Skora á alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum

Samtökin Orkan okkar hafa sent áskorun til allra alþingismanna um að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utanríkisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann á Alþingi í dag.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Sam­tökin Orkan okkar hafa sent frá sér áskorun á alla alþing­is­menn um að hafna þriðja orku­pakka ­Evr­ópu­sam­bands­ins og beina um leið þeim til­mælum til sam­eig­in­legu EES- nefnd­ar­innar að veita Íslandi und­an­þágu frá inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans í lands­rétt á þeirri for­sendu að landið sé ekki tengt innri raf­orku­mark­aði ESB. Sam­tökin opn­uðu vef­síðu í dag þar sem almenn­ing býðst að skrifa undir áskor­un­ina.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um þriðja orku­pakk­ann lögð fram í dag 

Í dag mun Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ­þriðja orku­pakk­ann á Alþingi. Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti þann 22. mars síð­ast­lið­inn til­­lögu ráð­herr­ans um að leggja fyrir Alþingi þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um inn­­­leið­ingu þriðja orku­­pakk­ans. Í álykt­un­inni felst að þær reglur sem eiga við um flutn­ing raf­­orku yfir landa­­mæri eru inn­­­leiddar með þeim laga­­lega fyr­ir­vara að þær komi ekki til fram­­kvæmda nema að Alþingi heim­ili lagn­ingu raf­­orku­­strengs. Þá þarf jafn­­framt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort regl­­urnar stand­ist stjórn­­­ar­­skrá. 

Á vef­síðu sam­tak­anna Orkan okkar segir að sam­tökin hafi verið stofnuð í októ­ber í fyrra til þess að „kynna rökin gegn frek­ari inn­leið­ingu orku­lög­gjafar ESB hér á land­i.“ Í grein­ar­gerð með áskor­un­inni seg­ir að raf­orkan sé afurð nátt­úru­auð­linda lands­ins og því telji sam­tökin það afar mik­il­vægt að allar ákvarð­anir sem teknar eru í raf­orku­málum þjóni hag þeirra sem búa á Íslandi.

Auglýsing

Segja breyt­ingar af hálfu Alþingis falla undir samn­ings­brot

Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að var­ast eigi að inn­leiða lög­gjöf sem sniðin sé fyrir aðstæður í orku­málum sem séu „mjög frá­brugðn­ar“ þeim sem við búum við á Íslandi. Auk þess telja sam­tökin að með orku­pökkum Evr­ópu­sam­bands­ins skerð­ist sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur Íslands í raf­orku­mál­u­m. „Lög­gjöfin er samin af ESB og tekur því ekki mið af vilja íslenskra kjós­enda, auk þess sem hluti lög­gjaf­ar-, fram­kvæmda- og dóms­valds í orku­málum flyst úr landi. Orku­pakkar ESB grafa því undan sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þjóð­ar­innar um eigin auð­lindir og geta haft ófyr­i­séð áhrif á lífs­kjör í land­inu. Þessi þróun er líka í hróp­andi mót­sögn við afstöðu almenn­ings og yfir­lýs­ingar sumra stjórn­mála­flokka um að ekki skuli fram­selja vald í orku­málum til erlendra stofn­ana, “ segir í grein­ar­gerð sam­tak­anna.

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni að ólíkt Nor­egi og Liechten­stein sé Ísland ekki tengt raf­orku­mark­aði ESB og ætti því að krefj­ast und­an­þágu frá skyldu til að inn­leiða lög­gjöf ESB um raf­orku­mark­að­inn. Nú þegar séu for­dæmi og heim­ildir fyrir slíkum und­an­þágum í EES-­samn­ingn­um. Ísland sé til dæmis und­an­þegið inn­leið­ingum laga um jarð­gas, skipa­skurði og járn­braut­ir. Samið séu um slíkar und­an­þágur í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni.

Að lokum segir í grein­ar­gerð­inni að ef þings­á­lykt­un­ar­til­laga utan­rík­is­ráð­herra verði sam­þykkt geti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­u­m. „Ut­an­rík­is­ráð­herra hefur nú lagt fyrir Alþingi til­lögu til þings­á­lykt­unar um að falla frá stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara gagn­vart þriðja orku­pakka ESB en boðar um leið að lög­gjöfin verði inn­leidd í íslensk lög með fyr­ir­vara. Verði þessi leið farin gæti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­um. Af álits­gerð Stef­áns Más og Frið­riks Árna má álykta að sam­þykki Alþingi ákvörðun Sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um að fella þriðja orku­pakk­ann inn í EES samn­ing­inn, þá verður Ísland að inn­leiða lög­gjöf þriðja orku­pakk­ans eins og hún er. Ein­hliða fyr­ir­varar eða breyt­ingar af hálfu Alþingis munu falla undir samn­ings­brot.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent