Skora á alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum

Samtökin Orkan okkar hafa sent áskorun til allra alþingismanna um að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utanríkisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann á Alþingi í dag.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Sam­tökin Orkan okkar hafa sent frá sér áskorun á alla alþing­is­menn um að hafna þriðja orku­pakka ­Evr­ópu­sam­bands­ins og beina um leið þeim til­mælum til sam­eig­in­legu EES- nefnd­ar­innar að veita Íslandi und­an­þágu frá inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans í lands­rétt á þeirri for­sendu að landið sé ekki tengt innri raf­orku­mark­aði ESB. Sam­tökin opn­uðu vef­síðu í dag þar sem almenn­ing býðst að skrifa undir áskor­un­ina.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um þriðja orku­pakk­ann lögð fram í dag 

Í dag mun Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ­þriðja orku­pakk­ann á Alþingi. Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti þann 22. mars síð­ast­lið­inn til­­lögu ráð­herr­ans um að leggja fyrir Alþingi þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um inn­­­leið­ingu þriðja orku­­pakk­ans. Í álykt­un­inni felst að þær reglur sem eiga við um flutn­ing raf­­orku yfir landa­­mæri eru inn­­­leiddar með þeim laga­­lega fyr­ir­vara að þær komi ekki til fram­­kvæmda nema að Alþingi heim­ili lagn­ingu raf­­orku­­strengs. Þá þarf jafn­­framt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort regl­­urnar stand­ist stjórn­­­ar­­skrá. 

Á vef­síðu sam­tak­anna Orkan okkar segir að sam­tökin hafi verið stofnuð í októ­ber í fyrra til þess að „kynna rökin gegn frek­ari inn­leið­ingu orku­lög­gjafar ESB hér á land­i.“ Í grein­ar­gerð með áskor­un­inni seg­ir að raf­orkan sé afurð nátt­úru­auð­linda lands­ins og því telji sam­tökin það afar mik­il­vægt að allar ákvarð­anir sem teknar eru í raf­orku­málum þjóni hag þeirra sem búa á Íslandi.

Auglýsing

Segja breyt­ingar af hálfu Alþingis falla undir samn­ings­brot

Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að var­ast eigi að inn­leiða lög­gjöf sem sniðin sé fyrir aðstæður í orku­málum sem séu „mjög frá­brugðn­ar“ þeim sem við búum við á Íslandi. Auk þess telja sam­tökin að með orku­pökkum Evr­ópu­sam­bands­ins skerð­ist sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur Íslands í raf­orku­mál­u­m. „Lög­gjöfin er samin af ESB og tekur því ekki mið af vilja íslenskra kjós­enda, auk þess sem hluti lög­gjaf­ar-, fram­kvæmda- og dóms­valds í orku­málum flyst úr landi. Orku­pakkar ESB grafa því undan sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þjóð­ar­innar um eigin auð­lindir og geta haft ófyr­i­séð áhrif á lífs­kjör í land­inu. Þessi þróun er líka í hróp­andi mót­sögn við afstöðu almenn­ings og yfir­lýs­ingar sumra stjórn­mála­flokka um að ekki skuli fram­selja vald í orku­málum til erlendra stofn­ana, “ segir í grein­ar­gerð sam­tak­anna.

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni að ólíkt Nor­egi og Liechten­stein sé Ísland ekki tengt raf­orku­mark­aði ESB og ætti því að krefj­ast und­an­þágu frá skyldu til að inn­leiða lög­gjöf ESB um raf­orku­mark­að­inn. Nú þegar séu for­dæmi og heim­ildir fyrir slíkum und­an­þágum í EES-­samn­ingn­um. Ísland sé til dæmis und­an­þegið inn­leið­ingum laga um jarð­gas, skipa­skurði og járn­braut­ir. Samið séu um slíkar und­an­þágur í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni.

Að lokum segir í grein­ar­gerð­inni að ef þings­á­lykt­un­ar­til­laga utan­rík­is­ráð­herra verði sam­þykkt geti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­u­m. „Ut­an­rík­is­ráð­herra hefur nú lagt fyrir Alþingi til­lögu til þings­á­lykt­unar um að falla frá stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara gagn­vart þriðja orku­pakka ESB en boðar um leið að lög­gjöfin verði inn­leidd í íslensk lög með fyr­ir­vara. Verði þessi leið farin gæti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­um. Af álits­gerð Stef­áns Más og Frið­riks Árna má álykta að sam­þykki Alþingi ákvörðun Sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um að fella þriðja orku­pakk­ann inn í EES samn­ing­inn, þá verður Ísland að inn­leiða lög­gjöf þriðja orku­pakk­ans eins og hún er. Ein­hliða fyr­ir­varar eða breyt­ingar af hálfu Alþingis munu falla undir samn­ings­brot.“

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent