Halldór Benjamín: Virðist vera keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla

Samtök atvinnulífsins gera athugasemdir við tilhögun fyrirhugaðra verkfalla Eflingar og ætla samtökin að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm. Félags­menn Efl­ingar sam­þykktu í gær verkföll meðal starfs­fólks á hót­el­um og hópbifreiðafyrirtækjum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins munu höfða mál fyrir Félags­dómi til að fá úr því skorið hvort boðuð verk­föll Efl­ingar sem sam­þykkt voru í gær séu lög­leg. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir það virð­ast vera sér­stakt keppi­kefli Efl­ingar að láta reyna á mörk lög­legra verk­falla og því sé eðli­legt að leita úrskurðar Félags­dóms.

Efast um lög­mæti örverk­falla 

Í frétta­til­kynn­ingu á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir að sam­tökin efist um lög­mæti svo­kall­aðra örverk­falla og vinnu­trufl­ana sem Efl­ing hefur skipu­lagt. Þar sem mark­miðið sé að fólk mæti til vinnu en sinni ekki til­teknum starfs­skyld­um. Dæmi um það sé vinnu­stöðvun sem felur í sér að starfs­maður á hót­eli þrífi ekki til­tekin svæði eða hóp­bif­reiða­stjóri skoði ekki far­miða far­þega. Ekki verði skilið á milli akst­urs og þess að hleypa far­þegum inn í hóp­bif­reið. 

Sam­tökin telja það jafn­framt óheim­ilt að boða verk­föll sem hafi í för með sér að félags­maður ger­ist brot­legur við lög, til dæmis umferð­ar­lög. Dæmi um það sé að bif­reið­ar­stjóri ­stöðvi bif­reið kl. 16.00 eða dæli ekki elds­neyti á bif­reið, sem getur haft í för með sér að bif­reið stöðv­ist og leiði hugs­an­lega til ábyrgð­ar­ bif­reið­ar­stjóra. Sama eigi við ef bif­reið­ar­stjóri ­leggur ekki bif­reið í stæði og stöðvar þannig umferð.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að það sé lagt til af hálfu Efl­ingar að starfs­menn hliðri til reglu­bundnum störfum sínum eftir því sem þörf krefur til að þeim sé unnt að dreifa kynn­ing­ar­efni frá Efl­ingu. „Það er ekki hlut­verk stétt­ar­fé­laga að fela verk­falls­mönnum verk­efni á vinnu­degi og önnur falli niður á sama tíma,“ segir í til­kynn­ing­unni.

„Með þessu er Efl­ing að marka skörp og ill­verj­andi skil í þróun verk­­falls­rétt­ar og beit­ing­ar hans. Það virð­ist vera sér­­stakt keppi­kefli Efl­ing­ar að láta reyna á mörk lög­­­legra verk­­falla og eðli­­legt því að leita úr­sk­­urðar Fé­lags­­dóms,“ er haft eftir Hall­dóri Benja­mín í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent