Átta félagasamtök lýsa yfir miklum óhug vegna ákvörðunar sjávarútvegsráðherra

Átta samtök sem mótmæltu hvalveiðum fyrir framan Alþingi síðasta sunnudag hafa sent opið bréf til stjórnvalda þar sem endurnýjun leyfis til hvalveiða er harðlega gagnrýnd. Samtökin óska eftir fundi með ríkisstjórninni vegna málsins.

Mótmæli gegn hvalveiðum síðasta sunnudag.
Mótmæli gegn hvalveiðum síðasta sunnudag.
Auglýsing

Átta félaga­sam­tök sem mót­mæltu hval­veiðum fyrir framan Alþingi síð­asta sunnu­dag hafa sent stjórn­völdum opið bréf. Í bréf­inu lýsa sam­tökin yfir miklum óhug vegna ákvörð­unar Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, land­bún­að­ar- og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, um að end­ur­nýja leyfi til veiða á lang­reyðum og hrefnum til árs­ins 2023. Sam­tökin segj­ast ekki skilja þegar að það kemur að svo „um­deildu mál­efni“ að aðrir úr rík­is­stjórn­inni hafi ekki mót­mælt harð­lega og þrýst á að ákvörð­unin sé dregin til baka. Sam­tökin óska eft­ir ­form­leg­um fundi með­ ­full­trú­um ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Einn mik­il­væg­asti hlekk­ur­inn í bar­dag­anum gegn ­lofts­lags­breyt­ingum

Í bréf­inu vitna sam­tökin í leið­rétt­ingu sér­fræð­inga frá Vist­fræði­fé­lagi Íslands á skýrsl­unni Þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða sem birt var af hag­fræði­deild há­skóla Íslands í jan­úar 2019. Í bréf­inu segir að í leið­rétt­ing­u ­sér­fræð­ing­anna sé fjallað um hvernig hvalir fram­leiða nær­ing­ar­rík­ úr­gangs­ský og með því að enda líf­daga sína í haf­inu sjálfu og sökkva til botns sjái hvalir um grund­vallar kolefn­is­bind­ingu frá lofts­lag­ið. Hvalir séu því einn mik­il­væg­asti hlekk­ur­inn í bar­dag­anum gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um.

Auglýsing

Sam­tökin spyrja því hvort það sé ekki eitt­hvað bogið við það að gefa út veiði­leyfi á teg­und sem sé „einn helsti stríðs­maður okk­ur“ gegn ­lofts­lags­breyt­ing­um. „­Lofts­lags­breyt­ingar eru stærsta vá nútím­ans fyrir jörð­ina og allt mann­kyn. Vikum saman hafa nem­endur um allan heim farið í skóla-verk­fall til að krefj­ast þess að yfir­völd hefji strax öfl­ugar aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ing­um, líka á Íslandi. Er ekki eitt­hvað bogið við það að á sama tíma og nem­endur mót­mæla, þykir eðli­legt að gefa út veiði­leyfi á teg­und sem er einn helsti stríðs­maður okkar gegn lofts­lags­breyt­ing­um?,“ segir í bréf­inu og sam­tökin benda jafn­fram­t á að í aðgerða­ætl­un ­rík­is­stjórn­ar­inn­ar í loft­lags­málum sé ekki minnst einu orði á haf­ið. 

Óskilj­an­legt að vernda hvali á einu svæði og leyfa dráp á þeim á öðru svæði

Í bréf­inu segir að það sé ­gleði­efni að fyr­ir­tæki í hvala­skoð­un hafi verið að vinna með borg­ar­ráði í að búa til nýtt friðland sem og að stækka núver­andi friðland hvala. ­Sam­tökin segja að vel­gengni hvala­skoð­un­ar­fyr­ir­tækja á Íslandi sýni að hvalir séu mun verð­mæt­ari lif­andi en dauð­ir. „Það er okk­ur hins­veg­ar ­með öllu óskilj­an­legt hvernig hægt er að rétt­læta að vernda hvali á einu svæði, hvetja fólk til að sjá þá frjálsa í nátt­úr­unni og á sama tíma leyfa dráp á þeim rétt utan við það svæð­i?“ 

Jafn­framt er bent á í bréf­inu að hval­kjötsát sé ekki stundað af neinu ráði á Íslandi. „Þeirri lygi sem jafnan er haldið fram, að sterk hefð sé fyrir hval­kjötsáti á Íslandi á sér ekki einu sinni stoð í raun­veru­leik­anum heldur er þetta eitt­hvað sem við öpuðum eftir Norð­mönnum fyrir nokkrum ára­tug­um.“  Í bréf­inu er vitnað í Gallup könn­un frá 2017 þar sem aðeins 1 pró­sent Ís­lend­inga sögð­ust borða hval­kjöt reglu­lega en alls 81 pró­sent sögð­ust aldrei hafa borðað það.

Óska eftir fundi með­ ­rík­is­stjórn­inni

Að lokum segir í bréf­inu að vegna þeirra ofan­greinda atriða sem sam­tökin telja upp í bréf­inu, auk þeirra „aug­ljósa ­spill­ing­ar- og hags­muna­tengsl­um“ sem ­vald­i því að nýr hval­veiði­kvóti var gef­inn út þá hafi sam­tökin átta ákveðið að mót­mæla fyrir framan Alþingi þann 24. mars síð­ast­lið­inn. Sam­tökin óska jafn­framt eftir form­legum fundi með full­trúum rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Undir bréfið skrifa sam­tök­in Gai­a Iceland, Jarð­ar­vin­ir, Reykja­vik Animal Sa­ve, Reykja­vik Whale Sa­ve, Sam­tök græn­kera á Ísland­i, ­Sea S­hepher­d Iceland, ­SEEDS Iceland, Stop Whal­ing in Iceland.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent