Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast

Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur í marga mán­uði fylgst náið með þeirri stöðu sem upp er komin á flug­mark­aði og er hún með til­búnar áætl­anir ef rekstur WOW air stöðvast. Þetta kemur fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag.

„Við höfum haft sér­stakan starfs­hóp að störfum í marga mán­uði sem hefur und­ir­búið við­bragðs­á­ætlun stjórn­valda eftir ólíkum sviðs­mynd­um. Ég hef sagt það nokkrum sinnum opin­ber­lega að ég telji það ekki rétt­læt­an­legt að setja skattfé inn í áhættu­rekstur eins og þenn­an. Og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætl­unum að gera neitt slíkt,“ segir Bjarni.

Hann telur hins vegar að stjórn­völd þurfi að vera við­búin ef ein­hver meiri háttar röskun verð­ur, meðal ann­ars til þess að huga að orð­spori lands­ins og vegna þeirrar áhættu sem gæti fylgt rösk­un­inni. Eins nefnir Bjarni stöðu far­þega og segir hann að stjórn­völd þurfi að vera við­búin að greiða úr stöð­unni ef á þarf að halda. „En þær aðstæður hafa ekki enn skapast, sem betur fer. En við erum við­búin því ef það ger­ist,“ segir hann.

Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­­tíð flug­­­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­­sen, for­­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­­­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­­ar­drottna sinna um að skuldum félags­­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­­­magn til rekstr­­ar­ins uns það nái „sjálf­­bærum rekstri til fram­­tíð­­ar­“.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent