Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast

Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Rík­is­stjórnin hefur í marga mán­uði fylgst náið með þeirri stöðu sem upp er komin á flug­mark­aði og er hún með til­búnar áætl­anir ef rekstur WOW air stöðvast. Þetta kemur fram í máli Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurnum á Alþingi í dag.

„Við höfum haft sér­stakan starfs­hóp að störfum í marga mán­uði sem hefur und­ir­búið við­bragðs­á­ætlun stjórn­valda eftir ólíkum sviðs­mynd­um. Ég hef sagt það nokkrum sinnum opin­ber­lega að ég telji það ekki rétt­læt­an­legt að setja skattfé inn í áhættu­rekstur eins og þenn­an. Og þess vegna er það ekki hluti af okkar áætl­unum að gera neitt slíkt,“ segir Bjarni.

Hann telur hins vegar að stjórn­völd þurfi að vera við­búin ef ein­hver meiri háttar röskun verð­ur, meðal ann­ars til þess að huga að orð­spori lands­ins og vegna þeirrar áhættu sem gæti fylgt rösk­un­inni. Eins nefnir Bjarni stöðu far­þega og segir hann að stjórn­völd þurfi að vera við­búin að greiða úr stöð­unni ef á þarf að halda. „En þær aðstæður hafa ekki enn skapast, sem betur fer. En við erum við­búin því ef það ger­ist,“ segir hann.

Auglýsing

Mikil óvissa ríkir nú um fram­­tíð flug­­­fé­lags­ins WOW air en Skúli Mog­en­­sen, for­­stjóri og eig­andi WOW air, reynir til þrautar að bjarga flug­­­fé­lag­inu eftir að það slitn­aði upp úr við­ræðum við Icelandair Group í gær. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu WOW air frá því í gær vinnur félagið nú að því að ná sam­komu­lagi við meiri­hluta lán­­ar­drottna sinna um að skuldum félags­­ins verði að stórum hluta umbreytt í hlutafé og að sömu aðilar tryggi félag­inu fjár­­­magn til rekstr­­ar­ins uns það nái „sjálf­­bærum rekstri til fram­­tíð­­ar­“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent