Loðdýrabú rekin með tapi síðustu ár

Loðdýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi undanfarin fjögur ár og minkabændum fækkað. Greinin óskaði eftir fjárhagsaðstoð frá stjórnvöldum í fyrra og sett hefur verið á laggirnar nefnd til að greina vanda greinarinnar.

Minkaræktun í Kína
Minkaræktun í Kína
Auglýsing

Loð­dýrabú hafa verið rekin með tapi hér á landi frá árinu 2014. Rekstr­ar­að­ilum í loð­dýra­rækt fækk­aði um þrettán frá árinu 2013 til árins 2017, og störf­uðu þá þrjá­tíu aðilar í grein­inni. Frá þessu er greint á vef Hag­stof­unn­ar. Í fjár­lögum 2019 eru þrjá­tíu millj­ónir eyrna­merkatar tíma­bundnu fram­lagi til Byggða­stofn­unar vegna vanda grein­ar­inn­ar. Auk þess hafa sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið ákveðið að skipa sér­stakt teymi til að greina fram­tíð­ar­horfur minka­rækt­un­ar.

Þrettán minka­bændur eftir á Íslandi

Tekjur loð­dýra­búa námu 726 millj­ónum króna árið 2017 en gjöld 873 millj­ónum króna. Árið 2017 reynd­ust eignir aðila í loð­dýra­rækt vera um 1.461 millj­ónir króna og eigið fé 161 milljón króna. 

Mynd: Hagstofan

Í sept­em­ber í fyrra var greint frá því að loð­dýra­bændur á Íslandi stæðu frammi fyrir miklum vanda vegna mik­illar lækk­unar á heims­­mörk­uðum á skinn­um en árið 2018 náði sölu­verð ekki helm­ing þess verðs sem kostar að fram­leiða hvert skinn. Þá hafa fimm minka­bændur hætt frá því í nóv­em­ber í fyrra og eru þá þrettán bændur eft­ir. Á árunum 1987 til 1989, þegar loð­dýra­bændur á Íslandi voru flest­ir, voru þeir 240. Sé litið til fjölda þeirra eftir alda­mótin 2000 hafa þeir flestir verið 45.

Auglýsing

Jákvætt að rík­is­valdið vilji að á Íslandi sé áfram stunduð minka­rækt

Einar E. Ein­ars­son, for­maður Sam­bands íslenskra loð­dýra­bænda, sagði í sam­tali við Bænda­blaðið í des­em­ber í fyrra að það gangi ekki til lengdar að minka­rækt hér á landi hefði verið rekin með tapi und­an­farin þrjú ár. Loð­dýra­bænd­ur lögðu því til um mitt síð­asta ár að gerður yrði samn­ingur við ríkið til þriggja ára og að ríkið legði til 200 millj­ónir að með­al­tali á ári til að bjarga grein­inn­i. Á vef Bænda­blaðs­ins segir að það hafi verið hugs­að þannig að helm­ingur færi til að halda fóð­ur­stöðv­unum gang­andi og hinn helm­ing­ur­inn til bænda vegna bráða­að­gerða.

Í fjár­lögum fyrir árið 2019 sem sam­þykkt voru í des­em­ber eru 30 millj­ónir króna lagðar til Byggða­stofn­unar vegna vanda grein­ar­inn­ar. Auk þess hefur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neytið og atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti ákveðið að skipa sér­stakt teymi til að greina fram­tíð­ar­horfur minka­rækt­ar. Að mati Ein­ars er fram­lag stjórn­valda fremur lágt miðað við það sem minka­bændur fóru fram á en engu að síður við­leitni til að horfa fram á við og finna leiðir til að halda áfram. „Vissu­lega er einnig mjög jákvætt að rík­is­valdið hafi þó þrátt fyrir allt kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þeir vildu að á Íslandi yrði stunduð áfram minka­rækt. Við höldum því áfram á næstu vikum og mán­uðum að vinna með stjórn­völdum að upp­bygg­ingu grein­ar­innar og von­andi fara að taka við betri tímar en verið hafa,“ sagði Einar í sam­tali við Bænda­blað­ið.

Loð­dýra­rækt bönnuð í Nor­egi frá 2025

Í byrjun árs 2018 til­kynnt­i ­for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs að árið 2025 tæki við algjört bann við loð­dýra­rækt til skinn­fram­leiðslu. Loð­dýra­rækt hefur dreg­ist mjög saman í Nor­egi síð­ustu ár og ára­tugi. Sam­kvæmt frétt The Independent voru um 20.000 loð­dýrabú í Nor­egi árið 1939, og norskir loð­skinns­fram­leið­endur ráð­andi á heims­mark­aðn­um. Árið 2013 var hlut­deild þeirra á heims­mark­aðnum hins vegar komin niður í þrjú pró­sent refa­skinna og eitt pró­sent minka­skinna. 

Norskir loð­dýra­bændur brugð­ust illa við þessum áform­um ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar en í Nor­egi eru um 200 loð­dýrabú sem velta á bil­inu 4,5 til 6,5 millj­örðum íslenskra króna árlega. Norsk dýra­vernd­un­ar­sam­tök, sem og alþjóð­leg, tóku frétt­unum þó fagn­andi. Að þeirra mati er loð­skinns­fram­leiðsla gam­al­dags og grimmd­ar­legur iðn­aður sem fólk um allan heim afneiti nú í æ rík­ari mæli.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent