Vond staða Boeing versnar

Framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Boeing hefur verið látinn fara. Mikill titringur er innan fyrirtækisins vegna rannsóknar á flugslysum í Indónesíu í október og Kenía fyrr í mánuðinum.

MGN+Boeing+737+Max.jpg
Auglýsing

John Hamilton, fram­kvæmda­stjóri verk­fræðis­viðs Boeing, er hættur störfum og má rekja það til rann­sóknar á tveimur flug­slysum, í Indónesíu í októ­ber og Kenía fyrr í mán­uð­in­um, sem leiddi til þess að allir um borð lét­ust í báðum til­vik­um, sam­tals 346.

Eins og greint hefur verið frá þá hefur flug verið bannað á Boeing 737 Max vél­unum á meðan það er rann­sakað hvað olli  því að vél­arar hröp­uðu skömmu eftir flug­tak. Það lét­ust 189 í slys­inu í Indónesíu en 157 í Ken­í­a. 

Spjótin bein­ast að hug­bún­aði í vél­un­um, svoköll­uðu MCAS-­kerfi, sem á að koma í veg fyrir ofris. Sam­kvæmt skrifum Seattle Times hefur upp­færsla á kerf­inu miðað að því að gera það örugg­ara, meðal ann­ars með því að hafa dýpri gagna­grunna að baki skynjara­kerf­inu, svo að það geti ekki farið í gang upp úr þurru og valdið slys­um. Mikið er undir í þess­ari vinnu, eins og gefur að skilja. 

Auglýsing

Seattle Times hefur fjallað ítar­lega um stöðu mála hjá Boeing frá því fyrir slysin bæði, og meðal ann­ars sagt frá mik­illi fram­leiðslu­pressu svo félagið geti staðið við afhend­ingar á nýjum vélum til við­skipta­vina. Ljóst er að það verður mikið vanda­mál hjá félag­inu á meðan ekki hefur feng­ist botn í það hvað nákvæm­lega olli slys­un­um. 

Í slys­inu í Indónesíu náði auka­flug­maður á frí­vakt að koma í veg fyrir slys, sam­kvæmt umfjöllun Bloomberg í dag, degi áður en sama vél hrap­aði með fyrr­greindum afleið­ing­um, með því að slökkva á kerfi vél­ar­innar og taka sjálfur stjórn­ina og lenda vél­inni. Hann greindi flug­mála­yf­ir­völdum frá því að það væri eitt­hvað að vél­inni og að það þyrfti að skoða skynjara sem tengj­ast fyrr­nefndu MCAS-­kerf­i. 

Í umfjöllun Seattle Times hefur komið fram, að blaðið sendi fyr­ir­spurnir til Boeing og flug­mála­yf­ir­valda í Banda­ríkj­un­um, varð­andi upp­færslu á kerf­inu og hvort Boeing hefði fengið að hafa eft­ir­lit með eigin vinnu, til að geta staðið við fram­leiðslu­á­ætl­un. Blaðið sagð­ist hafa heim­ildir fyrir því. Þetta var ell­efu dögum fyrir seinna slys­ið. 

Í dag greindi það frá því að varn­ar­mála­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna, Penta­gon, væri farið af stað með sjálf­stæða rann­sókn á því hvort vanda­mál­unum hjá Boeing hefði verið sópað undir teppið hjá banda­rískum flug­mála­yf­ir­völd­um. 

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd neit­uðu fyrst að banna flug á fyrr­nefndum vélum frá Boeing, en eftir að flest ríki og alþjóða­stofn­anir gerðu það, þá létu bæði Boeing og banda­rísk yfir­völd und­an. Evr­ópu­sam­bandið ítrek­aði í dag að bannið yrði í gildi þar til öllum spurn­ingum hefði verið svar­að.

Boeing er stærsti vinnu­veit­and­inn á Seattle svæð­inu með um 80 þús­und starfs­menn, en í fullum afköstum hefur fyr­ir­tækið verið að koma frá sér yfir 50 vélum á mán­uði til við­skipta­vina, und­an­farin miss­eri.

Í umfjöllun Reuters hefur komið fram að vanda­málin hjá Boeing, og bannið við notkun á 737 Max vél­un­um, hafi leitt til mik­illa vanda­mála hjá mörgum flug­fé­lögum sem eigi erfitt með að halda áætl­unum sín­um, þar sem erfitt er að fá nýjar vél­ar. 

Air­bus, sam­keppn­is­að­ili Boeing, getur ekki annað eft­isp­urn, og því hafa skap­ast aðstæð­ur, þar sem flug­fé­lög hafa ein­fald­lega þurft að fella niður ferðir eða end­ur­skipu­leggja áætl­anir sínar mik­ið, með til­heyr­andi erf­ið­leikum fyrir við­skipta­vini og kostn­að­ar­aukn­ingu í rekstri. 

Icelandair tók þrjár vélar úr notk­un, en seg­ist hafa svig­rúm til skamms tíma til að mæta því með notkun á öðrum vélum í flota sín­um. Til langs tíma miða hins vegar áætl­anir að því að fá nýjar 737 Max vélar frá Boeing.

Upp­fært: 20:26. Banda­ríska alrík­is­lög­reglan FBI hefur einnig hafið rann­sókn á Boeing og sam­bandi þess við banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd, að því er Seattle Times greindi frá í kvöld.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Kólnun en ekki skyndileg djúpfrysting
Heilbrigðismál, atvinnuleysi, kaupmáttur, náttúruöfl og innviðafjárfestingar eru meðal þess sem forsætisráðherra ræddi um í ræðu sinni við upphaf þings í dag.
Kjarninn 20. janúar 2020
Sighvatur Björgvinsson
Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin
Kjarninn 20. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 20. janúar 2020
Efnt var til fyrstu mótmæla þann 23. nóvember 2019 eftir að Samherjamálið komst upp.
Fyrsti þingfundur ársins í dag – Mótmælendur ætla að láta í sér heyra
Fyrsti þingfundur á Alþingi hefst í dag eftir jólafrí og munu formenn stjórnmálaflokkanna eða staðgenglar þeirra taka til máls. Við tilefnið verður blásið til mótmæla þar sem þess er meðal annars krafist að sjávarútvegsráðherra segi af sér.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent