Mikil pressa á Boeing úr öllum heimshornum

Flugvélaframleiðandinn Boeing er með öll spjót á sér, eftir tvö flugslys með skömmu millibili. Fyrirtækið segist engin gögn hafa fundið ennþá sem bendi eindregið til þess að vélar fyrirtækisins séu gallaðar.

boeingin.png
Auglýsing

Þrátt fyrir að um 30 pró­sent af Boeing 737 Max 8 vél­unum í heim­inum hafi staðið ónot­aðar á flug­völl­um, eftir tvö flug­slys með skömmu milli­bili þar sem vélar af fyrr­nefndri teg­und hröp­uðu, þá var það ekki talið til­efni til að taka allar vél­arnar úr umferð. 

Engin gögn bendi á Boeing

Boeing hefur sagt í yfir­lýs­ingu, bæði í gær og í dag, að enn sem komið er hafi ekki komið fram nein gögn sem bendi ein­dregið til þess að rétt sé að banna flug á öllum flug­vélum af gerð­inni 737 Max 8. Flug­véla­fram­leið­and­inn seg­ist eiga í góðum sam­skiptum við við­skipta­vini sína - sem eru flug­fé­lög í öllum heims­hornum - en ennþá séu ekki komnar fram neinar upp­lýs­ingar sem bendi til þess að Boeing þurfi að gefa nýja leið­sögn um vél­arnar eða stýr­ingu þeirra. 

Seattle Times hefur fjallað ítar­lega um Boeing, sem hefur verið með hjartað í fram­leiðslu sinni frá stofn­un, árið 1916, á Seattle svæð­inu, og slysin tvö. 

Auglýsing

Í umfjöllun mið­ils­ins, sem Dom­inic Gates, sér­hæfður blaða­maður mið­ils­ins á sviði Boeing og flug­mála, hefur komið fram að rann­sóknin innan Boeing, á slys­inu í Indónesíu í októ­ber, bein­ist að svo­nefndu MACS-­kerfi  (Ma­­neu­ver­ing Charact­­er­ist­ics Aug­­menta­tion System) í vél­unum og mögu­legum galla í skynj­ur­um, sem hafi mögu­lega orsakað slysið og stýrt vél­inni í hafið - án þess að flug­menn hafi getað hindrað það - með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, 189 tals­ins. 

Slysið í Eþíópíu, þar sem Boeing 737 Max 8 vél hrapaði til jarðar, sex mínútum eftir flugtak.

Í yfir­lýs­ingu eftir slysið hefur Boeing sagt berum orðum að félagið hafi upp­fært fyrr­nefnd kerfi í vél­un­um, með það að mark­miði að bæta þau og mögu­leika flug­manna til að bregð­ast við aðstæð­um, þar sem fyrr­nefnt kerfi gæti ann­ars gripið inn í. Afdrátt­ar­laus nið­ur­staða um hvað olli fyrr­nefndum slysum liggur þó ekki fyr­ir.

Þá vitnar Seattle Times til þess í dag, að for­stjóri Boeing, Dennis Mui­len­burg, hafi í ávarpi til starfs­fólks Boeing sagt að fyr­ir­tækið væri nú að gera það sem það gæti, til að styðja við fram­leiðslu­ferla fyr­ir­tæk­is­ins fyrir 737 Max vél­arnar og að afla upp­lýs­inga sem þyrfti til að kom­ast til botns í því hvað hefði gerst. 

Hann sagði enn fremur að atburðir eins og skelfi­leg flug­slys hefðu mikil áhrif á allan flug­geir­ann í heild sinni. Atburð­irnir væru áminn­ing um að mik­il­vægi örygg­is­mála og hversu mik­il­væg störfin væru sem fólkið hjá Boeing væri að sinna. Fyr­ir­tækið væri í leið­toga­hlut­verki sem ekki væri hægt að koma sér und­an. Í yfir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu hefur það sagt vera með öryggi far­þega í for­gangi og að það hafi fullt traust á 737 Max vél­un­um, þrátt fyrir allt.

Í umfjöllun Seattle Times segir að slysin tvö að und­an­förnu hafi sett fram­leiðslu­ferla hjá Boeing í upp­nám - og fyr­ir­tækið undir mikla pressu - og að fjár­hags­legt högg fyrir fyr­ir­tækið geti orðið veru­legt, en enn sem komið er sé of snemmt að segja til um hver áhrifin verð­i. 

Sér­stak­lega á Boeing mikið undir þegar kemur að við­skiptum við flug­iðnað í Kína, en um þriðj­ungur allra 737 Max véla í fram­leiðslu er fyrir þann mark­að. Kín­versk yfir­völd brugð­ust strax við slys­inu í Eþíópíu með því að banna notkun á 737 Max 8 vél­um, og taka þær alveg úr umferð, þar til frek­ari upp­lýs­ingar kæmu fram. 

Hver hugsar um sig

Flug­mála­yf­ir­völd um allan heim hafa fylgst með rann­sókn­inni og slysið í Eþíóp­íu, þar sem 157 lét­ust þegar vél Ethopia Air­lines hrap­aði til jarðar sex mín­útum eftir flug­tak, hefur leitt til þess að bæði flug­mála­yf­ir­völd og flug­fé­lög hafa gripið til þess að hætta notkun á vél­unum í far­þega­flugi. Aðgerðir eins og þessar eru risa­vaxnar og hafa mikil marg­feld­is­á­hrif enda skil­virk flug­um­ferð eitt af gang­verkum í dag­legu lífi í sam­fé­lag­inu. Áhrif á ferða­þjón­ustu geta orðið veru­leg, enda skapa svona flug­slys óör­ygg­is­til­finn­ingu hjá við­skipta­vinum flug­fé­laga.

En ákvarð­anir um bann á fyrr­nefndum flug­vélum hafa þó ekki verið tekn­ar, eftir flug­slysin skelfi­legu í Indónesíu, í októ­ber í fyrra, og í Eþíópíu á sunnu­dag­inn. Frekar hefur verið gripið til tíma­bund­inna aðgerða um að hætta notkun á vél­un­um. Nú síð­ast tók Icelandair ákvörðun um að hætta notkun á þremur Max 8 vélum, en fjöl­mörg flug­fé­lög um allan heim hafa tekið ákvörðun slíkt hið sama á und­an­förnum tveimur dög­um. Mark­aðsvirði Icelandair féll um 5 pró­sent í dag eftir 9,66 pró­sent fall í gær.

Verð­hrun um allan heim

Mark­aðsvirði flug­fé­laga hefur hrunið um allan heim síð­ustu tvo daga. Það sama á við um mark­aðsvirði Boeing, sem fallið hefur um 6,6 pró­sent þegar þetta er rit­að. Farið úr 222 millj­örðum Banda­ríkja­dala eftir mikið fall í gær (rúm­lega 5 pró­sent) í 210 millj­arða Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um rúm­lega 25 þús­und millj­örðum króna. 

Starfs­menn Boeing eru tæp­lega 80 þús­und á Seattle svæð­inu en eins og greint var frá á vef Kjarn­ans í gær, þá er mikil fram­leiðslu­pressa á fyr­ir­tæk­inu, meðal ann­ars til að koma til móts við við­skipta­vini um afhend­ingar á nýjum 737 Max vél­um. Gert er ráð fyrir að fyr­ir­tækið skili af sér um 57 slíkum vélum á mán­uði, í fullum afköst­u­m. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent