Frítekjumark námsmanna hækkar um 43 prósent

Samkvæmt nýjum úthlutunarreglum LÍN hækkar frítekjumark námsmanna um 43 prósent og fer úr 930.000 krónum á ári í 1.330.000 krónur.

háskóli íslands háskóli skóli fólk mannlíf
Auglýsing

Frí­tekju­mark náms­manna hækkar um 43 pró­sent og fer úr 930.000 krónum á ári í 1.330.000 krón­ur, sam­kvæmt nýjum úthlut­un­ar­reglum Lána­sjóðs íslenskra náms­manna fyrir náms­árið 2019 til 2020. Í til­kynn­ingu frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu segir að þessi hækkun komi til móts við óskir náms­manna sem bent hafa á að frí­tekju­markið hafi ekki verið hækkað í takt við verð­lags­breyt­ingar og launa­hækk­anir síðan árið 2014.

30 pró­sent nið­ur­fell­ing á hluta af náms­lánum við próf­gráðu

Í til­kynn­ing­unni segir að umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar séu fyr­ir­hug­aðar á fyr­ir­komu­lagi LÍN en ráð­gert sé að nýtt frum­varp um sjóð­inn verði lagt fram á Alþingi í haust. Kerf­is­breyt­ing­arnar fel­ast meðal ann­ars í því að náms­styrkur rík­is­ins verði gagn­særri og meira jafn­ræði verði meðal náms­manna og muni nýja kerf­inu þannig svipa meira til nor­rænna náms­styrkja­kerfa. Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er stefnt að því að nýtt stuðn­ings­kerfi taki gildi frá og með haustinu 2020.

Náms­að­stoðin sem sjóð­ur­inn mun veita verður áfram í formi lána á hag­stæðum kjörum og til við­bótar verða beinar styrkja­greiðslur vegna fram­færslu barna og 30 pró­sent nið­ur­fell­ing á hluta af náms­lánum við lok próf­gráðu innan skil­greinds tíma. 

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að þetta sé gert til þess að bæta fjár­hags­stöðu nem­enda, ekki síst þeirra sem hafa börn á fram­færi, og hvetja nem­endur til að klára nám sitt á til­settum tíma. „Í því felst ávinn­ingur fyrir náms­menn sem og þjóð­hags­legur ávinn­ingur fyrir sam­fé­lagið allt sem útreikn­ingar gera ráð fyrir að geti numið allt að 1,2 millj­örðum kr. á ári, “ segir í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Þögnin hættulegri
Kjarninn 21. október 2019
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent