Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir

Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.

Landsréttur
Auglýsing

Rík­is­lög­maður neitar að afhenda Kjarn­anum sér­fræði­á­lit og önnur gögn, meðal ann­ars á minn­is­blöð­um, sem unnin voru í tengslum við hið svo­kall­aða Lands­rétt­ar­mál, sem ríkið tap­aði fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu. 

Fyr­ir­spurn Kjarn­ans til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins var vísað til emb­ættis Rík­is­lög­manns, en hann hefur svar­aði erind­inu með bréfi, og neitar að afhenda gögn­in. 

Kjarn­inn hefur kært þá afstöðu til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál, og vísar til þess að það sé meg­in­regla að stjórn­sýslan eigi að vera gagn­sæ, og að gögnin sem óskað er eftir eigi erindi við almenn­ing.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er tap­aði íslenska ríkið Lands­rétt­ar­mál­inu fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um.

Ísland braut gegn 6. grein mann­rétt­inda­sátt­­mála Evr­­ópu sem fjallar um rétt til rétt­látrar máls­­með­­­ferðar fyrir dómi í máli gegn manni sem dæmdur var í 17 mán­aða fang­elsi í Lands­rétti.

Ástæðan er sú að mað­­ur­inn fékk ekki rétt­láta máls­­með­­­ferð fyrir Lands­rétti vegna þess að Arn­­fríður Ein­­ar­s­dótt­ir, sem er dóm­­ari við rétt­inn, hafi ekki verið skipuð í hann með lög­­­mætum hætt­i. 

Sig­ríður And­er­­sen, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, til­­­nefndi dóm­­ar­ana sem skip­aðir voru í Lands­rétt og Alþingi sam­­þykkti þá skip­­an. 

Hún sagði af sér í kjöl­far nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins, og hefur Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir nú tekið við sem dóms­mála­ráð­herra, sam­hliða því að vera ráð­herra, ferða­mála, nýsköp­unar og iðn­aðar í atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu.

Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­­­­son hrl., verj­andi manns­ins, lagði fram kröfu í Lands­rétti þann 2. febr­­­úar í fyrra um að Arn­­­­fríð­­ur, sem átti að dæma í mál­inu, væri van­hæf í ljósi þess að hún hefði ekki verið skipuð með réttum hætti í emb­ætti. Lands­­réttur hafn­aði kröfu Vil­hjálms og sagði að skipun Arn­­fríðar yrði ekki hagg­að.

Vil­hjálmur kærði þá nið­­ur­­stöðu til Hæsta­réttar sem komst að sömu nið­­ur­­stöðu og Lands­rétt­­ur. Þann 24. maí 2018 stað­­festi Hæst­i­­réttur svo dóm Lands­réttar í mál­inu og skjól­­stæð­ingur Vil­hjálms var dæmdur í 17 mán­aða fang­elsi.

Vil­hjálmur kærði í kjöl­farið þá nið­­ur­­stöðu að seta Arn­­fríðar í Lands­rétti væri í sam­ræmi við lög til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu. Hann ákvað að taka málið fyrir í lok júní og veita því flýt­i­­með­­­ferð. 

Arn­­­­fríður var einn fjög­­­­urra umsækj­enda um emb­ætti dóm­­ara við Lands­rétt sem dóms­­­­mála­ráð­herra lagði til að yrði skipuð í stað þeirra fjög­­­­urra sem sér­­­­­­­stök dóm­­nefnd mat hæf­asta. Hæst­i­­réttur Íslands komst svo að þeirri nið­­ur­­stöðu í des­em­ber 2017 að dóms­­mála­ráð­herra hefði brotið stjórn­­­sýslu­lög með því að sinna ekki rann­­sókn­­ar­­skyldu sinni með nægj­an­­legum hætti þegar hún ákvað að skipta út þeim umsækj­endum sem metnir höfðu verið hæf­­astir af dóm­­nefnd­inni.

Vil­hjálm­­ur, lög­­­maður manns­ins sem kærði hæfi Arn­­fríðar til Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins, taldi að dóms­­mála­ráð­herra hefði hand­valið umsækj­endur á þann lista sem hún lagði fyrir Alþingi til sam­­þykkt­­ar. Það hafi hún gert á grund­velli vin­áttu og póli­­tískra tengsla. 

Í mála­til­­bún­­aði Vil­hjálms var því haldið fram að Arn­­fríður hafi verið skipuð sem hluti af hrossa­­­kaupum innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins þar sem Brynjar Níels­­son gaf í stað­inn eftir odd­vita­­sæti sitt í öðru Reykja­vík­­­ur­­kjör­­dæm­inu í síð­­­ustu kosn­­ingum til Sig­ríðar Á. And­er­­sen.

Auk þess hafi Sig­ríður hafnað öðrum umsækj­end­um, sem dóm­­nefndin hafi mælt með að skipa, á grund­velli póli­­tískra skoð­ana þeirra. Rík­­is­lög­­maður telur að í þessum mála­til­­bún­­aði Vil­hjálms felist sú full­yrð­ing að spill­ing hafi ráðið því hverjir hafi verið skip­aðir dóm­­arar við Lands­rétt.

Mann­rétt­inda­­dóm­stól­inn ákvað, líkt og áður sagði, að taka kæruna til með­­­ferðar í lok júní 2018 og fór fram á skýr­ingar frá íslenska rík­­in­u. 

Spurn­ingar Mann­rétt­inda­­­dóm­stóls­ins til íslenska rík­­­is­ins voru í tveimur lið­­­um. Þar var ann­­ars vegar spurt hvernig það sam­­­rým­d­ist ákvæði mann­rétt­inda­sátt­­­mála að skipun dóm­­­ara hafi ekki fylgt þeim ákvæðum laga að Alþingi skuli greiða atkvæði um hvert og eitt dóm­­­ara­efni fyrir sig, í stað þess að greiða atkvæði um til­­­lögu ráð­herr­ans í heild eins og gert var. 

Hins vegar var spurt um nið­­­ur­­­stöðu Hæsta­réttar frá því í maí í fyrra í sam­hengi við fyrri dóm Hæsta­réttar um brot ráð­herr­ans á lögum við skip­un­ina. Með öðrum orðum vildi Mann­rétt­inda­­­dóm­stól­inn vita hvernig ólög­­­leg skipan dóm­­­ara geti hald­ist í hendur við þá nið­­­ur­­­stöðu að sömu dóm­­­arar sitji lög­­­­­lega í rétt­in­­­um.

Nið­ur­staðan var eins og áður sagði, íslenska rík­inu í óhag, og er nú verið að vinna í því að ákveða hver næstu skref verða.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent