Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast

Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Ríkisstjórnin hefur í marga mánuði fylgst náið með þeirri stöðu sem upp er komin á flugmarkaði og er hún með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast. Þetta kemur fram í máli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

„Við höfum haft sérstakan starfshóp að störfum í marga mánuði sem hefur undirbúið viðbragðsáætlun stjórnvalda eftir ólíkum sviðsmyndum. Ég hef sagt það nokkrum sinnum opinberlega að ég telji það ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur eins og þennan. Og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætlunum að gera neitt slíkt,“ segir Bjarni.

Hann telur hins vegar að stjórnvöld þurfi að vera viðbúin ef einhver meiri háttar röskun verður, meðal annars til þess að huga að orðspori landsins og vegna þeirrar áhættu sem gæti fylgt röskuninni. Eins nefnir Bjarni stöðu farþega og segir hann að stjórnvöld þurfi að vera viðbúin að greiða úr stöðunni ef á þarf að halda. „En þær aðstæður hafa ekki enn skapast, sem betur fer. En við erum viðbúin því ef það gerist,“ segir hann.

Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­tíð flug­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­kvæmt til­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­ar­drottna sinna um að skuldum félags­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­magn til rekstr­ar­ins uns það nái „sjálf­bærum rekstri til fram­tíð­ar­“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent