Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast

Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur í marga mán­uði fylgst náið með þeirri stöðu sem upp er komin á flug­mark­aði og er hún með til­búnar áætl­anir ef rekstur WOW air stöðvast. Þetta kemur fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag.

„Við höfum haft sér­stakan starfs­hóp að störfum í marga mán­uði sem hefur und­ir­búið við­bragðs­á­ætlun stjórn­valda eftir ólíkum sviðs­mynd­um. Ég hef sagt það nokkrum sinnum opin­ber­lega að ég telji það ekki rétt­læt­an­legt að setja skattfé inn í áhættu­rekstur eins og þenn­an. Og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætl­unum að gera neitt slíkt,“ segir Bjarni.

Hann telur hins vegar að stjórn­völd þurfi að vera við­búin ef ein­hver meiri háttar röskun verð­ur, meðal ann­ars til þess að huga að orð­spori lands­ins og vegna þeirrar áhættu sem gæti fylgt rösk­un­inni. Eins nefnir Bjarni stöðu far­þega og segir hann að stjórn­völd þurfi að vera við­búin að greiða úr stöð­unni ef á þarf að halda. „En þær aðstæður hafa ekki enn skapast, sem betur fer. En við erum við­búin því ef það ger­ist,“ segir hann.

Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­­tíð flug­­­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­­sen, for­­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­­­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­­ar­drottna sinna um að skuldum félags­­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­­­magn til rekstr­­ar­ins uns það nái „sjálf­­bærum rekstri til fram­­tíð­­ar­“.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent