Vond staða Boeing versnar

Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.

MGN+Boeing+737+Max.jpg
Auglýsing

John Hamilton, fram­kvæmda­stjóri verk­fræðis­viðs Boeing, er hættur störfum og má rekja það til rann­sóknar á tveimur flug­slysum, í Indónesíu í októ­ber og Kenía fyrr í mán­uð­in­um, sem leiddi til þess að allir um borð lét­ust í báðum til­vik­um, sam­tals 346.

Eins og greint hefur verið frá þá hefur flug verið bannað á Boeing 737 Max vél­unum á meðan það er rann­sakað hvað olli  því að vél­arar hröp­uðu skömmu eftir flug­tak. Það lét­ust 189 í slys­inu í Indónesíu en 157 í Ken­í­a. 

Spjótin bein­ast að hug­bún­aði í vél­un­um, svoköll­uðu MCAS-­kerfi, sem á að koma í veg fyrir ofris. Sam­kvæmt skrifum Seattle Times hefur upp­færsla á kerf­inu miðað að því að gera það örugg­ara, meðal ann­ars með því að hafa dýpri gagna­grunna að baki skynjara­kerf­inu, svo að það geti ekki farið í gang upp úr þurru og valdið slys­um. Mikið er undir í þess­ari vinnu, eins og gefur að skilja. 

Auglýsing

Seattle Times hefur fjallað ítar­lega um stöðu mála hjá Boeing frá því fyrir slysin bæði, og meðal ann­ars sagt frá mik­illi fram­leiðslu­pressu svo félagið geti staðið við afhend­ingar á nýjum vélum til við­skipta­vina. Ljóst er að það verður mikið vanda­mál hjá félag­inu á meðan ekki hefur feng­ist botn í það hvað nákvæm­lega olli slys­un­um. 

Í slys­inu í Indónesíu náði auka­flug­maður á frí­vakt að koma í veg fyrir slys, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg í dag, degi áður en sama vél hrap­aði með fyrr­greindum afleið­ing­um, með því að slökkva á kerfi vél­ar­innar og taka sjálfur stjórn­ina og lenda vél­inni. Hann greindi flug­mála­yf­ir­völdum frá því að það væri eitt­hvað að vél­inni og að það þyrfti að skoða skynjara sem tengj­ast fyrr­nefndu MCAS-­kerf­i. 

Í umfjöllun Seattle Times hefur komið fram, að blaðið sendi fyr­ir­spurnir til Boeing og flug­mála­yf­ir­valda í Banda­ríkj­un­um, varð­andi upp­færslu á kerf­inu og hvort Boeing hefði fengið að hafa eft­ir­lit með eigin vinnu, til að geta staðið við fram­leiðslu­á­ætl­un. Blaðið sagð­ist hafa heim­ildir fyrir því. Þetta var ell­efu dögum fyrir seinna slys­ið. 

Í dag greindi það frá því að varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, Penta­gon, væri farið af stað með sjálf­stæða rann­sókn á því hvort vanda­mál­unum hjá Boeing hefði verið sópað undir teppið hjá banda­rískum flug­mála­yf­ir­völd­um. 

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd neit­uðu fyrst að banna flug á fyrr­nefndum vélum frá Boeing, en eftir að flest ríki og alþjóða­stofn­anir gerðu það, þá létu bæði Boeing og banda­rísk yfir­völd und­an. Evr­ópu­sam­bandið ítrek­aði í dag að bannið yrði í gildi þar til öllum spurn­ingum hefði verið svar­að.

Boeing er stærsti vinnu­veit­and­inn á Seattle svæð­inu með um 80 þús­und starfs­menn, en í fullum afköstum hefur fyr­ir­tækið verið að koma frá sér yfir 50 vélum á mán­uði til við­skipta­vina, und­an­farin miss­eri.

Í umfjöllun Reuters hefur komið fram að vanda­málin hjá Boeing, og bannið við notkun á 737 Max vél­un­um, hafi leitt til mik­illa vanda­mála hjá mörgum flug­fé­lögum sem eigi erfitt með að halda áætl­unum sín­um, þar sem erfitt er að fá nýjar vél­ar. 

Air­bus, sam­keppn­is­að­ili Boeing, getur ekki annað eft­isp­urn, og því hafa skap­ast aðstæð­ur, þar sem flug­fé­lög hafa ein­fald­lega þurft að fella niður ferðir eða end­ur­skipu­leggja áætl­anir sínar mik­ið, með til­heyr­andi erf­ið­leikum fyrir við­skipta­vini og kostn­að­ar­aukn­ingu í rekstri. 

Icelandair tók þrjár vélar úr notk­un, en seg­ist hafa svig­rúm til skamms tíma til að mæta því með notkun á öðrum vélum í flota sín­um. Til langs tíma miða hins vegar áætl­anir að því að fá nýjar 737 Max vélar frá Boeing.

Upp­fært: 20:26. Banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI hefur einnig hafið rann­sókn á Boeing og sam­bandi þess við banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd, að því er Seattle Times greindi frá í kvöld.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent