Skora á alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum

Samtökin Orkan okkar hafa sent áskorun til allra alþingismanna um að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utanríkisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann á Alþingi í dag.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Sam­tökin Orkan okkar hafa sent frá sér áskorun á alla alþing­is­menn um að hafna þriðja orku­pakka ­Evr­ópu­sam­bands­ins og beina um leið þeim til­mælum til sam­eig­in­legu EES- nefnd­ar­innar að veita Íslandi und­an­þágu frá inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans í lands­rétt á þeirri for­sendu að landið sé ekki tengt innri raf­orku­mark­aði ESB. Sam­tökin opn­uðu vef­síðu í dag þar sem almenn­ing býðst að skrifa undir áskor­un­ina.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um þriðja orku­pakk­ann lögð fram í dag 

Í dag mun Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ­þriðja orku­pakk­ann á Alþingi. Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti þann 22. mars síð­ast­lið­inn til­­lögu ráð­herr­ans um að leggja fyrir Alþingi þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um inn­­­leið­ingu þriðja orku­­pakk­ans. Í álykt­un­inni felst að þær reglur sem eiga við um flutn­ing raf­­orku yfir landa­­mæri eru inn­­­leiddar með þeim laga­­lega fyr­ir­vara að þær komi ekki til fram­­kvæmda nema að Alþingi heim­ili lagn­ingu raf­­orku­­strengs. Þá þarf jafn­­framt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort regl­­urnar stand­ist stjórn­­­ar­­skrá. 

Á vef­síðu sam­tak­anna Orkan okkar segir að sam­tökin hafi verið stofnuð í októ­ber í fyrra til þess að „kynna rökin gegn frek­ari inn­leið­ingu orku­lög­gjafar ESB hér á land­i.“ Í grein­ar­gerð með áskor­un­inni seg­ir að raf­orkan sé afurð nátt­úru­auð­linda lands­ins og því telji sam­tökin það afar mik­il­vægt að allar ákvarð­anir sem teknar eru í raf­orku­málum þjóni hag þeirra sem búa á Íslandi.

Auglýsing

Segja breyt­ingar af hálfu Alþingis falla undir samn­ings­brot

Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að var­ast eigi að inn­leiða lög­gjöf sem sniðin sé fyrir aðstæður í orku­málum sem séu „mjög frá­brugðn­ar“ þeim sem við búum við á Íslandi. Auk þess telja sam­tökin að með orku­pökkum Evr­ópu­sam­bands­ins skerð­ist sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur Íslands í raf­orku­mál­u­m. „Lög­gjöfin er samin af ESB og tekur því ekki mið af vilja íslenskra kjós­enda, auk þess sem hluti lög­gjaf­ar-, fram­kvæmda- og dóms­valds í orku­málum flyst úr landi. Orku­pakkar ESB grafa því undan sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þjóð­ar­innar um eigin auð­lindir og geta haft ófyr­i­séð áhrif á lífs­kjör í land­inu. Þessi þróun er líka í hróp­andi mót­sögn við afstöðu almenn­ings og yfir­lýs­ingar sumra stjórn­mála­flokka um að ekki skuli fram­selja vald í orku­málum til erlendra stofn­ana, “ segir í grein­ar­gerð sam­tak­anna.

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni að ólíkt Nor­egi og Liechten­stein sé Ísland ekki tengt raf­orku­mark­aði ESB og ætti því að krefj­ast und­an­þágu frá skyldu til að inn­leiða lög­gjöf ESB um raf­orku­mark­að­inn. Nú þegar séu for­dæmi og heim­ildir fyrir slíkum und­an­þágum í EES-­samn­ingn­um. Ísland sé til dæmis und­an­þegið inn­leið­ingum laga um jarð­gas, skipa­skurði og járn­braut­ir. Samið séu um slíkar und­an­þágur í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni.

Að lokum segir í grein­ar­gerð­inni að ef þings­á­lykt­un­ar­til­laga utan­rík­is­ráð­herra verði sam­þykkt geti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­u­m. „Ut­an­rík­is­ráð­herra hefur nú lagt fyrir Alþingi til­lögu til þings­á­lykt­unar um að falla frá stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara gagn­vart þriðja orku­pakka ESB en boðar um leið að lög­gjöfin verði inn­leidd í íslensk lög með fyr­ir­vara. Verði þessi leið farin gæti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­um. Af álits­gerð Stef­áns Más og Frið­riks Árna má álykta að sam­þykki Alþingi ákvörðun Sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um að fella þriðja orku­pakk­ann inn í EES samn­ing­inn, þá verður Ísland að inn­leiða lög­gjöf þriðja orku­pakk­ans eins og hún er. Ein­hliða fyr­ir­varar eða breyt­ingar af hálfu Alþingis munu falla undir samn­ings­brot.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Að huga að gildunum
Kjarninn 18. janúar 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í dag.
Sósíalistaflokkurinn samþykkir að undirbúa framboð til Alþingis
Baráttan um atkvæðin á vinstrivængnum verður harðari í næstu kosningum, eftir að Sósíalistaflokkur Íslands ákvað að hefja undirbúning að framboði. Flokkurinn hefur einu sinni boðið fram áður og náði þá inn fulltrúa í borgarstjórn.
Kjarninn 18. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Dreyfus-málið: 1899–2019
Kjarninn 18. janúar 2020
Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig
Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.
Kjarninn 18. janúar 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Handan fíknar, jógísk leið til bata
Kjarninn 18. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum
Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.
Kjarninn 18. janúar 2020
Kanna einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni á Alþingi
Félagsvísindastofnun hefur umsjón með rannsókn á starfsumhverfi og vinnustaðamenningu Alþingis. Könnunin er þáttur í því ferli að kortleggja umfang ofbeldishegðunar á þjóðþingum Evrópu.
Kjarninn 18. janúar 2020
Sjö prósent tekjuvöxtur hjá Marel í fyrra
Framlegð af rekstri Marels á síðustu þremur mánuðum ársins í fyrra, var lægri en vonir stóðu til. Bjartir tímar eru þó framundan, segir forstjórinn. Markaðsvirði félagsins fór yfir 500 milljarða í dag.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent