Sjálfstæðisflokkur þríklofinn gagnvart þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll

Greidd voru atkvæði um umsögn borgarlögmanns um að leggjast gegn þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll í borgarráði í gær. Einn borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokks studdi umsögnina, annar var á móti og þriðji sat hjá.

Hildur Björnsdóttir, sem sat í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, greiddu atkvæði með mismunandi hætti.
Hildur Björnsdóttir, sem sat í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, greiddu atkvæði með mismunandi hætti.
Auglýsing

Á borg­ar­ráðs­fundi í gær var lögð fram umsögn borg­ar­lög­manns um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Flutn­ings­menn þeirrar til­lögu á Alþingi koma úr fimm stjórn­mála­flokkum og fyrstu flutn­ings­maður hennar er Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Auk hans eru sex aðrir þing­menn flokks­ins á meðal flutn­ings­manna henn­ar.

Umsögn stað­geng­ils borg­ar­lög­manns í mál­inu var á þann veg að Reykja­vík­ur­borg legg­ist ein­dregið gegn því að til­lagan verði sam­þykkt, meðal ann­ars vegna þess að hún skerðir stjórn­skrár­varðan sjálf­stjórn­ar­rétt borg­ar­inn­ar, að slík laga­setn­ing gengi gegn skipu­lags­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins og væri í and­stöðu við óskráða meg­in­reglu stjórn­skip­unar um með­al­hóf.

Auglýsing
Umsögnin var sam­þykkt með fimm atkvæðum í borg­ar­ráði, einn borg­ar­ráðs­maður sat hjá og einn greiddi atkvæði á móti. Hún mun nú fara til end­an­legrar stað­fest­ingar hjá borg­ar­stjórn. Fjögur þeirra atkvæða sem greidd voru með því að sam­þykkja umsögn­ina komu frá borg­ar­ráðs­mönnum sitj­andi meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata. Fimmta atkvæðið kom síðan frá Hildi Björns­dótt­ur, Sjálf­stæð­is­flokki. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­inni, sat hjá við atkvæða­greiðsl­una en Marta Guð­jóns­dótt­ir, þriðji borg­ar­ráðs­maður Sjálf­stæð­is­flokks, greiddi atkvæði gegn sam­þykkt umsagn­ar­inn­ar. Því var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík, þrí­klof­inn í afstöðu sinni gagn­vart umsögn um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um veru flug­vallar í Vatns­mýr­inni.

Ólíkar bók­anir

Borg­ar­ráðs­full­trúar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram sam­eig­in­lega bókun vegna máls­ins. Í henni segir að við­ræður um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar séu í góðum far­vegi milli rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar þar sem verið sé að kanna aðra kosti undir stað­setn­ingu inn­an­lands­flugs. „Það vekur því furðu að slík þings­á­lykt­un­ar­til­laga liggi fyrir þing­inu á meðan verið er að vinna í mál­inu. Und­ir­skriftir íbúa um allt land urðu til þess að nið­ur­lagn­ingu flug­vall­ar­ins var frestað. Nið­ur­staða Rögnu­nefnd­ar­innar var afdrátt­ar­laust að besta stað­setn­ingin væri í Hvassa­hrauni. Um langa hríð hefur það verið stefna Reykja­vík­ur­borgar að flug­völl­ur­inn víki úr Vatns­mýri og er það jafn­framt stefna þeirra flokka sem mynd­uðu meiri­hluta eftir kosn­ingar sl. vor. Stór flug­völlur í mið­borg er tíma­skekkja en betur færi á að hafa hann á eða við höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þá gengur þessi til­laga til þings­á­lykt­unar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í ber­högg við ákvæði stjórn­ar­skrár­innar um að sveit­ar­fé­lög ráði sjálf mál­efnum sín­um. Lög­gjaf­inn getur með engu móti ein­hliða sam­þykkt veru­lega skerð­ingu á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Þrír áheyrn­ar­full­trúar eru í borg­ar­ráði, frá Sós­í­alista­flokki Íslands, Mið­flokknum og Flokki fólks­ins. Vig­dís Hauks­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, lagði fram eigin bókun í mál­inu þar sem sagði meðal ann­ars að það væri mis­skiln­ingur að áfram­hald­andi vera flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni væri skipu­lags­mál í Reykja­vík. „Mark­mið til­lög­unnar er að lands­menn allir fái tæki­færi til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, m.a. með til­liti til þjóð­hags­legra hags­muna. [...]Það skal áréttað hér að það er skoðun borg­ar­full­trúa Mið­flokks­ins að skipu­lags­vald þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa alþjóða­flug­velli verði fært til rík­is­ins.“

Full­trúi flokks fólks­ins and­vígur þings­á­lykt­un­ar­til­lögu for­manns

Marta Guð­jóns­dóttir lagði ein borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks fram sér­staka bókun þar sem hún minnti á að 70 þús­und manns hefðu skrifað undir í und­ir­skrifta­söfnun á vegum félags­ins Hjartað í Vatns­mýr­inni 2013, sem vildi að flug­völl­ur­inn yrði áfram þar sem hann er. „Meiri­hluti borg­ar­stjórnar virti þau sjón­ar­mið sem þar komu fram að vettugi og sóp­uðu und­ir­skrifta­söfn­un­inni undir teppi og hefur haldið áfram að fara gegn vilja meiri­hluta borg­ar­búa og lands­manna í þessu máli. Nú setur meiri­hlut­inn sig upp á móti þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um málið og leggur til að þjóðin fái ekki að segja álit sitt á mál­inu á lýð­ræð­is­legan hátt. Þessi fram­ganga er til marks um það að allt tal meiri­hlut­ans um íbúa­lýð­ræði og lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð er mark­leysa. Það getur ekki talist rétt­læt­an­legt að ein­ungis 23 borg­ar­full­trúar taki end­an­lega ákvörðun í þessu mik­il­væga máli sem snertir ekki bara borg­ina heldur alla lands­byggð­ina.“

Auglýsing
Kolbrún Bald­urs­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, lagði einnig fram bókun þar sem sagði að flokk­ur­inn væri „and­vígur því að farið verði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Reykja­vík­ur­flug­völl, en áréttum að flug­völl­ur­inn verði í Vatns­mýr­inni þangað til að annað hent­ugra stæði finnst fyrir þennan nauð­syn­lega flug­völl fyrir alla lands­byggð­ina.“ 

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, er einn flutn­ings­manna til­lög­unnar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni.

Sjúkra­hús við Hring­braut notað sem rök

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sem lögð var fram í fyrra gerir ráð fyrir því að fram fari þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla um fram­­tíð Reykja­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Sam­­bæri­­legar til­­lögur voru fluttar haustið 2016 og vorið 2017 en fengu ekki braut­­ar­­gengi á þingi.

Í grein­­ar­­gerð segir að mark­mið til­­lög­unnar sé að „ þjóðin fái tæki­­færi til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flug­­­völl­­ur­inn og mið­­stöð inn­­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­­sjá­an­­legri fram­­tíð, m.a. með til­­liti til þjóð­hags­­legra hags­muna. Ljóst er að ríkir almanna­hags­munir fel­­ast í greiðum sam­­göngum innan lands og að stað­­setn­ing flug­­vall­­ar­ins, sem er mið­­stöð inn­­an­lands­flugs, hefur afar mikla þýð­ingu í því sam­hengi. Flug­­­völl­­ur­inn gegnir mjög mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyð­­ar­flugs svo og sem vara­flug­­völl­­ur. Þá gegnir flug­­­völl­­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í almanna­varna­­kerfi lands­ins.“

Auglýsing
Þá er sér­­stak­­lega til­­­tekið að stjórn­­völd hafi markað þá opin­beru stefnu í heil­brigð­is­­málum að aðeins verði byggt upp og rekið eitt hátækn­i­­sjúkra­hús og það við Hring­braut í Reykja­vík, í næsta nágrenni við flug­­­völl­inn. „Greiðar sam­­göngur milli flug­­vallar og sjúkra­hús­s­ins eru því afar mik­il­væg­­ar.“

Á að víkja í áföngum eftir 2022

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­­stöð inn­­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráð­andi öfl í Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hafa lengi viljað að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­­borg­ina. Um sé að ræða verð­­­mætasta bygg­ing­­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­­ar.

Sam­­­kvæmt sam­­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­­­­­skipu­lag Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sum­­­arið 2016 komst Hæst­i­­­réttur Íslands að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­­­ur­­­borg um loka norð­aust­­­­ur/suð­vest­­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum hefur verið kölluð neyð­­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­­­ur­flug­velli.

Fyrsta þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­lagan um þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðsl­una var lögð fram í kjöl­far­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar