Halldór Benjamín: Virðist vera keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla

Samtök atvinnulífsins gera athugasemdir við tilhögun fyrirhugaðra verkfalla Eflingar og ætla samtökin að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm. Félags­menn Efl­ingar sam­þykktu í gær verkföll meðal starfs­fólks á hót­el­um og hópbifreiðafyrirtækjum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins munu höfða mál fyrir Félags­dómi til að fá úr því skorið hvort boðuð verk­föll Efl­ingar sem sam­þykkt voru í gær séu lög­leg. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir það virð­ast vera sér­stakt keppi­kefli Efl­ingar að láta reyna á mörk lög­legra verk­falla og því sé eðli­legt að leita úrskurðar Félags­dóms.

Efast um lög­mæti örverk­falla 

Í frétta­til­kynn­ingu á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir að sam­tökin efist um lög­mæti svo­kall­aðra örverk­falla og vinnu­trufl­ana sem Efl­ing hefur skipu­lagt. Þar sem mark­miðið sé að fólk mæti til vinnu en sinni ekki til­teknum starfs­skyld­um. Dæmi um það sé vinnu­stöðvun sem felur í sér að starfs­maður á hót­eli þrífi ekki til­tekin svæði eða hóp­bif­reiða­stjóri skoði ekki far­miða far­þega. Ekki verði skilið á milli akst­urs og þess að hleypa far­þegum inn í hóp­bif­reið. 

Sam­tökin telja það jafn­framt óheim­ilt að boða verk­föll sem hafi í för með sér að félags­maður ger­ist brot­legur við lög, til dæmis umferð­ar­lög. Dæmi um það sé að bif­reið­ar­stjóri ­stöðvi bif­reið kl. 16.00 eða dæli ekki elds­neyti á bif­reið, sem getur haft í för með sér að bif­reið stöðv­ist og leiði hugs­an­lega til ábyrgð­ar­ bif­reið­ar­stjóra. Sama eigi við ef bif­reið­ar­stjóri ­leggur ekki bif­reið í stæði og stöðvar þannig umferð.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að það sé lagt til af hálfu Efl­ingar að starfs­menn hliðri til reglu­bundnum störfum sínum eftir því sem þörf krefur til að þeim sé unnt að dreifa kynn­ing­ar­efni frá Efl­ingu. „Það er ekki hlut­verk stétt­ar­fé­laga að fela verk­falls­mönnum verk­efni á vinnu­degi og önnur falli niður á sama tíma,“ segir í til­kynn­ing­unni.

„Með þessu er Efl­ing að marka skörp og ill­verj­andi skil í þróun verk­­falls­rétt­ar og beit­ing­ar hans. Það virð­ist vera sér­­stakt keppi­kefli Efl­ing­ar að láta reyna á mörk lög­­­legra verk­­falla og eðli­­legt því að leita úr­sk­­urðar Fé­lags­­dóms,“ er haft eftir Hall­dóri Benja­mín í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent