Sjálfstæðisflokkur þríklofinn gagnvart þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll

Greidd voru atkvæði um umsögn borgarlögmanns um að leggjast gegn þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll í borgarráði í gær. Einn borgarráðsmaður Sjálfstæðisflokks studdi umsögnina, annar var á móti og þriðji sat hjá.

Hildur Björnsdóttir, sem sat í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, greiddu atkvæði með mismunandi hætti.
Hildur Björnsdóttir, sem sat í öðru sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins, greiddu atkvæði með mismunandi hætti.
Auglýsing

Á borg­ar­ráðs­fundi í gær var lögð fram umsögn borg­ar­lög­manns um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi um um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Flutn­ings­menn þeirrar til­lögu á Alþingi koma úr fimm stjórn­mála­flokkum og fyrstu flutn­ings­maður hennar er Njáll Trausti Frið­berts­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks. Auk hans eru sex aðrir þing­menn flokks­ins á meðal flutn­ings­manna henn­ar.

Umsögn stað­geng­ils borg­ar­lög­manns í mál­inu var á þann veg að Reykja­vík­ur­borg legg­ist ein­dregið gegn því að til­lagan verði sam­þykkt, meðal ann­ars vegna þess að hún skerðir stjórn­skrár­varðan sjálf­stjórn­ar­rétt borg­ar­inn­ar, að slík laga­setn­ing gengi gegn skipu­lags­á­ætlun sveit­ar­fé­lags­ins og væri í and­stöðu við óskráða meg­in­reglu stjórn­skip­unar um með­al­hóf.

Auglýsing
Umsögnin var sam­þykkt með fimm atkvæðum í borg­ar­ráði, einn borg­ar­ráðs­maður sat hjá og einn greiddi atkvæði á móti. Hún mun nú fara til end­an­legrar stað­fest­ingar hjá borg­ar­stjórn. Fjögur þeirra atkvæða sem greidd voru með því að sam­þykkja umsögn­ina komu frá borg­ar­ráðs­mönnum sitj­andi meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata. Fimmta atkvæðið kom síðan frá Hildi Björns­dótt­ur, Sjálf­stæð­is­flokki. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­inni, sat hjá við atkvæða­greiðsl­una en Marta Guð­jóns­dótt­ir, þriðji borg­ar­ráðs­maður Sjálf­stæð­is­flokks, greiddi atkvæði gegn sam­þykkt umsagn­ar­inn­ar. Því var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík, þrí­klof­inn í afstöðu sinni gagn­vart umsögn um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um veru flug­vallar í Vatns­mýr­inni.

Ólíkar bók­anir

Borg­ar­ráðs­full­trúar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Við­reisn­ar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram sam­eig­in­lega bókun vegna máls­ins. Í henni segir að við­ræður um fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar séu í góðum far­vegi milli rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borgar þar sem verið sé að kanna aðra kosti undir stað­setn­ingu inn­an­lands­flugs. „Það vekur því furðu að slík þings­á­lykt­un­ar­til­laga liggi fyrir þing­inu á meðan verið er að vinna í mál­inu. Und­ir­skriftir íbúa um allt land urðu til þess að nið­ur­lagn­ingu flug­vall­ar­ins var frestað. Nið­ur­staða Rögnu­nefnd­ar­innar var afdrátt­ar­laust að besta stað­setn­ingin væri í Hvassa­hrauni. Um langa hríð hefur það verið stefna Reykja­vík­ur­borgar að flug­völl­ur­inn víki úr Vatns­mýri og er það jafn­framt stefna þeirra flokka sem mynd­uðu meiri­hluta eftir kosn­ingar sl. vor. Stór flug­völlur í mið­borg er tíma­skekkja en betur færi á að hafa hann á eða við höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Þá gengur þessi til­laga til þings­á­lykt­unar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í ber­högg við ákvæði stjórn­ar­skrár­innar um að sveit­ar­fé­lög ráði sjálf mál­efnum sín­um. Lög­gjaf­inn getur með engu móti ein­hliða sam­þykkt veru­lega skerð­ingu á stjórn­ar­skrár­vörðum rétti Reykja­vík­ur­borg­ar.“

Þrír áheyrn­ar­full­trúar eru í borg­ar­ráði, frá Sós­í­alista­flokki Íslands, Mið­flokknum og Flokki fólks­ins. Vig­dís Hauks­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, lagði fram eigin bókun í mál­inu þar sem sagði meðal ann­ars að það væri mis­skiln­ingur að áfram­hald­andi vera flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni væri skipu­lags­mál í Reykja­vík. „Mark­mið til­lög­unnar er að lands­menn allir fái tæki­færi til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flug­völl­ur­inn og mið­stöð inn­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð, m.a. með til­liti til þjóð­hags­legra hags­muna. [...]Það skal áréttað hér að það er skoðun borg­ar­full­trúa Mið­flokks­ins að skipu­lags­vald þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa alþjóða­flug­velli verði fært til rík­is­ins.“

Full­trúi flokks fólks­ins and­vígur þings­á­lykt­un­ar­til­lögu for­manns

Marta Guð­jóns­dóttir lagði ein borg­ar­ráðs­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks fram sér­staka bókun þar sem hún minnti á að 70 þús­und manns hefðu skrifað undir í und­ir­skrifta­söfnun á vegum félags­ins Hjartað í Vatns­mýr­inni 2013, sem vildi að flug­völl­ur­inn yrði áfram þar sem hann er. „Meiri­hluti borg­ar­stjórnar virti þau sjón­ar­mið sem þar komu fram að vettugi og sóp­uðu und­ir­skrifta­söfn­un­inni undir teppi og hefur haldið áfram að fara gegn vilja meiri­hluta borg­ar­búa og lands­manna í þessu máli. Nú setur meiri­hlut­inn sig upp á móti þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um málið og leggur til að þjóðin fái ekki að segja álit sitt á mál­inu á lýð­ræð­is­legan hátt. Þessi fram­ganga er til marks um það að allt tal meiri­hlut­ans um íbúa­lýð­ræði og lýð­ræð­is­leg vinnu­brögð er mark­leysa. Það getur ekki talist rétt­læt­an­legt að ein­ungis 23 borg­ar­full­trúar taki end­an­lega ákvörðun í þessu mik­il­væga máli sem snertir ekki bara borg­ina heldur alla lands­byggð­ina.“

Auglýsing
Kolbrún Bald­urs­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins, lagði einnig fram bókun þar sem sagði að flokk­ur­inn væri „and­vígur því að farið verði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um Reykja­vík­ur­flug­völl, en áréttum að flug­völl­ur­inn verði í Vatns­mýr­inni þangað til að annað hent­ugra stæði finnst fyrir þennan nauð­syn­lega flug­völl fyrir alla lands­byggð­ina.“ 

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, er einn flutn­ings­manna til­lög­unnar um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um veru flug­vall­ar­ins í Vatns­mýr­inni.

Sjúkra­hús við Hring­braut notað sem rök

Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan sem lögð var fram í fyrra gerir ráð fyrir því að fram fari þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðsla um fram­­tíð Reykja­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Sam­­bæri­­legar til­­lögur voru fluttar haustið 2016 og vorið 2017 en fengu ekki braut­­ar­­gengi á þingi.

Í grein­­ar­­gerð segir að mark­mið til­­lög­unnar sé að „ þjóðin fái tæki­­færi til þess að segja hug sinn um málið og hafa áhrif á það hvar flug­­­völl­­ur­inn og mið­­stöð inn­­an­lands- og sjúkra­flugs verða í fyr­ir­­sjá­an­­legri fram­­tíð, m.a. með til­­liti til þjóð­hags­­legra hags­muna. Ljóst er að ríkir almanna­hags­munir fel­­ast í greiðum sam­­göngum innan lands og að stað­­setn­ing flug­­vall­­ar­ins, sem er mið­­stöð inn­­an­lands­flugs, hefur afar mikla þýð­ingu í því sam­hengi. Flug­­­völl­­ur­inn gegnir mjög mik­il­vægu örygg­is­hlut­verki fyrir almenn­ing í land­inu vegna sjúkra- og neyð­­ar­flugs svo og sem vara­flug­­völl­­ur. Þá gegnir flug­­­völl­­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í almanna­varna­­kerfi lands­ins.“

Auglýsing
Þá er sér­­stak­­lega til­­­tekið að stjórn­­völd hafi markað þá opin­beru stefnu í heil­brigð­is­­málum að aðeins verði byggt upp og rekið eitt hátækn­i­­sjúkra­hús og það við Hring­braut í Reykja­vík, í næsta nágrenni við flug­­­völl­inn. „Greiðar sam­­göngur milli flug­­vallar og sjúkra­hús­s­ins eru því afar mik­il­væg­­ar.“

Á að víkja í áföngum eftir 2022

Ekki hefur verið ein­hugur um hvort að mið­­­stöð inn­­­an­lands­flugs verði áfram í Vatns­­­­­mýr­inni í Reykja­vík eða verði færð ann­að. Ráð­andi öfl í Reykja­vík­­­­­ur­­­borg hafa lengi viljað að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði færður svo hægt sé að byggja í Vatns­­­­­mýr­inni og þétta þar með höf­uð­­­borg­ina. Um sé að ræða verð­­­mætasta bygg­ing­­­ar­landið innan marka hennar sem sé auk þess afar mik­il­vægt fyrir þróun henn­­­ar.

Sam­­­kvæmt sam­­­göng­u­á­ætlun er gert ráð fyrir að flug­­­­­völl­­­ur­inn verði þar sem hann er til 2022 en aðal­­­­­skipu­lag Reykja­vík­­­­­ur­­­borgar gerir ráð fyrir að hann víki í áföngum eftir það ár. Sum­­­arið 2016 komst Hæst­i­­­réttur Íslands að þeirri nið­­­ur­­­stöðu að íslenska ríkið þyrfti að standa við sam­komu­lag sitt við Reykja­vík­­­­­ur­­­borg um loka norð­aust­­­­ur/suð­vest­­­­ur­-flug­braut­inni, sem stundum hefur verið kölluð neyð­­­­ar­braut­in, á Reykja­vík­­­­­ur­flug­velli.

Fyrsta þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­lagan um þjóð­­­ar­at­­­kvæða­greiðsl­una var lögð fram í kjöl­far­ið.

Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar