Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum

Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.

WOW air - Auglýsing
Auglýsing

Flugi WOW air frá Gatwick til Kefla­vík­­ur sem áætlað var seint í kvöld hef­ur verið af­lýst, að því er fram kemur á vef mbl.­is. Þetta er annað flug WOW air frá Gatwick til Kefla­vík­­ur í dag sem er af­lýst, en flugi fé­lags­ins til Lund­úna í morg­un var af­lýst. 

Í fréttum RÚV í kvöld koma fram, að upp­lýs­inga­full­trúi WOW air, Svan­hvít Frið­riks­dótt­ir, hefði greint RÚV frá því, að áætl­un­ar­flug ætti að ganga sam­kvæmt áætlun á morg­un.

Í skila­­boðum sem far­þegar fengu send seinni­part­inn í dag, vegna flugs­ins frá London til Kefla­vík­ur, seg­ir að flug­­inu hafi verið frestað vegna rekstr­­ar­tak­­mark­ana (e. Oper­at­i­onal restrict­i­ons), að því er fram kemur á mbl.­is.

Auglýsing

Eins og komið hefur fram í dag, þá reynir Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, nú allt til að bjarga félag­inu frá gjald­þroti, en staða félags­ins er fall­völt. Í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í dag, segir að kapp sé lagt á það að styrkja fjár­hags­stöðu félags­ins með því að grynnka á skuldum - með því að umbreyta þeim í hlutafé - og fá inn meira fjár­magn til rekstr­ar­ins. 

Þetta er hins vegar kapp við tím­ann, þar sem fjár­hags­staðan er erfið og mán­að­ar­mót framund­an, sem kosta félagið mörg hund­ruð millj­ónir króna, þar sem greiða þarf laun og standa við aðrar skuld­bind­ing­ar. 

Fram kom í við­tali á Stöð 2 í kvöld, við Breka Karl­as­son, for­mann Neyt­enda­sam­tak­anna, að fólk hefði mikið sett sig í sam­band við sam­tökin vegna stöðu WOW air, enda fjöldi fólks með bókuð flug og vill fá á hreint hvernig rétt­ar­staða þess er.

Full­trúar WOW air hafa fundað með Sam­göngu­stofu í dag, en hún gefur út flug­rekstr­ar­leyfi og getur svipt félög þeim leyf­um, ef þau upp­fylla ekki skil­yrði til að sinna rekstr­in­um, sam­kvæmt mati stof­unn­ar.Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent