Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir

Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.

Landsréttur
Auglýsing

Rík­is­lög­maður neitar að afhenda Kjarn­anum sér­fræði­á­lit og önnur gögn, meðal ann­ars á minn­is­blöð­um, sem unnin voru í tengslum við hið svo­kall­aða Lands­rétt­ar­mál, sem ríkið tap­aði fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. 

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins var vísað til emb­ættis Rík­is­lög­manns, en hann hefur svar­aði erind­inu með bréfi, og neitar að afhenda gögn­in. 

Kjarn­inn hefur kært þá afstöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, og vísar til þess að það sé meg­in­regla að stjórn­sýslan eigi að vera gagn­sæ, og að gögnin sem óskað er eftir eigi erindi við almenn­ing.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er tap­aði íslenska ríkið Lands­rétt­ar­mál­inu fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um.

Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti.

Ástæðan er sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i. 

Sig­ríður And­er­­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, til­­­nefndi dóm­­ar­ana sem skip­aðir voru í Lands­rétt og Alþingi sam­­þykkti þá skip­­an. 

Hún sagði af sér í kjöl­far nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, og hefur Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir nú tekið við sem dóms­mála­ráð­herra, sam­hliða því að vera ráð­herra, ferða­mála, nýsköp­unar og iðn­aðar í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu.

Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­­­son hrl., verj­andi manns­ins, lagði fram kröfu í Lands­rétti þann 2. febr­­­úar í fyrra um að Arn­­­­fríð­­ur, sem átti að dæma í mál­inu, væri van­hæf í ljósi þess að hún hefði ekki verið skipuð með réttum hætti í emb­ætti. Lands­­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms og sagði að skipun Arn­­fríðar yrði ekki hagg­að.

Vil­hjálmur kærði þá nið­­ur­­stöðu til Hæsta­réttar sem komst að sömu nið­­ur­­stöðu og Lands­rétt­­ur. Þann 24. maí 2018 stað­­festi Hæst­i­­réttur svo dóm Lands­réttar í mál­inu og skjól­­stæð­ingur Vil­hjálms var dæmdur í 17 mán­aða fang­elsi.

Vil­hjálmur kærði í kjöl­farið þá nið­­ur­­stöðu að seta Arn­­fríðar í Lands­rétti væri í sam­ræmi við lög til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu. Hann ákvað að taka málið fyrir í lok júní og veita því flýt­i­­með­­­ferð. 

Arn­­­­fríður var einn fjög­­­­urra umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem dóms­­­­mála­ráð­herra lagði til að yrði skipuð í stað þeirra fjög­­­­urra sem sér­­­­­­­stök dóm­­nefnd mat hæf­asta. Hæst­i­­réttur Íslands komst svo að þeirri nið­­ur­­stöðu í des­em­ber 2017 að dóms­­mála­ráð­herra hefði brotið stjórn­­­sýslu­lög með því að sinna ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni með nægj­an­­legum hætti þegar hún ákvað að skipta út þeim umsækj­endum sem metnir höfðu verið hæf­­astir af dóm­­nefnd­inni.

Vil­hjálm­­ur, lög­­­maður manns­ins sem kærði hæfi Arn­­fríðar til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins, taldi að dóms­­mála­ráð­herra hefði hand­valið umsækj­endur á þann lista sem hún lagði fyrir Alþingi til sam­­þykkt­­ar. Það hafi hún gert á grund­velli vin­áttu og póli­­tískra tengsla. 

Í mála­til­­bún­­aði Vil­hjálms var því haldið fram að Arn­­fríður hafi verið skipuð sem hluti af hrossa­­­kaupum innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins þar sem Brynjar Níels­­son gaf í stað­inn eftir odd­vita­­sæti sitt í öðru Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­inu í síð­­­ustu kosn­­ingum til Sig­ríðar Á. And­er­­sen.

Auk þess hafi Sig­ríður hafnað öðrum umsækj­end­um, sem dóm­­nefndin hafi mælt með að skipa, á grund­velli póli­­tískra skoð­ana þeirra. Rík­­is­lög­­maður telur að í þessum mála­til­­bún­­aði Vil­hjálms felist sú full­yrð­ing að spill­ing hafi ráðið því hverjir hafi verið skip­aðir dóm­­arar við Lands­rétt.

Mann­rétt­inda­­dóm­stól­inn ákvað, líkt og áður sagði, að taka kæruna til með­­­ferðar í lok júní 2018 og fór fram á skýr­ingar frá íslenska rík­­in­u. 

Spurn­ingar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins til íslenska rík­­­is­ins voru í tveimur lið­­­um. Þar var ann­­ars vegar spurt hvernig það sam­­­rým­d­ist ákvæði mann­rétt­inda­sátt­­­mála að skipun dóm­­­ara hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dóm­­­ara­efni fyrir sig, í stað þess að greiða atkvæði um til­­­lögu ráð­herr­ans í heild eins og gert var. 

Hins vegar var spurt um nið­­­ur­­­stöðu Hæsta­réttar frá því í maí í fyrra í sam­hengi við fyrri dóm Hæsta­réttar um brot ráð­herr­ans á lögum við skip­un­ina. Með öðrum orðum vildi Mann­rétt­inda­­­dóm­stól­inn vita hvernig ólög­­­leg skipan dóm­­­ara geti hald­ist í hendur við þá nið­­­ur­­­stöðu að sömu dóm­­­arar sitji lög­­­­­lega í rétt­in­­­um.

Nið­ur­staðan var eins og áður sagði, íslenska rík­inu í óhag, og er nú verið að vinna í því að ákveða hver næstu skref verða.

Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Búinn að bíða lengi eftir aðgerðum
Mikil vakning hefur orðið meðal landans á síðustu misserum varðandi umhverfismál og má með sanni segja að sjaldan hafi starf umhverfis- og auðlindaráðherra verið eins mikilvægt.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent