Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár

Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.

Minkaræktun í Kína
Minkaræktun í Kína
Auglýsing

Loð­dýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi frá árinu 2014. Rekstr­ar­að­ilum í loð­dýra­rækt fækk­aði um þrettán frá árinu 2013 til árins 2017, og störf­uðu þá þrjá­tíu aðilar í grein­inni. Frá þessu er greint á vef Hag­stof­unn­ar. Í fjár­lögum 2019 eru þrjá­tíu millj­ónir eyrna­merkatar tíma­bundnu fram­lagi til Byggða­stofn­unar vegna vanda grein­ar­inn­ar. Auk þess hafa sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið ákveðið að skipa sér­stakt teymi til að greina fram­tíð­ar­horfur minka­rækt­un­ar.

Þrettán minka­bændur eftir á Íslandi

Tekjur loð­dýra­búa námu 726 millj­ónum króna árið 2017 en gjöld 873 millj­ónum króna. Árið 2017 reynd­ust eignir aðila í loð­dýra­rækt vera um 1.461 millj­ónir króna og eigið fé 161 milljón króna. 

Mynd: Hagstofan

Í sept­em­ber í fyrra var greint frá því að loð­dýra­bændur á Íslandi stæðu frammi fyrir miklum vanda vegna mik­illar lækk­unar á heims­­mörk­uðum á skinn­um en árið 2018 náði sölu­verð ekki helm­ing þess verðs sem kostar að fram­leiða hvert skinn. Þá hafa fimm minka­bændur hætt frá því í nóv­em­ber í fyrra og eru þá þrettán bændur eft­ir. Á árunum 1987 til 1989, þegar loð­dýra­bændur á Íslandi voru flest­ir, voru þeir 240. Sé litið til fjölda þeirra eftir alda­mótin 2000 hafa þeir flestir verið 45.

Auglýsing

Jákvætt að rík­is­valdið vilji að á Íslandi sé áfram stunduð minka­rækt

Einar E. Ein­ars­son, for­maður Sam­bands íslenskra loð­dýra­bænda, sagði í sam­tali við Bænda­blaðið í des­em­ber í fyrra að það gangi ekki til lengdar að minka­rækt hér á landi hefði verið rekin með tapi und­an­farin þrjú ár. Loð­dýra­bænd­ur lögðu því til um mitt síð­asta ár að gerður yrði samn­ingur við ríkið til þriggja ára og að ríkið legði til 200 millj­ónir að með­al­tali á ári til að bjarga grein­inn­i. Á vef Bænda­blaðs­ins segir að það hafi verið hugs­að þannig að helm­ingur færi til að halda fóð­ur­stöðv­unum gang­andi og hinn helm­ing­ur­inn til bænda vegna bráða­að­gerða.

Í fjár­lögum fyrir árið 2019 sem sam­þykkt voru í des­em­ber eru 30 millj­ónir króna lagðar til Byggða­stofn­unar vegna vanda grein­ar­inn­ar. Auk þess hefur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti ákveðið að skipa sér­stakt teymi til að greina fram­tíð­ar­horfur minka­rækt­ar. Að mati Ein­ars er fram­lag stjórn­valda fremur lágt miðað við það sem minka­bændur fóru fram á en engu að síður við­leitni til að horfa fram á við og finna leiðir til að halda áfram. „Vissu­lega er einnig mjög jákvætt að rík­is­valdið hafi þó þrátt fyrir allt kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þeir vildu að á Íslandi yrði stunduð áfram minka­rækt. Við höldum því áfram á næstu vikum og mán­uðum að vinna með stjórn­völdum að upp­bygg­ingu grein­ar­innar og von­andi fara að taka við betri tímar en verið hafa,“ sagði Einar í sam­tali við Bænda­blað­ið.

Loð­dýra­rækt bönnuð í Nor­egi frá 2025

Í byrjun árs 2018 til­kynnt­i ­for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs að árið 2025 tæki við algjört bann við loð­dýra­rækt til skinn­fram­leiðslu. Loð­dýra­rækt hefur dreg­ist mjög saman í Nor­egi síð­ustu ár og ára­tugi. Sam­kvæmt frétt The Independent voru um 20.000 loð­dýrabú í Nor­egi árið 1939, og norskir loð­skinns­fram­leið­endur ráð­andi á heims­mark­aðn­um. Árið 2013 var hlut­deild þeirra á heims­mark­aðnum hins vegar komin niður í þrjú pró­sent refa­skinna og eitt pró­sent minka­skinna. 

Norskir loð­dýra­bændur brugð­ust illa við þessum áform­um ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar en í Nor­egi eru um 200 loð­dýrabú sem velta á bil­inu 4,5 til 6,5 millj­örðum íslenskra króna árlega. Norsk dýra­vernd­un­ar­sam­tök, sem og alþjóð­leg, tóku frétt­unum þó fagn­andi. Að þeirra mati er loð­skinns­fram­leiðsla gam­al­dags og grimmd­ar­legur iðn­aður sem fólk um allan heim afneiti nú í æ rík­ari mæli.

Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent