Farið fram á lögfestingu aðgerða gegn kennitöluflakki

Í lífskjarasamningum aðila vinnumarkaðarins er farið fram á að stjórnvöld ráðist í aðgerðir til að stuðla að heilbrigðara atvinnulífi.

Kennitöluflakk- 1. maí.jpg
Auglýsing

Ein­stak­lingar geta verið úrskurð­aðir í allt að þriggja ára atvinnu­rekstr­ar­bann, séu þeir fundnir sekir um brot gegn 262. grein almennra hegn­ing­ar­laga. Þetta kemur fram í frum­varpi Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dóttur sem legið hefur fyrir í Sam­ráðs­gátt­inni frá 22. mars síð­ast­liðn­um.

Frum­varpið er ein af þeim aðgerðum stjórn­valda sem taldar eru til stuðn­ings hinum svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ingum sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins skrif­uðu undir í síð­ustu viku. Í aðgerð­ar­pakka stjórn­valda kemur fram skuld­bind­ing um að ráð­ast gegn kenni­tölu­flakki.

Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) og Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA)  hafa áður farið fram á að farið verði í aðgerðir gegn kenni­tölu­flakki en í kynn­ingu sam­tak­anna frá 2017 lögðu þau meðal ann­ars til að hægt yrði að banna ein­stak­lingum tíma­bundið að koma að rekstri félaga með tak­mark­aða ábyrgð. Þá lögðu þau til að heim­ild ráð­herra til að slíta félögum yrði færð frá ráð­herra til rík­is­skatt­stjóra, auk þess sem rík­is­skatt­stjóra yrði falið að úrskurða um atvinnu­rekstr­ar­bann.

Auglýsing

Til­lögur ASÍ og SA of íþyngj­andi

Í frum­varpi Þór­dísar Kol­brúnar R. Gylfa­dótt­ur, eru til­lög­urnar hins­vegar sagðar falla illa að lög­bundnu hlut­verki rík­is­skatt­stjóra að taka slíka ákvörð­un. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði það í höndum dóm­stóla að úrskurða ein­stak­linga sem gerst hafa brot­legir við 262. grein almennra hegn­ing­ar­laga í tíma­bundið atvinnu­rekstr­ar­bann. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu er það sagt falla betur að almennri máls­með­ferð á Íslandi, auk þess sem rík­is­stjórn­inni þykir til­lögur ASÍ og SA of íþyngj­andi. Því var atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu falið í sam­vinnu við dóms­mála­ráðu­neytið og fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið að skoða hvort hægt væri að útfæra til­lögur sam­tak­anna á annan hátt.

ASÍ og SA skil­uðu sam­eig­in­legri umsögn um frum­varp­ið. Þau telja frum­varpið ekki ganga nægi­lega langt og telja það far­sælla að heim­ild til að svipta ein­stak­linga atvinnu­rekstr­ar­heim­ild sé ekki bundin við saka­mál. Slík heim­ild hefur meðal ann­ars verið lög­fest í Dan­mörku, Nor­egi og Sví­þjóð. Sam­tökin segja að ein af ástæðum þess að ekki hafi náðst við­un­andi árangur í bar­átt­unni gegn kenni­tölu­flakki sé hve erfitt sé að færa sönnur á refsi­verða hátt­semi. Í saka­málum geti einnig liðið langur tími frá því að brot er framið og þar til dómur fell­ur.Fagna breyt­ingum á gjald­þrota­lögum

Sam­tökin fagna því þó að vinna sé hafin innan rík­is­stjórn­ar­innar við breyt­ingar á gjald­þrota­lögum sem ætlað er að skapa kröfu­höfum og sam­fé­lag­inu betri vernd. Þá fagna þau því einnig að 262. grein almennra hegn­ing­ar­laga nái einnig til skyldu­trygg­inga líf­eyr­is­rétt­inda þar sem í dag hafi það engar laga­legar afleið­ingar að skilja líf­eyr­is­ið­gjöld eftir í eigna­laus búi.Sam­kvæmt kynn­ingu ASÍ og SA frá 2017 töldu 75% fyr­ir­tækja árið 2005 sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum kenni­tölu­flakks. Þar kemur einnig fram að þau telja skort á þekk­ingu vera hluta vand­ans og leggja til að stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins vinni sam­eig­in­lega að „upp­bygg­ing­ar­legri fræðslu”.Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent