WOW air studdi þjóðaratkvæðagreiðslur um Reykjavíkurflugvöll

WOW air og stéttarfélag flugmanna félagsins studdu þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar með umsögn sem dagsett er tíu dögum fyrir þrot flugfélagsins.

Áframhaldandi vera Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hefur verið pólitískt bitbein árum saman.
Áframhaldandi vera Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni hefur verið pólitískt bitbein árum saman.
Auglýsing

Tíu dögum áður en að WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi sínu, hætti starfsemi og hóf gjaldþrotameðferð skilaði fyrirtækið og stéttarfélag flugmanna þess inn sameiginlegri umsögn um þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Í umsögninni, sem framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW, formaður íslenska flugmannafélagsins og formaður Öryggisnefndar íslenska flugmannafélagsins skrifa saman undir segir að þessir aðilar telji „augljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta brýna samgöngumál þurfi að fara fram sem fyrst svo nást megi varanlegur friður um Reykjavíkurflugvöll allra landsmanna.“

Umrædd þingsályktunartillaga var lögð fram af fulltrúum fimm flokka á Alþingi í fyrra. Fyrsti flutningsmaður hennar er Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Auk hans eru sex aðrir þing­menn flokks­ins á meðal flutn­ings­manna henn­ar. Aðrir flutningsmenn koma úr Miðflokki, Framsóknarflokki, Vinstri grænum og Flokki fólksins. Sambærilegar tillögur voru fluttar haustið 2016 og vorið 2017 en fengu ekki braut­­ar­­gengi á þingi.

Auglýsing
Í grein­­ar­­gerð segir að mark­mið til­­lög­unnar sé að „ þjóðin fái tæki­­færi til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flug­­­völl­­ur­inn og mið­­stöð inn­­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­­sjá­an­­legri fram­­tíð, m.a. með til­­liti til þjóð­hags­­legra hags­muna. Ljóst er að ríkir almanna­hags­munir fel­­ast í greiðum sam­­göngum innan lands og að stað­­setn­ing flug­­vall­­ar­ins, sem er mið­­stöð inn­­an­lands­flugs, hefur afar mikla þýð­ingu í því sam­hengi. Flug­­­völl­­ur­inn gegnir mjög mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyð­­ar­flugs svo og sem vara­flug­­völl­­ur. Þá gegnir flug­­­völl­­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í almanna­varna­­kerfi lands­ins.“

Telur sjálfstjórnarrétt skertan

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti umsögn borgarlögmanns í um tillöguna í síðustu viku. Hún var á þann veg að Reykja­vík­ur­borg legg­ist ein­dregið gegn því að til­lagan verði sam­þykkt, meðal ann­ars vegna þess að hún skerðir stjórn­skrár­varðan sjálf­stjórn­ar­rétt borg­ar­inn­ar, að slík laga­setn­ing gengi gegn skipu­lags­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins og væri í and­stöðu við óskráða meg­in­reglu stjórn­skip­unar um með­al­hóf. Sú umsögn bíður nú samþykki borgarstjórnar. Þá hafa íbúasamtök miðborgarinnar sent inn umsögn sem viðrar sambærileg sjónarmið og þau leggjast einnig gegn atkvæðagreiðslunni.

Flestir aðrir umsagnaraðilar sem skilað hafa inn umsögn, að uppistöðu sveitarfélög á landsbyggðinni, styðja þingsályktunartillöguna.

Flugmenn styðja þjóðaratkvæði

Það gera Félag íslenskra atvinnuflugmanna og WOW air/Íslenska flugmannafélagið líka.

Í umsögn WOW air/Íslenska flugmannafélagsins, sem er dagsett 18. mars eða tíu dögum áður en WOW air fór í þrot, segir meðal annars að það sé mat umsagnaraðila „að málefni Reykjavíkurflugvallar séu ekki einkamál höfuðborgarinnar, heldur alls landsins og þess vegna er þjóðaratkvæðagreiðsla þjóðþrifamál. Sem dæmi á ríkið meirihluta landsins undir flugvellinum og af þeim sökum hlýtur þjóðin að þurfa hafa lokaorð um framtíð Reykjavíkurflugvallar, en ekki bara Reykjavíkurbúar.“

Í umsögn Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir meðal annars að það sé „mjög skiljanlegt að fólk sjái ofsjónum yfir því hvað Reykjavíkurflugvöllur tekur mikið pláss. Reykjavíkurflugvöllur var upphaflega hannaður sem herflugvöllur þar sem byggingum var dreift um í hernaðarlegum tilgangi. Vegna þeirrar tilvistarkreppu sem flugvöllurinn hefur verið í er ásýnd og ástand bygginganna eins og raun ber vitni. Þar er fyrst og fremst um að kenna langvarandi óvissu um framtíð vallarins. Þetta er í raun sú byggð sem mætti etv. þétta í Reykjavík, byggðin sem tilheyrir Reykjavíkurflugvelli.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagslegar áskoranir og lýðræðislegt hlutverk háskóla
Kjarninn 18. maí 2021
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent