Halldór Benjamín: Virðist vera keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla

Samtök atvinnulífsins gera athugasemdir við tilhögun fyrirhugaðra verkfalla Eflingar og ætla samtökin að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm. Félags­menn Efl­ingar sam­þykktu í gær verkföll meðal starfs­fólks á hót­el­um og hópbifreiðafyrirtækjum.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins munu höfða mál fyrir Félags­dómi til að fá úr því skorið hvort boðuð verk­föll Efl­ingar sem sam­þykkt voru í gær séu lög­leg. Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins, segir það virð­ast vera sér­stakt keppi­kefli Efl­ingar að láta reyna á mörk lög­legra verk­falla og því sé eðli­legt að leita úrskurðar Félags­dóms.

Efast um lög­mæti örverk­falla 

Í frétta­til­kynn­ingu á vef Sam­taka atvinnu­lífs­ins segir að sam­tökin efist um lög­mæti svo­kall­aðra örverk­falla og vinnu­trufl­ana sem Efl­ing hefur skipu­lagt. Þar sem mark­miðið sé að fólk mæti til vinnu en sinni ekki til­teknum starfs­skyld­um. Dæmi um það sé vinnu­stöðvun sem felur í sér að starfs­maður á hót­eli þrífi ekki til­tekin svæði eða hóp­bif­reiða­stjóri skoði ekki far­miða far­þega. Ekki verði skilið á milli akst­urs og þess að hleypa far­þegum inn í hóp­bif­reið. 

Sam­tökin telja það jafn­framt óheim­ilt að boða verk­föll sem hafi í för með sér að félags­maður ger­ist brot­legur við lög, til dæmis umferð­ar­lög. Dæmi um það sé að bif­reið­ar­stjóri ­stöðvi bif­reið kl. 16.00 eða dæli ekki elds­neyti á bif­reið, sem getur haft í för með sér að bif­reið stöðv­ist og leiði hugs­an­lega til ábyrgð­ar­ bif­reið­ar­stjóra. Sama eigi við ef bif­reið­ar­stjóri ­leggur ekki bif­reið í stæði og stöðvar þannig umferð.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir jafn­framt að það sé lagt til af hálfu Efl­ingar að starfs­menn hliðri til reglu­bundnum störfum sínum eftir því sem þörf krefur til að þeim sé unnt að dreifa kynn­ing­ar­efni frá Efl­ingu. „Það er ekki hlut­verk stétt­ar­fé­laga að fela verk­falls­mönnum verk­efni á vinnu­degi og önnur falli niður á sama tíma,“ segir í til­kynn­ing­unni.

„Með þessu er Efl­ing að marka skörp og ill­verj­andi skil í þróun verk­­falls­rétt­ar og beit­ing­ar hans. Það virð­ist vera sér­­stakt keppi­kefli Efl­ing­ar að láta reyna á mörk lög­­­legra verk­­falla og eðli­­legt því að leita úr­sk­­urðar Fé­lags­­dóms,“ er haft eftir Hall­dóri Benja­mín í frétta­til­kynn­ing­unn­i. 

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent