„Hefðum getað klárað þetta“

Forstjóri WOW air segist hafa verið njörvaður niður í það sæti að sætta sig við staðreyndir málsins í morgun. Hann segist trúi því ennþá að ef félagið hefði fengið aðeins meiri tíma þá hefði verið hægt að klára endurfjármögnun.

Skúli Mogensen
Skúli Mogensen
Auglýsing

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segist trúa því að ef þau hefðu fengið aðeins meiri tíma þá hefði verið hægt að klára samningaviðræður við kröfuhafa. Frá þessu greinir hann í samtali við fréttastofu RÚV í dag. 

Hann segir að félagið hafi verið í samtali við nokkuð marga aðila í nótt og undir morgun sem því miður hafi ekki heppnast. Hann telur að þeim aðilum sem hann var í viðræðum við hafi verið alvara í samningaviðræðunum en hann seg­ist ekki getað tjáð sig um það hverjir nákvæm­lega hafi komið að þessum við­ræð­um.

Skúli segir jafnframt að ekki sé rétt að WOW air hafi skuldað leigusala 300 milljónir sem hafi verið á gjalddaga á miðnætti í gær sem flugfélagið hafi ekki getað greitt.

Auglýsing

Eitt leiðir af öðru

Skúli segir enn fremur að eðlilega hafi menn ætlast til þess að WOW air myndi klára fjármögnun og þegar það heppnaðist ekki þá voru flugvélarnar kyrrsettar.

„Þetta er svolítið þannig að eitt leiðir af öðru. Þegar einn byrjar þá fellur þetta mjög hratt og það var ekkert eitt umfram annað. Menn voru einfaldlega orðnir óþreyjufullir að sjá okkur klára fjármögnunina,“ segir hann í samtali við RÚV.

Hann segist hafa verið njörvaður niður í það sæti að sætta sig við staðreyndir málsins. „Auðvitað er þetta búið að vera mikil barátta. Ég er líka óheyrilega þakklátur fyrir þann mikla stuðning og hvatningu frá starfsfólki mínu, frá fólki út um allan bæ og fjölda landa um það að halda áfram og gefast ekki upp,“ segir hann og bætir því við að honum finnist leiðinlegt og sorglegt að bregðast því fólki.

Hefði átt að hefja endurskipulagningu fyrr

Skúli segir að hann hafi alltaf ætlað að klára viðræðurnar og að það hafi því ekki verið ábyrgðalaust að segja fólki að treysta WOW air. Hann segist stoltur af þeirri vinnu sem hafi verið unnin hjá fyrirtækinu.

Hann bendir á að flugumhverfið sé búið að vera sérstaklega erfitt í vetur og að fjöldi flugfélaga hafi því miður farið í þrot. Ytri skilyrði hafi því líka verið erfið. 

„Það sem ég hefði átt að gera var að hefja þessa endurskipulagningu fyrr. Því að árangurinn sem við erum að sjá núna eftir að hafa skilað breiðþotunum og tekið til í rekstrinum og farið aftur í lággjaldabúninginn er strax orðinn miklu betri en hann var í haust,“ segir hann. Þannig hafi hann átt að byrja á þessu fyrir ári síðan.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni á vef RÚV

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent