Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lengja fæðingarorlof í tveim skrefum þannig að það nemi 12 mánuðum árið 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins fyrr í dag.
Samkvæmt tilkynningunni kynnti Ásmundur Einar áform sín um að setja af stað vinnu við heildarendurskoðun laga um fæðingar- og foreldraorlof á ríkisstjórnarfundi fyrir helgi, en samhliða því er stefnt að lengingu orlofsins. Gert er ráð fyrir að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021, en áformin eru í samræmi við áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun sem kynnt var í dag.
Fyrra skref aðgerðina kveður á um að samanlagður réttur foreldra barna sem fæðast á árinu 2020 nemi 10 mánuðum. Í seinna skrefinu er svo rétturinn lengdur í tólf mánuði, en hann á við um foreldra allra barna sem fæðast þann 1. Janúar 2021 eða síðar. Sami réttur gildir um börn sem verða ættleid eða tekin í varanlegt fóstur.
„Það er mjög ánægjulegt að nú sé lenging fæðingarorlofsins loksins framundan og vel við hæfi að á 20 ára afmælisári laganna fari fram heildarendurskoðun þeirra,“ segir Ásmundur Einar í tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Einnig bætir ráðherra við að samtal við sveitarfélögin þurfi að eiga sér stað til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar.