferða­þjón­ust­unnar í íslenska hag­kerf­inu má segja að flest fyr­ir­tækin á íslenska mark­aðnum séu með einum að öðrum hætti tengd við­skiptum við útlönd, en vaxt­ar­tæki­færi sumra þeirra erlendis eru tak­mörk­uð, nema að teknar séu ákvarð­anir um að fara í útrás á erlenda mark­aði með vörur eða þjón­ust­u. 

Hið alþjóð­lega mik­il­vægi

Í alþjóð­legu sam­hengi er hlut­verk skráðs mark­aðar í hag­kerf­inu afar viða­mikið og marg­slung­ið. Í stuttu máli mætti kalla skráða mark­aði og kaup­hallir eins konar brýr fyrir fjár­magn, meðal ann­ars til að styrkja und­ir­stöður sam­fé­lags­ins, bæði fyr­ir­tæki og hið opin­bera. Þannig eru skráðir mark­aðir mið­punktur ávöxt­un­ar­mark­aða fyrir líf­eyr­is­sjóði og fjár­magn yfir­leitt. 

Ísland á mikið undir skráða mark­aðnum íslenska, jafn­vel þó hann sé með þeim allra minnstu í heim­in­um. En í alþjóða­væddum heimi geta verið mikil tæki­færi fyrir góðar hug­myndir og vel rekin fyr­ir­tæki, sem horfa á heim­inn sem einn mark­að. 

Dæmi um svæði í heim­inum þar sem skráður mark­aður hefur gegnt lyk­il­hlut­verki við að byggja upp fyr­ir­tæki og ný atvinnu­tæki­færi, er Was­hington ríki í Banda­ríkj­un­um. 

Það er svipað langt frá Wall Street í New York - sem er hjartað í skráðum mark­aði í huga margra -og Ísland, en mikil áhersla á að nýta skráðan markað til vaxtar hefur umbreytt svæð­inu í mið­punkt þekk­ingar á vexti, ekki síst í við­skiptum þar sem inter­netið er kjarn­inn í starf­sem­inni. Í rík­inu, þar sem búa um 7 millj­ónir manna, eru mörg af stærstu fyr­ir­tækjum heims­ins með rætur og höf­uð­stöðv­ar, eftir að hafa verið þar stofn­uð. 

Tvö af þremur verð­mæt­ustu fyr­ir­tækjum heims­ins, Microsoft og Amazon, voru bæði stofnuð þar og hafa þar höf­uð­stöðv­ar. Nefna má fleiri risa, eins og Star­bucks, Costco, Nord­strom og Boeing. Þrátt fyrir þetta er vinnu­mark­að­ur­inn fremur lít­ill í sam­an­burði við marga aðra, tekur til þriggja millj­óna.

Sé litið ein­ungis til eigna Microsoft, sem eru 241 millj­arður Banda­ríkja­dala um þessar mund­ir, eða sem nemur 29 þús­und millj­örðum króna, þá eru heild­ar­eignir á hvern íbúa í Was­hington ríki um 4,1 millj­ón, sé miðað við núver­andi gengi. Til við­bótar koma síðan öll hin fyr­ir­tækin sem hafa orðið til á svæð­inu og nýtt skráðan markað til vaxt­ar, 77 tals­ins.

En segir sam­an­burður eins og þessi ein­hverja sögu? Já og nei. 

En kannski helst þá, að það getur verið mikið í húfi fyrir lítið land eins og Ísland, að ná að skapa jarð­veg fyrir fyr­ir­tæki til að taka næsta skref í vexti og tengj­ast erlendum mörk­uðum bet­ur. Það getur smitað veru­lega út frá sér inn í efna­hags­líf­ið. 

Ekki ein­ungis í gegnum verð­mæt­ara hluta­fé, heldur ekki síður með því að skapa for­dæmi fyrir aðra og skapa meiri þekk­ingu á því hvernig megi nýta skráða mark­aði til að ná til fleiri við­skipta­vina og fjár­festa.

Marel og Össur hafa náð þessum árangri, en spyrja má hvort ekki sé kom­inn tími á að það komi fram fleiri fyr­ir­tæki á Íslandi sem ná alþjóð­legri stærð. Össur verður 50 ára 2022 og Marel er 35 ára og hefur nýtt sér skráðan markað frá árinu 1992.

Þarf fleiri erlenda fjár­festa

Eitt af því sem hefur gengið illa á íslenska mark­aðn­um, miðað við erlenda mark­aði, er að efla áhuga erlendra fjár­festa á mark­aðn­um, þannig að hingað streymi erlent fjár­magn til að örva efna­hags­líf­ið. 

Sé horft til þess­ara þátta, sem Kjarn­inn hefur fjallað um, þá er íslenska kaup­höllin með ýmis­legt fram að færa fyrir erlenda fjár­festa, meðal ann­ars allt aðra að heil­brigð­ari rekstr­ar­þætti en voru fyrir hendi á mark­aðnum fyrir um ára­tug, þegar hann svo til alveg féll saman með hruni banka­kerf­is­ins. 

Hægt og bít­andi hefur verið að byggj­ast upp mark­aður með traust­ari stoð­ir, en um leið fremur fá vaxt­ar­tæki­færi, með fáum vega­miklum und­an­tekn­ing­um, eins og Marel er dæmi um. Það félag hefur nú þegar til­kynnt um að það sé að fara tví­skrán­ing­ar­leið og skrá hluta­bréf til við­skipta í Euro­next kaup­höll­inni í Amster­dam á næstu mán­uð­u­m. 

Eftir slæmt ár á hluta­bréfa­mark­aði í fyrra þá hefur ávöxtun vísi­tölu mark­að­ar­ins, OMX 18, hækkað tölu­vert nú í byrjun árs­ins, eða um 13,21 pró­sent. Munar þar mikið um skarpa hækkun á mark­aðsvirði Mar­el, en það hefur auk­ist um 35 pró­sent frá ára­mótum og nemur nú 321 millj­arði króna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent