Skora á alþingismenn að hafna þriðja orkupakkanum

Samtökin Orkan okkar hafa sent áskorun til allra alþingismanna um að hafna þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utanríkisráðherra mun leggja fram þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann á Alþingi í dag.

Alþingi - Janúar 2018
Auglýsing

Sam­tökin Orkan okkar hafa sent frá sér áskorun á alla alþing­is­menn um að hafna þriðja orku­pakka ­Evr­ópu­sam­bands­ins og beina um leið þeim til­mælum til sam­eig­in­legu EES- nefnd­ar­innar að veita Íslandi und­an­þágu frá inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans í lands­rétt á þeirri for­sendu að landið sé ekki tengt innri raf­orku­mark­aði ESB. Sam­tökin opn­uðu vef­síðu í dag þar sem almenn­ing býðst að skrifa undir áskor­un­ina.

Þings­á­lykt­un­ar­til­laga um þriðja orku­pakk­ann lögð fram í dag 

Í dag mun Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ­þriðja orku­pakk­ann á Alþingi. Rík­­is­­stjórnin sam­­þykkti þann 22. mars síð­ast­lið­inn til­­lögu ráð­herr­ans um að leggja fyrir Alþingi þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um inn­­­leið­ingu þriðja orku­­pakk­ans. Í álykt­un­inni felst að þær reglur sem eiga við um flutn­ing raf­­orku yfir landa­­mæri eru inn­­­leiddar með þeim laga­­lega fyr­ir­vara að þær komi ekki til fram­­kvæmda nema að Alþingi heim­ili lagn­ingu raf­­orku­­strengs. Þá þarf jafn­­framt að taka á nýjan leik afstöðu til þess hvort regl­­urnar stand­ist stjórn­­­ar­­skrá. 

Á vef­síðu sam­tak­anna Orkan okkar segir að sam­tökin hafi verið stofnuð í októ­ber í fyrra til þess að „kynna rökin gegn frek­ari inn­leið­ingu orku­lög­gjafar ESB hér á land­i.“ Í grein­ar­gerð með áskor­un­inni seg­ir að raf­orkan sé afurð nátt­úru­auð­linda lands­ins og því telji sam­tökin það afar mik­il­vægt að allar ákvarð­anir sem teknar eru í raf­orku­málum þjóni hag þeirra sem búa á Íslandi.

Auglýsing

Segja breyt­ingar af hálfu Alþingis falla undir samn­ings­brot

Jafn­framt segir í grein­ar­gerð­inni að var­ast eigi að inn­leiða lög­gjöf sem sniðin sé fyrir aðstæður í orku­málum sem séu „mjög frá­brugðn­ar“ þeim sem við búum við á Íslandi. Auk þess telja sam­tökin að með orku­pökkum Evr­ópu­sam­bands­ins skerð­ist sjálfs­á­kvörð­un­ar­réttur Íslands í raf­orku­mál­u­m. „Lög­gjöfin er samin af ESB og tekur því ekki mið af vilja íslenskra kjós­enda, auk þess sem hluti lög­gjaf­ar-, fram­kvæmda- og dóms­valds í orku­málum flyst úr landi. Orku­pakkar ESB grafa því undan sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti þjóð­ar­innar um eigin auð­lindir og geta haft ófyr­i­séð áhrif á lífs­kjör í land­inu. Þessi þróun er líka í hróp­andi mót­sögn við afstöðu almenn­ings og yfir­lýs­ingar sumra stjórn­mála­flokka um að ekki skuli fram­selja vald í orku­málum til erlendra stofn­ana, “ segir í grein­ar­gerð sam­tak­anna.

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni að ólíkt Nor­egi og Liechten­stein sé Ísland ekki tengt raf­orku­mark­aði ESB og ætti því að krefj­ast und­an­þágu frá skyldu til að inn­leiða lög­gjöf ESB um raf­orku­mark­að­inn. Nú þegar séu for­dæmi og heim­ildir fyrir slíkum und­an­þágum í EES-­samn­ingn­um. Ísland sé til dæmis und­an­þegið inn­leið­ingum laga um jarð­gas, skipa­skurði og járn­braut­ir. Samið séu um slíkar und­an­þágur í sam­eig­in­legu EES-­nefnd­inni.

Að lokum segir í grein­ar­gerð­inni að ef þings­á­lykt­un­ar­til­laga utan­rík­is­ráð­herra verði sam­þykkt geti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­u­m. „Ut­an­rík­is­ráð­herra hefur nú lagt fyrir Alþingi til­lögu til þings­á­lykt­unar um að falla frá stjórn­skipu­legum fyr­ir­vara gagn­vart þriðja orku­pakka ESB en boðar um leið að lög­gjöfin verði inn­leidd í íslensk lög með fyr­ir­vara. Verði þessi leið farin gæti hver sem er kært íslensk stjórn­völd til ESA vegna rangrar inn­leið­ingar á EES-­regl­um. Af álits­gerð Stef­áns Más og Frið­riks Árna má álykta að sam­þykki Alþingi ákvörðun Sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar um að fella þriðja orku­pakk­ann inn í EES samn­ing­inn, þá verður Ísland að inn­leiða lög­gjöf þriðja orku­pakk­ans eins og hún er. Ein­hliða fyr­ir­varar eða breyt­ingar af hálfu Alþingis munu falla undir samn­ings­brot.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent