Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann

Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir alla vera sig­ur­veg­ara þegar kemur að máli um inn­leið­ingu 3. Orku­pakk­ans og telur góða sátt ríkja um hann innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eftir að gert hafi verið grein fyrir hugs­an­legum hættum hans á síð­ustu mán­uð­um. Þetta kom fram í við­tal við Guð­laug í Silfr­inu á RÚV í dag.  

Kjarn­inn greindi frá því fyrir helgi að Guð­laugur muni leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu fyrir Alþingi um inn­leið­ingu pakk­ans hér á landi undir lok mán­að­ar­ins, en skiptar skoð­anir hafi verið innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins um hann. Ýmis hverfa­fé­lög flokks­ins hafa lýst sig and­snúna inn­leið­ingu hans og Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og áhrifa­maður í flokkn­um, sagði í pistli á vef­síðu sinni síð­ast­lið­inn fimmtu­dag að hörð átök væru vænt­an­leg innan flokks­ins vegna pakk­ans.

Í við­tal­inu sagði Guð­laugur að með leið­inni sem rík­is­stjórnin væri að fara með orku­pakk­ann væri hann inn­leiddur á íslenskum for­send­um. 

Auglýsing

Rík­is­stjórnin hafi farið í vinnu með sér­fræð­ingum hvort fótur væri fyrir þeim áhyggjum sem lagðar höfðu verið fram af gras­rót­inni innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Áhyggj­urnar höfðu verið tvenns kon­ar: í fyrsta lagi hvort inn­leið­ing pakk­ans myndi stand­ast stjórn­ar­skrá þar sem eft­ir­lits­vald eftir íslenskri auð­lind yrði í höndum fjöl­þjóð­legrar stofn­unar og í öðru lagi hvort við myndum tengj­ast raf­orku­mark­aði Evr­ópu hvort sem okkur lík­aði betur eða verr.

Guð­laugur sagði alla sér­fræð­inga vera á því að inn­leið­ingin stand­ist stjórn­ar­skrá og benti á að hvers konar hugs­an­leg ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs þyrfti að fara í gegnum Alþingi fyrst með til­heyr­andi umræðu um full­veld­is­fram­sal.

„Þú getur sagt með réttu að gras­rótin sem vakti athygli á þessu hafi sigur í þessu máli,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann og bætti við að honum þætti raunar allir aðilar vera sig­ur­veg­ar­ar. Aðspurður hvort orð Styrmis Gunn­ars­sonar um vænt­an­leg átök innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna orku­pakk­ans vera stað­lausir stafir seg­ist Guð­laugur ekki hafa áhyggjur af því. „Ég tel að það ríki mjög góð sátt um þetta.“

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent