Forsætisráðherra lagði línurnar um að Sigríður ætti að hætta

Ríkisstjórnarsamstarf Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins var í húfi.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, lagði lín­urnar um það að Sig­ríður Á. And­er­sen myndi hætta sem dóms­mála­ráð­herra, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Hún kom sjón­ar­miðum sín­um, um að dóms­mála­ráð­herra yrði að axla ábyrgð á þeirri óvissu sem upp væri komin í dóms­kerf­inu eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í Lands­rétt­ar­mál­inu, skýrt á fram­færi við for­menn sam­starfs­flokk­anna í rík­is­stjórn, Sig­urð Inga Jóhanns­son, for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Bjarna Bene­dikts­son, for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, á fundi for­mann­anna í morg­un, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Eftir sem áður var ekki end­an­lega ljóst, að Sig­ríður Á. And­er­sen myndi segja af sér, fyrr en hún gerði það sjálf á blaða­mann­fundi í dóms­mála­ráðu­neyt­inu, sem hófst klukkan 14:30. 

Auglýsing

Rík­is­ráðs­fundur hefur nú verið boð­aður á morgun klukkan 16:00 þar sem nýr dóms­mála­ráð­herra mun verða skip­að­ur. Bjarni Bene­dikts­son hefur talað fyrir því að tvennt komi til greina, þegar kemur að því að skipa nýjan dóms­mála­ráð­herra. 

Ann­ars vegar að ein­hver þeirra sem er nú þegar í rík­is­stjórn muni taka við dóms­mála­ráðu­neyt­inu, sam­hliða öðrum störf­um, eða að nýr ráð­herra komi úr þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Hann kom þessum sjón­ar­miðum á fram­færi í sam­tölum við blaða­menn, eftir þing­flokks­fundi á Alþingi, eftir blaða­manna­fund Sig­ríð­ar.

Á þeim tíma­punkti - það er þegar blaða­manna­fund­ur­inn fór fram - kom til greina að slíta rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu ef Sig­ríður myndi ekki segja af sér og axla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp væri komin í starfi Lands­rétt­ar, eftir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Innan raða Vinstri grænna var það staðan sem uppi var: rík­is­stjórn­ar­sam­starfið var í húfi ef Sig­ríður myndi ekki segja af sér og hætta sem ráð­herra.

Starf Lands­réttar er í upp­námi eftir dóm Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins og hefur dóms­upp­kvaðn­ingum verið frestað ótíma­bund­ið, meðan næstu skref eru met­in. Dóm­arar við rétt­inn tóku ákvörðun um þetta í gær.

Katrín Jak­obs­dóttir og Bjarni Bene­dikts­son hafa bæði sagt að það sé sjálf­sagt að vísa mál­inu til æðsta dóms­stigs Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, og fá end­an­lega nið­ur­stöðu í málið þar, vegna þess að mikið sé í húfi. 

Katrín sagði eftir að Sig­ríður hafði sagt af sér, að það væri mik­il­vægt að eyða óvissu um dóms­kerfið í land­inu, og að skapa þyrfti vinnu­frið um það sem framundan væri í þeirri vinn­u. 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins braut Ísland gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti. Ástæðan er sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i. 

Íslensk stjórn­völd eru harð­lega gagn­rýnd í nið­ur­stöð­unni, en málið snýst um það hvernig 15 dóm­arar við rétt­inn voru skip­aðir í hann. 

Í nið­ur­stöð­unni segir meðal ann­ars: „Ferlið varð til þess að valda skaða á því trausti sem dóm­stóll í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi þarf að vekja hjá almenn­ingi og braut í bága við það grund­vall­ar­at­riði að dóm­stóll sé lög­leg­ur, eina af meg­in­reglum rétt­ar­rík­is­ins.“

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um málið frá því það kom upp, og birti meðal ann­ars ítar­lega frétta­skýr­ingu um málið í gær, þar sem farið var yfir helstu álita­mál og for­sög­una. Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent