Telur mikla sátt ríkja innan Sjálfstæðisflokksins um Þriðja orkupakkann

Utanríkisráðherra kallar rannsóknarvinnu síðustu mánaða um hugsanlegar hættur orkupakkans sigur fyrir efasemdarmenn innan Sjálfstæðisflokksins, en telur nú góða sátt ríkja um innleiðingu hans.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra segir alla vera sig­ur­veg­ara þegar kemur að máli um inn­leið­ingu 3. Orku­pakk­ans og telur góða sátt ríkja um hann innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins eftir að gert hafi verið grein fyrir hugs­an­legum hættum hans á síð­ustu mán­uð­um. Þetta kom fram í við­tal við Guð­laug í Silfr­inu á RÚV í dag.  

Kjarn­inn greindi frá því fyrir helgi að Guð­laugur muni leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu fyrir Alþingi um inn­leið­ingu pakk­ans hér á landi undir lok mán­að­ar­ins, en skiptar skoð­anir hafi verið innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins um hann. Ýmis hverfa­fé­lög flokks­ins hafa lýst sig and­snúna inn­leið­ingu hans og Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og áhrifa­maður í flokkn­um, sagði í pistli á vef­síðu sinni síð­ast­lið­inn fimmtu­dag að hörð átök væru vænt­an­leg innan flokks­ins vegna pakk­ans.

Í við­tal­inu sagði Guð­laugur að með leið­inni sem rík­is­stjórnin væri að fara með orku­pakk­ann væri hann inn­leiddur á íslenskum for­send­um. 

Auglýsing

Rík­is­stjórnin hafi farið í vinnu með sér­fræð­ingum hvort fótur væri fyrir þeim áhyggjum sem lagðar höfðu verið fram af gras­rót­inni innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Áhyggj­urnar höfðu verið tvenns kon­ar: í fyrsta lagi hvort inn­leið­ing pakk­ans myndi stand­ast stjórn­ar­skrá þar sem eft­ir­lits­vald eftir íslenskri auð­lind yrði í höndum fjöl­þjóð­legrar stofn­unar og í öðru lagi hvort við myndum tengj­ast raf­orku­mark­aði Evr­ópu hvort sem okkur lík­aði betur eða verr.

Guð­laugur sagði alla sér­fræð­inga vera á því að inn­leið­ingin stand­ist stjórn­ar­skrá og benti á að hvers konar hugs­an­leg ákvörðun um lagn­ingu sæstrengs þyrfti að fara í gegnum Alþingi fyrst með til­heyr­andi umræðu um full­veld­is­fram­sal.

„Þú getur sagt með réttu að gras­rótin sem vakti athygli á þessu hafi sigur í þessu máli,“ sagði utan­rík­is­ráð­herr­ann og bætti við að honum þætti raunar allir aðilar vera sig­ur­veg­ar­ar. Aðspurður hvort orð Styrmis Gunn­ars­sonar um vænt­an­leg átök innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins vegna orku­pakk­ans vera stað­lausir stafir seg­ist Guð­laugur ekki hafa áhyggjur af því. „Ég tel að það ríki mjög góð sátt um þetta.“

Seðlabankafólk ræddi um Facebook gjaldmiðilinn
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jerome Powell, segir að rafmyntin sem Facebook ætlar að setja í loftið á næsta ári hafi komið til umræðu innan Seðlabanka Bandaríkjanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Raunhækkun fasteigna lítil sem engin þessi misserin
Vorið 2017 mældist fasteignaverðshækkun 23,5 prósent.
Kjarninn 19. júní 2019
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata.
Heildarendurskoðun lögræðislaga samþykkt
Þingsályktunartilllaga þar sem mælst er til að heild­ar­end­ur­skoðun lög­ræð­islaga fari fram og að kosin verði til þess sér­nefnd þing­manna hefur verið samþykkt á Alþingi. Þingflokksformaður Pírata getur ekki beðið eftir því að hefjast handa.
Kjarninn 19. júní 2019
Höfuðstöðvar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar.
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir vexti hafa verið orðna „óeðlilega“ lága
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segist það ekki samræmast skyldu sinni að taka hagsmuni 3.700 lántaka með breytileg verðtryggð lán fram yfir hagsmuni allra sjóðsfélaga. Hún segir yfirlýsingar um einvörðungu hækkun vaxta byggja á veikum grunni.
Kjarninn 19. júní 2019
FME minnir á kröfur sem gerðar eru til lífeyrissjóða
VR hyggst gera breytingar á skipan stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kjarninn 19. júní 2019
Jafnréttisnefnd KÍ mótmælir málflutningi kennara
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem málflutningi grunnskólakennara um falskar ásakanir nemenda um meint ofbeldi kennara er mótmælt.
Kjarninn 19. júní 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
Að breyta samfélagi
Kjarninn 19. júní 2019
Sarkozy ákærður fyrir spillingu og mútuþægni
Fyrrum forseti Frakklands er ákærður fyrir að hafa þegið fjármagn frá Gaddafi, fyrrum forseta Líbíu.
Kjarninn 19. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent