Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun taka tímabundið að sér dómsmálaráðuneytið samhliða öðrum störfum í kjölfar afsagnar Sigríðar Á. Andersen. Hún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og gengir fyrir embætti ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Frá þessu er greint á vef RÚV.
Þar segir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hafi greint frá þessari niðurstöðu eftir að þingflokksfundi Sjálfstæðisflokks lauk rétt um hálf fjögur í dag. Framundan eru ráðherraskipti en þau fara fram á ríkisráðsfundi á Bessastöðum sem hefjast klukkan 16 í dag.
Bjarni tók fram að um tímabundna ráðstöðun væri að ræða. Því má búast við frekari uppstokkun á ríkisstjórninni í nánustu framtíð, en sem stendur verður enginn nýr ráðherra skipaður í stað Sigríðar Á. Andersen sem sagði af sér embætti í gær.
Nú er ljóst, að minnsta kosti tímabundið, að Bjarni hefur valið fyrri kostinn og því mun ráðherrum í ríkisstjórn fækka um einn síðar í dag.
Þórdís Kolbrún er lögfræðingur að mennt og þekkir til í dómsmálaráðuneytinu eftir að hafa verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal þegar hún var ráðherra þess málaflokks.